Fótbolti

Tap gegn Svíum í marka­leik

Smári Jökull Jónsson skrifar
Margrét Magnúsdóttir er þjálari U19-ára landsliðs Íslands.
Margrét Magnúsdóttir er þjálari U19-ára landsliðs Íslands. Vísir/Getty

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri tapaði í dag í vináttuleik gegn Svíum en leikurinn fór fram í Noregi.

Leikurinn var hluti af æfingaferð liðsins í Noregi en liðið mætir Norðmönnum á þriðjudag.

Ísland skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik í leiknum í dag. Emelía Óskarsdóttir, sem leikur með Kristianstad í Svíþjóð, skoraði á 10. mínútu og jafnaði metin þá í 1-1 eftir að Svíar höfðu náð forystunni í upphafi.

Sænska liðið náði forystunni á ný en Elísa Lana Sigurjónsdóttir úr FH jafnaði metin í 2-2 fyrir lok fyrri hálfleiks.

Svíum tókst síðan að skora sigurmarkið í leiknum og tryggja sér 3-2 sigur.

Margrét Magnúsdóttir er þjálfari íslenska liðið en hún fór með U19-ára lið Íslands alla leið í úrslit Evrópumótsins í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×