„Við þurfum að átta okkur á að í lífinu þá áttu stundum slæma daga“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. september 2023 16:46 Åge Hareide er landsliðsþjálfari Íslands. Vísir Åge Hareide segir mikilvægt að hlúa að leikmönnum sem gera mistök í leikjum. Hann segir nauðsynlegt að gera breytingar á liðinu fyrir leikinn gegn Bosníu á morgun. Åge Hareide og Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ á Laugardalsvelli í dag. Íslenska landsliðið mætir Bosníu og Hersegóvínu á morgun. Åge segist hafa búist við meiru af liðinu í leiknum gegn Lúxemborg. „Við bjuggumst við öðru af liðinu því við höfðum byggt góðan grunn heima gegn Slóvakíu og Portúgal. Stundum áttu svona leiki og vítaspyrnan í byrjun truflaði okkur. Við fundum ekki taktinn og gerðum ekki það sem við höfðum æft. Þegar allt brotnar í mola þá brotnar í mola. Þetta endaði með því að við sýndum slaka frammistöðu,“ sagði Hareide á fundinum. Hann var þó ánægður með karakter sem menn sýndu í leiknum. „Við þurfum að einblína á það jákvæða, sérstaklega karakterlega. Við hættum aldrei, bjuggum til færi og skoruðum eftir að við urðum einum færri. Stuðningsmennirnir eru svekktir og eiga rétt á því. Við munum reyna að bæta fyrir það á morgun.“ Veit ekki neitt verra en að tapa í fótbolta Åge er mikill keppnismaður og segist ekki vita neitt verra en að tapa í fótbolta. Hann sagði tapið hafa verið erfitt fyrir íslenska liðið. „Við þurfum að hugsa vel um leikmennina sem gera mistök, við þurfum þá í framtíðinni. Þetta er erfitt fyrir allt liðið og þetta var þungt tap. Ef ég fer í það að gagnrýna leikmennina fyrir að vera slakir, það er mín ábyrgð að lyfta þeim upp og spila. Ég vel þá og þarf að styðja við bakið á þeim. Ég mun gera það og það allt til enda. Þetta hefur alltaf verið þannig að þetta eru leikmennirnir mínir og ég vil að þeir standi sig eins vel og þeir geta.“ Hareide kom einnig inn á þá leikmenn sem vantaði í liðið gegn Lúxemborg. „Við misstum Sverri sem stjórnanda í vörninni. Albert var einn þeirra sem lagði mest að sér í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal. Willum var frá líka. Ég vil hafa hóp af leikmönnum sem ég get valið úr. Ekki bara ellefu leikmenn heldur stærri hóp svo við ráðum við leikbönn sem maður fær.“ Willum Þór Willumsson var í leikbanni gegn Lúxemborg eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Portúgal. Þá gat Åge ekki valið Albert í hópinn og Sverrir Ingi Ingason glímir við meiðsli. Hareide sagði að liðið þyrfti að sýna góða frammistöðu svo hægt sé að setja kröfu um sigur. „Slæmar frammistöður gefa okkur ekki sjálfstraust, við þurfum góðar frammistöður og sigra til að lyfta liðinu. Allir tala um að við verðum að vinna. Fyrst af öllu þurfum við að sýna góða frammistöðu og þá getum við unnið. Við þurfum að trúa á okkur sjálfa. Allir leikmenn þurfa að trúa á sjálfa sig og liðið þarf að hafa trá á hver öðrum.“ „Ég var með Kára í Malmö en hann er ekki hérna núna“ Hann sagði að breytingar yrðu á liðinu fyrir leikinn á morgun. Hörður Björgvin Magnússon er í leikbanni eftir rauða spjaldið gegn Lúxemborg. „Það verða breytingar en aðallega til að fá inn ferska fætur. Ég trúi á hópinn og ég þarf að sýna leikmönnunum það. Þegar er svona stutt á milli þarftu ferskar fætur. Við þurfum að nota hópinn því hinir eru æstir í að sýna hvað þeir geta og hafa gert góða hluti fyrir Ísland.“ Varnarleikur Íslands var ekki upp á marga fiska í leiknum gegn Lúsemborg. Umræða eftir leikinn snerist meðal annars um það að það vantaði meiri kraft í varnarleikinn. Kári Árnason var einn af þeim sem gagnrýndi varnarleik liðsins einna harðast en hann var sérfræðingur Stöð 2 Sport í umfjöllun um leikinn. „Á mismunandi tímum í fótbolta þá ertu með mismunandi leikmenn. Ég var með Kára í Malmö þannig að ég veit hvað ég gat fengið frá honum. Hann er ekki hérna núna þannig og við þurfum að nota þá leikmenn sem við höfum. Það er ekki eins og við séum tíu milljóna þjóð heldur bara 400 þúsund. Hvað varðar fjölda leikmanna er það öðruvísi miðað við aðra.“ Hareide ítrekaði að einblína þyrfti á styrkleika liðsins og góðar frammistöður sem liðið sýndi gegn Slóvakíu og Portúgal í síðasta landsleikjaglugga. „Við þurfum að átta okkur á að í lífinu þá áttu stundum slæma daga, jafnvel þú sem blaðamaður. Kannski. Við eigum slæma daga og daga þar sem hlutirnir ganga ekki eftir. Það er þannig á fótboltavellinum. Mestu skiptir að hlúa að þeim sem gera mistök og að þeim sem ráða ekki við stöðuna þann daginn.“ „Við erum eins og fjölskylda og leikmenn hafa átt í góðu sambandi í langan tíma. Þeir þekkja hvern annan vel og það er styrkleiki fyrir Ísland. Þó allir séu svekktir þá þurfum við að snúa bökum saman og það er engin of stór stjarna í þessum hópi. Þetta eru leikmenn sem vilja spila fyrir Ísland og standa sig.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Sjá meira
