Mikil spenna er í riðlinum en Ungverjaland og Serbía eru á toppi riðilsins með 10 stig hvort lið og Svartfjallaland kemur þar á eftir með átta stig.
Albanir tylltu sér svo á topp E-riðils með 2-0 sigri gegn Pólverjum sem eru í fjórða sæti riðilsins með sex stig. Tókkar og Moldóvar eru í öðru til þriðja sæti með átta stig hvort lið.
Slóvenar hirtu svo toppsætið af Dönum í hnífjöfnum H-riðli með sannfærandi 4-0 sigri gegn San Marínó. Slóvenía og Danmörk eru jöfn með 13 stig og Finnland og Kasakstan eru þar skammt undan með sín 12 stig.