Fordæma „niðrandi og óþolandi“ söngva eftir komu Greenwoods Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. september 2023 07:00 Stuðningsmenn liða í spænsku úrvalsdeildinni hafa sungið ljóta söngva eftir komu Masons Greenwood til Getafe. Alvaro Medranda/NurPhoto via Getty Images Spænska úrvalsdeildarliðið Getafe hefur fordæmt það sem félagið kallar „niðrandi og óþolandi“ söngva í garð liðsins eftir að Mason Greenwood gekk í raðir félagsins. Greenwood, sem er á láni hjá Getafe frá Manchester United, var á síðasta ári ákærður fyrir árás og tilraun til nauðgunnar eftir ásakanir kærustu sinnar, Harriett Robson. Ákæran var þó látin niður fall í febrúar á þessu ári, en Greenwood átti þó ekki afturgengt í lið Manchester United og gekk því í raðir Getafe á láni út yfirstandandi tímabil. Stuðningsmenn annarra liða í spænsku úrvalsdeildinni hafa gert sér mat úr máli Greenwoods og sungið söngva um leikmanninn sem forsvarsmönnum Getafe þykja „niðrandi og óþolandi“ eins og áður segir. Til að mynda sungu stuðningsmenn Athletic Bilbao um að Greenwood ætti að deyja er liðin mættust síðastliðinn miðvikudag, en Osasuna fékk refsingu frá spænsku úrvalsdeildinni fyrir samskonar söngva. Eins og gefur að skilja fara söngvar sem þessir ekki vel í forsvarsmenn Getafe og félagið hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem söngvarnir eru fordæmdir. „Getafe C.F. vill koma á framfæri að félagið er algjörlega mótfallið þessum niðrandi og óþolandi söngvum og móðgunum sem hafa ítrekað heyrst á leikdögum spænsku úrvalsdeildarinnar og þeim skaða sem þeir hafa á starfsanda leikmanna og þjálfara,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. „Leikmenn og þjálfarar Getafe, sem atvinnumenn á hæsta stigi, taka þátt í sýningunni og gera sér grein fyrir þeirri athygli sem fylgir því að spila í bestu deild í heimi. En við veðrum að muna að þetta eru manneskjur með tilfinningar, sem eiga fjölskyldu og vini sem þjást með þeim, og þeir eiga skilið virðingu.“ Spænski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Sjá meira
Greenwood, sem er á láni hjá Getafe frá Manchester United, var á síðasta ári ákærður fyrir árás og tilraun til nauðgunnar eftir ásakanir kærustu sinnar, Harriett Robson. Ákæran var þó látin niður fall í febrúar á þessu ári, en Greenwood átti þó ekki afturgengt í lið Manchester United og gekk því í raðir Getafe á láni út yfirstandandi tímabil. Stuðningsmenn annarra liða í spænsku úrvalsdeildinni hafa gert sér mat úr máli Greenwoods og sungið söngva um leikmanninn sem forsvarsmönnum Getafe þykja „niðrandi og óþolandi“ eins og áður segir. Til að mynda sungu stuðningsmenn Athletic Bilbao um að Greenwood ætti að deyja er liðin mættust síðastliðinn miðvikudag, en Osasuna fékk refsingu frá spænsku úrvalsdeildinni fyrir samskonar söngva. Eins og gefur að skilja fara söngvar sem þessir ekki vel í forsvarsmenn Getafe og félagið hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem söngvarnir eru fordæmdir. „Getafe C.F. vill koma á framfæri að félagið er algjörlega mótfallið þessum niðrandi og óþolandi söngvum og móðgunum sem hafa ítrekað heyrst á leikdögum spænsku úrvalsdeildarinnar og þeim skaða sem þeir hafa á starfsanda leikmanna og þjálfara,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. „Leikmenn og þjálfarar Getafe, sem atvinnumenn á hæsta stigi, taka þátt í sýningunni og gera sér grein fyrir þeirri athygli sem fylgir því að spila í bestu deild í heimi. En við veðrum að muna að þetta eru manneskjur með tilfinningar, sem eiga fjölskyldu og vini sem þjást með þeim, og þeir eiga skilið virðingu.“
Spænski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Sjá meira