„Ég rétti upp höndina og tek ábyrgð á þessu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. september 2023 21:42 Guðlaugur Victor Pálsson var hreinskilinn í viðtali eftir leikinn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Guðlaugur Victor Pálsson tók fulla ábyrgð eftir tap Íslands gegn Lúxemborg í kvöld. Hann sagði frammistöðuna ekki hafa verið boðlega og sagði að liðið yrði af læra af mistökum sínum. „Manni líður hundleiðinlega og bara mjög illa ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við ætluðum okkur í þessum glugga að ná í sex stig en því miður fór ekki svo. Þetta var ekki boðlegt,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í kvöld. Varnarleikur Íslands í kvöld var ekki til útflutnings. Guðlaugur Victor sagði að hann og Hörður Björgvin Magnússon tækju fulla ábyrgð á frammistöðu sinni. „Hann var bara hræðilegur frá fyrstu mínútu. Við vorum bara „sloppy“ og ég get alveg staðið hér, ég talaði við Hödda því við erum tveir reynslumestu mennirnir í þessu liði. Við eigum bara ekki að spila svona. Það er fullt af ungum strákum sem eru að koma upp sem eru að standa sig frábærlega og eru góðir.“ Klippa: Guðlaugur Victor - Viðtal „Við eigum að vera strákarnir sem eigum að halda utan um þá, sérstaklega við Höddi. Við erum í vörninni og við áttum „off“ dag í dag og við tökum ábyrgð á því, ég ber ábyrgð á því. Ég get talað fyrir Hödda líka, við töluðum saman inni í klefa. Ég rétti upp höndina og tek ábyrgð á þessu.“ Staða Íslands í riðlinum er slæm. Liðið er með þrjú stig eftir fimm leiki og sæti á EM á næsta ári úr sögunni. „Þetta lítur náttúrulega ekki vel út, alls ekki. Við verðum að vera eins jákvæðir og hægt er. Það eru þrír heimaleikir að koma. Við verðum bara að læra af þessu. Læra af þessum mistökum því þetta eru mistök sem eiga ekki að gerast. Við erum allt of góðir og þetta er barnalegt og klaufalegt. Læra af þessu og horfa fram á veginn. Þessi leikur er búinn og vera klárir á mánudaginn,“ sagði Guðlaugur Victor að endingu. Viðtal Stefáns Árna við Guðlaug Victor má sjá hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
„Manni líður hundleiðinlega og bara mjög illa ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við ætluðum okkur í þessum glugga að ná í sex stig en því miður fór ekki svo. Þetta var ekki boðlegt,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í kvöld. Varnarleikur Íslands í kvöld var ekki til útflutnings. Guðlaugur Victor sagði að hann og Hörður Björgvin Magnússon tækju fulla ábyrgð á frammistöðu sinni. „Hann var bara hræðilegur frá fyrstu mínútu. Við vorum bara „sloppy“ og ég get alveg staðið hér, ég talaði við Hödda því við erum tveir reynslumestu mennirnir í þessu liði. Við eigum bara ekki að spila svona. Það er fullt af ungum strákum sem eru að koma upp sem eru að standa sig frábærlega og eru góðir.“ Klippa: Guðlaugur Victor - Viðtal „Við eigum að vera strákarnir sem eigum að halda utan um þá, sérstaklega við Höddi. Við erum í vörninni og við áttum „off“ dag í dag og við tökum ábyrgð á því, ég ber ábyrgð á því. Ég get talað fyrir Hödda líka, við töluðum saman inni í klefa. Ég rétti upp höndina og tek ábyrgð á þessu.“ Staða Íslands í riðlinum er slæm. Liðið er með þrjú stig eftir fimm leiki og sæti á EM á næsta ári úr sögunni. „Þetta lítur náttúrulega ekki vel út, alls ekki. Við verðum að vera eins jákvæðir og hægt er. Það eru þrír heimaleikir að koma. Við verðum bara að læra af þessu. Læra af þessum mistökum því þetta eru mistök sem eiga ekki að gerast. Við erum allt of góðir og þetta er barnalegt og klaufalegt. Læra af þessu og horfa fram á veginn. Þessi leikur er búinn og vera klárir á mánudaginn,“ sagði Guðlaugur Victor að endingu. Viðtal Stefáns Árna við Guðlaug Victor má sjá hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira