Lið ÍA var skipað af þeim Sigrúnu Ósk og knattspyrnumanninum Arnóri Smárasyni. Viðureignin var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrir en á lokaspurningunni.
Þá var spurt um nafn og var til að mynda ein vísbendingin að tekjuhæsti listamaður landsins bæri umrætt nafn.
Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en fyrir þá sem vilja ekki vita úrslitin í viðureigninni þá er hægt að nálgast þáttinn í heild sinni inni á Stöð 2+.