Myndin fangaði fallegt augnablik fjölskyldunnar þar sem foreldrarnir kyssa Beyoncé á sitthvora kinnina.
Tina og Mathew voru gift í 31 ár og skildu árið 2011.
Fleiri myndir af deginum má sjá í færslu tónlistarkonunnar á Instagram. Þar á meðal af tónlistarmanninum Jay Z, eiginmanni Beyoncé, þar sem hann klæddist stuttermabol með mynd af Beyoncé hálf naktri.

Silfurlitað þema
Líkt og sannri stórstjörnu sæmir voru skreytingar veislunnar afar glæsilegar. Upphafsstafur Beyoncé var þakinn hvítum blómum með hvítum rósum og diskó kúlum allt í kring. Afmæliskakan var einnig silfurlituð diskókúla, í stíl við klæðnað tónlistarkonunnar í veislunni.


