Leikir í neðri deildum Ljósleiðaradeildarinnar fara fram á miðvikudagskvöldum klukkan 21:00, en þó er hægt að enduskipuleggja leiktíma vilji bæði lið gera svo. Hver sem er getur skráð sig, en raðað er í deildir eftir styrkleika liðanna.
Fyrsta deild spilar tímabil sem er samhliða Úrvalsdeildinni en deildirnar þar fyrir neðan, kallaðar „Áhugamannadeildirnar“ hafa haustdeild og vordeild hvor um sig.
Fleiri upplýsingar um mótið og skráningu má finna inn á heimasíðu Rafíþróttasambands Íslands með því að smella hér.