Ryder Cup: Evrópa vann fyrstu fjórar viðureignirnar Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. september 2023 10:29 Sepp Straka og Shane Lowry fagna góðu höggi Titilvörn Bandaríkjamanna á Ryder Cup hefst ekki vel. Lið Evrópu vann allar viðureignir í morgun og leiðir 4-0 eftir fyrstu fjórar keppnirnar þar sem spilaður var fjórmenningsleikur í holukeppni. Ryder Cup fer fram um helgina á Marco Simone vellinum í Róm á Ítalíu. Fyrir hádegi í dag var kepptar fjórar viðureignir í fjórmenningi (e. foursome) og eftir hádegi verður keppt í fjórum betri bolta (e. fourball). Á morgun verður sama fyrirkomulag en á sunnudag verður keppt í tvímenningskeppni, alls 28 viðureignir samtals. Racing to the first tee 🏁#RyderCup pic.twitter.com/Xzy7FGfyMt— Ryder Cup (@rydercup) September 29, 2023 Mikil eftirvænting ríkir fyrir mótið sem haldið er annað hvert ár til skiptis í Bandaríkjunum og Evrópu. Sænski kylfingurinn Ludvig Åberg vakti athygli fyrir spilamennsku sína í morgun en hann er að spila í fyrsta skipti á mótinu. Ludvig er aðeins 23 ára gamall en þó ekki yngsti meðlimur í liði Evrópu, Daninn Nicolai Hojgaard leikur í keppninni eftir hádegi, 22 ára að aldri. Á sjöundu holu var spænski kylfingurinn Jon Rahm hársbreidd frá því að setja holu í höggi, en það hefði verið í aðeins sjöunda skipti í sögu mótsins. Jon Rahm was so close to just the SEVENTH hole-in-one in Ryder Cup history 🤯 #RyderCup pic.twitter.com/phe1vfXc6Y— Ryder Cup (@rydercup) September 29, 2023 Þrátt fyrir sannfærandi forystu Evrópuliðsins eftir fyrstu umferð geta hlutirnir breyst fljótt um helgina. Alls þarf 14 stig til að vinna mótið og því nóg eftir í pottinum fyrir lið Bandaríkjanna. Hér má sjá seinni viðureignir dagsins. Keppni hefst á nýjan leik kl. 10:25 á íslenskum tíma. This afternoon's four-ball pairings.@ROLEX | #RyderCup pic.twitter.com/47Rnh2WHDI— Ryder Cup (@rydercup) September 29, 2023 Ryder Cup verður sýndur í beinni útsendingu alla helgina á Vodafone Sport. Ryder-bikarinn Golf Tengdar fréttir Liðin í Ryder-bikarnum fullmönnuð Þjálfarar bæði liðs Evrópu og Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum hafa tilkynnt val sitt á leikmönnum fyrir mótið sem fram fer á Ítalíu í ár. Tæpur mánuður er í að fyrsta höggið í keppninni verði slegið. 6. september 2023 22:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ryder Cup fer fram um helgina á Marco Simone vellinum í Róm á Ítalíu. Fyrir hádegi í dag var kepptar fjórar viðureignir í fjórmenningi (e. foursome) og eftir hádegi verður keppt í fjórum betri bolta (e. fourball). Á morgun verður sama fyrirkomulag en á sunnudag verður keppt í tvímenningskeppni, alls 28 viðureignir samtals. Racing to the first tee 🏁#RyderCup pic.twitter.com/Xzy7FGfyMt— Ryder Cup (@rydercup) September 29, 2023 Mikil eftirvænting ríkir fyrir mótið sem haldið er annað hvert ár til skiptis í Bandaríkjunum og Evrópu. Sænski kylfingurinn Ludvig Åberg vakti athygli fyrir spilamennsku sína í morgun en hann er að spila í fyrsta skipti á mótinu. Ludvig er aðeins 23 ára gamall en þó ekki yngsti meðlimur í liði Evrópu, Daninn Nicolai Hojgaard leikur í keppninni eftir hádegi, 22 ára að aldri. Á sjöundu holu var spænski kylfingurinn Jon Rahm hársbreidd frá því að setja holu í höggi, en það hefði verið í aðeins sjöunda skipti í sögu mótsins. Jon Rahm was so close to just the SEVENTH hole-in-one in Ryder Cup history 🤯 #RyderCup pic.twitter.com/phe1vfXc6Y— Ryder Cup (@rydercup) September 29, 2023 Þrátt fyrir sannfærandi forystu Evrópuliðsins eftir fyrstu umferð geta hlutirnir breyst fljótt um helgina. Alls þarf 14 stig til að vinna mótið og því nóg eftir í pottinum fyrir lið Bandaríkjanna. Hér má sjá seinni viðureignir dagsins. Keppni hefst á nýjan leik kl. 10:25 á íslenskum tíma. This afternoon's four-ball pairings.@ROLEX | #RyderCup pic.twitter.com/47Rnh2WHDI— Ryder Cup (@rydercup) September 29, 2023 Ryder Cup verður sýndur í beinni útsendingu alla helgina á Vodafone Sport.
Ryder-bikarinn Golf Tengdar fréttir Liðin í Ryder-bikarnum fullmönnuð Þjálfarar bæði liðs Evrópu og Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum hafa tilkynnt val sitt á leikmönnum fyrir mótið sem fram fer á Ítalíu í ár. Tæpur mánuður er í að fyrsta höggið í keppninni verði slegið. 6. september 2023 22:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Liðin í Ryder-bikarnum fullmönnuð Þjálfarar bæði liðs Evrópu og Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum hafa tilkynnt val sitt á leikmönnum fyrir mótið sem fram fer á Ítalíu í ár. Tæpur mánuður er í að fyrsta höggið í keppninni verði slegið. 6. september 2023 22:00