Åge Hareide og Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ á Laugardalsvelli í dag. Íslenska landsliðið mætir Bosníu og Hersegóvínu á morgun. Åge segist hafa búist við meiru af liðinu í leiknum gegn Lúxemborg. „Við bjuggumst við öðru af liðinu því við höfðum byggt góðan grunn heima gegn Slóvakíu og Portúgal. Stundum áttu svona leiki og vítaspyrnan í byrjun truflaði okkur. Við fundum ekki taktinn og gerðum ekki það sem við höfðum æft. Þegar allt brotnar í mola þá brotnar í mola. Þetta endaði með því að við sýndum slaka frammistöðu,“ sagði Hareide á fundinum. Hann var þó ánægður með karakter sem menn sýndu í leiknum. „Við þurfum að einblína á það jákvæða, sérstaklega karakterlega. Við hættum aldrei, bjuggum til færi og skoruðum eftir að við urðum einum færri. Stuðningsmennirnir eru svekktir og eiga rétt á því. Við munum reyna að bæta fyrir það á morgun.“ Veit ekki neitt verra en að tapa í fótbolta Åge er mikill keppnismaður og segist ekki vita neitt verra en að tapa í fótbolta. Hann sagði tapið hafa verið erfitt fyrir íslenska liðið. „Við þurfum að hugsa vel um leikmennina sem gera mistök, við þurfum þá í framtíðinni. Þetta er erfitt fyrir allt liðið og þetta var þungt tap. Ef ég fer í það að gagnrýna leikmennina fyrir að vera slakir, það er mín ábyrgð að lyfta þeim upp og spila. Ég vel þá og þarf að styðja við bakið á þeim. Ég mun gera það og það allt til enda. Þetta hefur alltaf verið þannig að þetta eru leikmennirnir mínir og ég vil að þeir standi sig eins vel og þeir geta.“ Hareide kom einnig inn á þá leikmenn sem vantaði í liðið gegn Lúxemborg. „Við misstum Sverri sem stjórnanda í vörninni. Albert var einn þeirra sem lagði mest að sér í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal. Willum var frá líka. Ég vil hafa hóp af leikmönnum sem ég get valið úr. Ekki bara ellefu leikmenn heldur stærri hóp svo við ráðum við leikbönn sem maður fær.“ Willum Þór Willumsson var í leikbanni gegn Lúxemborg eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Portúgal. Þá gat Åge ekki valið Albert í hópinn og Sverrir Ingi Ingason glímir við meiðsli. Hareide sagði að liðið þyrfti að sýna góða frammistöðu svo hægt sé að setja kröfu um sigur. „Slæmar frammistöður gefa okkur ekki sjálfstraust, við þurfum góðar frammistöður og sigra til að lyfta liðinu. Allir tala um að við verðum að vinna. Fyrst af öllu þurfum við að sýna góða frammistöðu og þá getum við unnið. Við þurfum að trúa á okkur sjálfa. Allir leikmenn þurfa að trúa á sjálfa sig og liðið þarf að hafa trá á hver öðrum.“ „Ég var með Kára í Malmö en hann er ekki hérna núna“ Hann sagði að breytingar yrðu á liðinu fyrir leikinn á morgun. Hörður Björgvin Magnússon er í leikbanni eftir rauða spjaldið gegn Lúxemborg. „Það verða breytingar en aðallega til að fá inn ferska fætur. Ég trúi á hópinn og ég þarf að sýna leikmönnunum það. Þegar er svona stutt á milli þarftu ferskar fætur. Við þurfum að nota hópinn því hinir eru æstir í að sýna hvað þeir geta og hafa gert góða hluti fyrir Ísland.“ Varnarleikur Íslands var ekki upp á marga fiska í leiknum gegn Lúsemborg. Umræða eftir leikinn snerist meðal annars um það að það vantaði meiri kraft í varnarleikinn. Kári Árnason var einn af þeim sem gagnrýndi varnarleik liðsins einna harðast en hann var sérfræðingur Stöð 2 Sport í umfjöllun um leikinn. „Á mismunandi tímum í fótbolta þá ertu með mismunandi leikmenn. Ég var með Kára í Malmö þannig að ég veit hvað ég gat fengið frá honum. Hann er ekki hérna núna þannig og við þurfum að nota þá leikmenn sem við höfum. Það er ekki eins og við séum tíu milljóna þjóð heldur bara 400 þúsund. Hvað varðar fjölda leikmanna er það öðruvísi miðað við aðra.“ Hareide ítrekaði að einblína þyrfti á styrkleika liðsins og góðar frammistöður sem liðið sýndi gegn Slóvakíu og Portúgal í síðasta landsleikjaglugga. „Við þurfum að átta okkur á að í lífinu þá áttu stundum slæma daga, jafnvel þú sem blaðamaður. Kannski. Við eigum slæma daga og daga þar sem hlutirnir ganga ekki eftir. Það er þannig á fótboltavellinum. Mestu skiptir að hlúa að þeim sem gera mistök og að þeim sem ráða ekki við stöðuna þann daginn.“ „Við erum eins og fjölskylda og leikmenn hafa átt í góðu sambandi í langan tíma. Þeir þekkja hvern annan vel og það er styrkleiki fyrir Ísland. Þó allir séu svekktir þá þurfum við að snúa bökum saman og það er engin of stór stjarna í þessum hópi. Þetta eru leikmenn sem vilja spila fyrir Ísland og standa sig.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Sjá meira