Alfreð: Ég býst við því að gera betur í svona færum Árni Jóhannsson skrifar 8. september 2023 21:20 Alfreð var svekktur með ýmislegt í kvöld Vísir/Vilhelm Alfreð Finnbogason leiddi sóknarlínu Íslands í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Lúxemborg 3-1 á útivelli í undankeppni EM 2024. Hann var að sjálfsögðu svekktur með ýmsa hluti í leiknum og þá sérstaklega það að leikmenn Íslands hafi ekki verið skarpir í báðum teigum leiksins. Alfreð var spurður að því hvernig honum liði strax eftir leik. Þetta voru að sjálfsögðu ekki úrslitin sem við vildum í kvöld. „Auðvitað líður manni ekki vel eftir svona leik. Við ætluðum að stimpla okkur inn í riðilinn sem hefur ekki byrjað vel. Vissum samt að Lúxemborg væri með gott lið en þeir refsuðu okkur illilega í dag og verðskulduðu að vinna. Sem er fyrst og fremst svekkjandi.“ Hvað var það sem fór úrskeiðis á þessum 100 mínútum sem spilaðar voru í kvöld.+ „Þeir voru ekki að skapa sér mikið. Þetta var einn langur bolti fram og þeir fá víti. Það má náttúrlega ekki gerast á þessu stigi. Ok, þá var staðan bara 1-0 og við þurftum að komast aftur inn í leikinn. Við fáum fín færi þar sem við áttum að gera betur til að koma okkur aftur inn í leikinn. Svo er leikurinn að koma til okkar og við erum að færa okkur framar og þá ná þeir að skora aftur. Fannst við ekki gefast upp samt, skorum manni færri. Fótboltinn er mörg smá atriði í báðum teigum sem skera úr um sigurvegara og við vorum ekki nógu skarpir í báðum teigum í dag til að eiga eitthvað skilið.“ Alfreð fékk fín færi og fínar stöður til að koma liðinu aftur inn í leikinn en náði ekki að skora. Var hann pirraður út í sjálfan sig í kvöld? „Að sjálfsögðu. Ég á eftir að sjá færið aftur. Í minningu þá hefði ég átt að komast nær markmanninum og negla á hann. Fannst hann loka á fjær þannig að ég ætlaði að koma honum á óvart og setja hann á nær. Ég býst við því að gera betur í svona færum.“ Klippa: Alfreð Finnbogason - Viðtal Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Leik lokið: Lúxemborg - Ísland 3-1 | Martröð í Lúxemborg Íslenska karlalandsliðið mátti þola ósigur á útivelli gegn Lúxemborg í kvöld. Liðið var slappt bæði andlega og líkamlega. Ísland lenti snemma undir og komst aldrei í takt við eitt eða neitt og úr varð martraðakenndur leikur sem fellur í gleymskunnar dá sem fyrst því það er leikur á mánudag. Lúxemborg vann 3-1 og hefði getað unnið stærra. Það er mikið að hugsa um fyrir Åge Hareide þessa dagana. 8. september 2023 21:43 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Sjá meira
Alfreð var spurður að því hvernig honum liði strax eftir leik. Þetta voru að sjálfsögðu ekki úrslitin sem við vildum í kvöld. „Auðvitað líður manni ekki vel eftir svona leik. Við ætluðum að stimpla okkur inn í riðilinn sem hefur ekki byrjað vel. Vissum samt að Lúxemborg væri með gott lið en þeir refsuðu okkur illilega í dag og verðskulduðu að vinna. Sem er fyrst og fremst svekkjandi.“ Hvað var það sem fór úrskeiðis á þessum 100 mínútum sem spilaðar voru í kvöld.+ „Þeir voru ekki að skapa sér mikið. Þetta var einn langur bolti fram og þeir fá víti. Það má náttúrlega ekki gerast á þessu stigi. Ok, þá var staðan bara 1-0 og við þurftum að komast aftur inn í leikinn. Við fáum fín færi þar sem við áttum að gera betur til að koma okkur aftur inn í leikinn. Svo er leikurinn að koma til okkar og við erum að færa okkur framar og þá ná þeir að skora aftur. Fannst við ekki gefast upp samt, skorum manni færri. Fótboltinn er mörg smá atriði í báðum teigum sem skera úr um sigurvegara og við vorum ekki nógu skarpir í báðum teigum í dag til að eiga eitthvað skilið.“ Alfreð fékk fín færi og fínar stöður til að koma liðinu aftur inn í leikinn en náði ekki að skora. Var hann pirraður út í sjálfan sig í kvöld? „Að sjálfsögðu. Ég á eftir að sjá færið aftur. Í minningu þá hefði ég átt að komast nær markmanninum og negla á hann. Fannst hann loka á fjær þannig að ég ætlaði að koma honum á óvart og setja hann á nær. Ég býst við því að gera betur í svona færum.“ Klippa: Alfreð Finnbogason - Viðtal
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Leik lokið: Lúxemborg - Ísland 3-1 | Martröð í Lúxemborg Íslenska karlalandsliðið mátti þola ósigur á útivelli gegn Lúxemborg í kvöld. Liðið var slappt bæði andlega og líkamlega. Ísland lenti snemma undir og komst aldrei í takt við eitt eða neitt og úr varð martraðakenndur leikur sem fellur í gleymskunnar dá sem fyrst því það er leikur á mánudag. Lúxemborg vann 3-1 og hefði getað unnið stærra. Það er mikið að hugsa um fyrir Åge Hareide þessa dagana. 8. september 2023 21:43 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Sjá meira
Leik lokið: Lúxemborg - Ísland 3-1 | Martröð í Lúxemborg Íslenska karlalandsliðið mátti þola ósigur á útivelli gegn Lúxemborg í kvöld. Liðið var slappt bæði andlega og líkamlega. Ísland lenti snemma undir og komst aldrei í takt við eitt eða neitt og úr varð martraðakenndur leikur sem fellur í gleymskunnar dá sem fyrst því það er leikur á mánudag. Lúxemborg vann 3-1 og hefði getað unnið stærra. Það er mikið að hugsa um fyrir Åge Hareide þessa dagana. 8. september 2023 21:43