Leikur íslenska liðsins í kvöld var alls ekki góður og vítaspyrnan sem liðið fékk á sig strax í upphafi gaf í raun tóninn fyrir það sem koma skyldi.
Þegar Lúxemborg komst síðan í 2-0 í síðari hálfleik var martröðin að verða að veruleika og þó svo að Hákon Arnar Haraldsson hafi náð að minnka muninn með góðu marki þá leið örstuttur tími þar til heimaliðið komst í tveggja marka forskot á ný.
Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvellinum á mánudagskvöld en liðið tapaði fyrri leik þjóðanna 3-0 á útivelli í vor.
Mörkin fjögur úr leiknum í kvöld má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.