Atvikið átti sér stað í leik liðanna í maí síðastliðnum. Leikmönnum var heitt í hamsi inni á vellinum og þá hljóp einn stuðningsmaður niður úr stúkunni og komst alla leið að Eddie Howe knattspyrnustjóra Newcastle.
Stuðningsmaðurinn, David Derbyshire, náði að ýta við Howe auk þess sem hann sagði nokkur vel valin orð við knattspyrnustjórann.
„Ég get ekki endurtekið það sem hann sagði en það fær mann til að hugsa sig um. Þetta var persónulegt gagnvart mér,“ sagði Howe við Skysports.
12 weeks in prison for the man who entered the pitch and grabbed Eddie Howe. #lufc pic.twitter.com/IIjKmTv7GZ
— Leeds, That! (@leedsthat) September 8, 2023
Nú hefur Derbyshire verið dæmdur í tólf vikna fangelsi og þá fær hann ekki að mæta á fótboltaleik næstu sex árin. Leeds hafði áður dæmd Derbyshire í lífstíðarbann frá heimavelli liðsins Elland Road.
Leeds féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og félagið hefur ekki farið vel af stað í Championship-deildinni hingað til á tímabilinu og aðeins náð í einn sigur í fyrstu fimm umferðunum.