Real Madrid aftur á beinu brautina Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. september 2023 19:30 Joselu skoraði annað mark leiksins. EPA-EFE/Rodrigo Jimenez Real Madrid vann öruggan 2-0 sigur á heimavelli gegn UD Las Palmas í 7. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Madrídarliðið kemst þar með upp fyrir Barcelona sem mistókst að sigra Mallorca í gærkvöldi. Eftir svekkjandi tap í nágrannaslagnum gegn Atletico Madrid á dögunum gátu Real Madrid glaðst á nýjan leik í dag þegar liðið hampaði sigri gegn UD Las Palmas. Stórar spurningar hafa vaknað á síðustu dögum varðandi framtíð félagsins, stuðningsmenn voru virkilega óánægðir með tapið gegn erkifjendum sínum, svo virðist sem Carlo Ancelotti ætli að láta af störfum og Xabi Alonso taki við af honum eftir tímabilið. Madrídarliðið var betri aðilinn frá fyrstu mínútu gegn slökum mótherja í UD Las Palmas. Þeir stjórnuðu leiknum allan fyrri hálfleikinn og fundu loks markið sem færði þeim forystuna rétt áður en flautað var til hálfleiks. Markið skoraði Brahím Diaz eftir stoðsendingu frá Lucas Vazquez, Diaz kláraði færið af miklu öryggi eftir góða fyrirgjöf Vazquez frá hægri kantinum. Hann sneri með boltann inni í teig og kom honum svo framhjá markverðinum og yfir línuna. Joselu tvöfaldaði svo forystuna á 54. mínútu með skallamarki eftir leiftrandi sprett og fyrirgjöf frá Rodrygo. Tveimur mörkum undir voru gestirnir svo gott sem sigraðir og Madrídarliðið þáði stigin þrjú með þökkum. Real Madrid situr nú í 2. sæti deildarinnar þegar sjö leikir hafa verið spilaðir, þeir koma sér einu stigi upp fyrir Barcelona með þessum sigri og saxa á óvænta forystu Girona á toppi deildarinnar. Spænski boltinn Tengdar fréttir Börsungar töpuðu stigum á Mallorca Barcelona þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli er liðið heimsótti Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 26. september 2023 21:44 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Eftir svekkjandi tap í nágrannaslagnum gegn Atletico Madrid á dögunum gátu Real Madrid glaðst á nýjan leik í dag þegar liðið hampaði sigri gegn UD Las Palmas. Stórar spurningar hafa vaknað á síðustu dögum varðandi framtíð félagsins, stuðningsmenn voru virkilega óánægðir með tapið gegn erkifjendum sínum, svo virðist sem Carlo Ancelotti ætli að láta af störfum og Xabi Alonso taki við af honum eftir tímabilið. Madrídarliðið var betri aðilinn frá fyrstu mínútu gegn slökum mótherja í UD Las Palmas. Þeir stjórnuðu leiknum allan fyrri hálfleikinn og fundu loks markið sem færði þeim forystuna rétt áður en flautað var til hálfleiks. Markið skoraði Brahím Diaz eftir stoðsendingu frá Lucas Vazquez, Diaz kláraði færið af miklu öryggi eftir góða fyrirgjöf Vazquez frá hægri kantinum. Hann sneri með boltann inni í teig og kom honum svo framhjá markverðinum og yfir línuna. Joselu tvöfaldaði svo forystuna á 54. mínútu með skallamarki eftir leiftrandi sprett og fyrirgjöf frá Rodrygo. Tveimur mörkum undir voru gestirnir svo gott sem sigraðir og Madrídarliðið þáði stigin þrjú með þökkum. Real Madrid situr nú í 2. sæti deildarinnar þegar sjö leikir hafa verið spilaðir, þeir koma sér einu stigi upp fyrir Barcelona með þessum sigri og saxa á óvænta forystu Girona á toppi deildarinnar.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Börsungar töpuðu stigum á Mallorca Barcelona þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli er liðið heimsótti Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 26. september 2023 21:44 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Börsungar töpuðu stigum á Mallorca Barcelona þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli er liðið heimsótti Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 26. september 2023 21:44