ÍA batt enda á sigurgöngu FH Snorri Már Vagnsson skrifar 28. september 2023 21:41 ÍA varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn FH í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO er liðin mættust í þriðju umferð. Leikurinn fór fram á Vertigo. ÍA tók hnífalotuna og kaus að hefja leikinn í vörn. FH hafði forskotið snemma í leiknum en þeir unnu fimm af fyrstu sex lotunum. Í erfiðri stöðu náði ÍA þó loksins að taka leik og gerði FH erfitt fyrir efnahagslega, staðan þá 2-5. Vörn ÍA þéttist þá nokkuð en J0n fékk AWP, sem virtist ná hugarfari ÍA manna enn hærra. Áfram féllu loturnar til ÍA-manna, en næstu tvær lotur fóru sömuleiðis þeim í hag. Sókn FH var þó ekki af baki dottin, en liðin deildu næstu lotum á milli sín. FH þurfti að taka sparilotu í stöðunni 5-6 og ÍA nýtti tækifærið til að koma öllu í jafna stöðu, 6-6. Með nýja riffla í höndunum náði FH stjórn á leiknum að nýju og tók tvær lotur í röð. ÍA tók þó síðustu lotu fyrri hálfleiksins áður en skipt var um stöður. Staðan í hálfleik: 7-8 FH-ingar hófu seinni hálfleik í vörn og byrjuðu með betri fótinn fyrir framan sig og tóku fyrstu tvær loturnar. ÍA tók svo sterkar sóknir með hnitmiðuðum árásum á sprengjusvæði Vertigo. Loks náðu ÍA-menn forystuni eftir 21. lotu þegar þeir komu stöðunni í 11-10 og FH virtist ekki hafa svörin við sóknarleik ÍA-manna. FH fann þó líflínu í 23. lotu með afar mikilvægum sigri, staðan þá 12-11. Undir lok leiks áttu ÍA-menn stórleik þegar þeir giskuðu á að fara á B-svæði Vertigo þegar allir leikmenn FH voru á A-svæðinu, sem gaf þeim fría sprengjuplöntun og í raun fría lotu. Staðan þá 14-11 og FH-menn heldur betur í klandri. FH tókst ekki að finna svör við sóknarspili ÍA og sigur ÍA-manna því staðreynd. Lokastaða: 16-11 ÍA er þar með búið að jafna FH að stigum með fjögur stig hvort fyrir sig. Því er ljóst að eina liðið með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir er NOCCO Dusty. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti
Leikurinn fór fram á Vertigo. ÍA tók hnífalotuna og kaus að hefja leikinn í vörn. FH hafði forskotið snemma í leiknum en þeir unnu fimm af fyrstu sex lotunum. Í erfiðri stöðu náði ÍA þó loksins að taka leik og gerði FH erfitt fyrir efnahagslega, staðan þá 2-5. Vörn ÍA þéttist þá nokkuð en J0n fékk AWP, sem virtist ná hugarfari ÍA manna enn hærra. Áfram féllu loturnar til ÍA-manna, en næstu tvær lotur fóru sömuleiðis þeim í hag. Sókn FH var þó ekki af baki dottin, en liðin deildu næstu lotum á milli sín. FH þurfti að taka sparilotu í stöðunni 5-6 og ÍA nýtti tækifærið til að koma öllu í jafna stöðu, 6-6. Með nýja riffla í höndunum náði FH stjórn á leiknum að nýju og tók tvær lotur í röð. ÍA tók þó síðustu lotu fyrri hálfleiksins áður en skipt var um stöður. Staðan í hálfleik: 7-8 FH-ingar hófu seinni hálfleik í vörn og byrjuðu með betri fótinn fyrir framan sig og tóku fyrstu tvær loturnar. ÍA tók svo sterkar sóknir með hnitmiðuðum árásum á sprengjusvæði Vertigo. Loks náðu ÍA-menn forystuni eftir 21. lotu þegar þeir komu stöðunni í 11-10 og FH virtist ekki hafa svörin við sóknarleik ÍA-manna. FH fann þó líflínu í 23. lotu með afar mikilvægum sigri, staðan þá 12-11. Undir lok leiks áttu ÍA-menn stórleik þegar þeir giskuðu á að fara á B-svæði Vertigo þegar allir leikmenn FH voru á A-svæðinu, sem gaf þeim fría sprengjuplöntun og í raun fría lotu. Staðan þá 14-11 og FH-menn heldur betur í klandri. FH tókst ekki að finna svör við sóknarspili ÍA og sigur ÍA-manna því staðreynd. Lokastaða: 16-11 ÍA er þar með búið að jafna FH að stigum með fjögur stig hvort fyrir sig. Því er ljóst að eina liðið með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir er NOCCO Dusty.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti