Belgía var fyrir leikinn í dag í öðru sæti riðilsins eftir að hafa leikið þrjá leiki. Liðið var þremur stigum á eftir Austurríki sem leikið hafði einum leik meira. Aserbaisjan var hins vegar á botninum með aðeins eitt stig.
Það var aðeins eitt mark skorað í leiknum í dag. Það gerði Yannick Carrasco sjö mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Belgar voru sterkari aðilinn í leiknum en tókst þó ekki að bæta við mörkum í síðari hálfleiknum.
Belgium win in Azerbaijan to top Group F
— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 9, 2023
Carrasco 38'#EURO2024 pic.twitter.com/7UVgGLKXDH
Svíar mæta Eistum í sama riðli á eftir og þurfa nauðsynlega á sigri að halda. Svíar eru aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki og eru að missa af lestinni til Þýskalands á næsta ári.