Sjokkeraðir eftir sturlað sigurmark: „Það fallegasta í sögu Noregs“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. september 2023 12:30 Moumbagna fagnar og fyrirliðinn Brede Moe trúir vart sínum eigin augum. Skjáskot/Samsett Fótboltaheimurinn á Noregi fór á hliðina í gærkvöld eftir ótrúlegt mark kamerúnska framherjans Faris Moumbagna sem tryggði Bodö/Glimt sæti í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar. Bodö mætti Vålerenga í undanúrslitum bikarkeppninnar í gær en í stöðunni 2-2 skoraði Moumbagna markið umtalaða. Hann kom Bodö 3-2 yfir með magnaðri klippu sem söng í netinu. Bodö bætti við einu marki enn í lokin, vann 4-2 sigur og er komið í bikarúrslit. Liðsfélagar Moumbagna vissu varla hvað á sig stóð veðrið og fórnuðu flestir höndum eftir þetta magnaða mark. Andstæðingarnir gátu þá vart annað en lofað markið einnig. „Ég hef aldrei séð fallegra mark, að ég held,“ segir Christian Borchgrevink, leikmaður Vålerenga. „Það er ekki annað hægt en að taka hatt sinn ofan, en hann er samt hátt með fótinn og þetta er háskaleikur,“ grínaðist þjálfari Vålerenga Geir Bakke eftir leik. HVA I ALLE DAGER? @Glimt pic.twitter.com/MOGnJas5Z7— TV 2 Sport (@tv2sport) September 28, 2023 „Ég vissi ekki að hann gæti þetta. Það var algjörlega sturlað að verða vitni að þessu,“ sagði Kjetil Knutsen, þjálfari Bodö. Jesper Mathisen, sérfræðingur TV2 sem sýndi leikinn, sparaði þá ekki stóru orðin. „Þetta er fallegasta mark sem skorað hefur verið á norskri grundu, nokkurn tímann. Þetta er eitt sjúkasta mark sem ég hef séð á ævinni.“ Moumbagna kom til Bodö frá Kristiansund, félagi Brynjólfs Andersen Willumssonar, fyrir yfirstandandi leiktíð. Hann hefur farið afar vel af stað og skorað 13 mörk í 20 deildarleikjum. Markið má sjá í tístinu að ofan en má einnig sjá á heimasíðu TV2 hér. Norski boltinn Noregur Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Bodö mætti Vålerenga í undanúrslitum bikarkeppninnar í gær en í stöðunni 2-2 skoraði Moumbagna markið umtalaða. Hann kom Bodö 3-2 yfir með magnaðri klippu sem söng í netinu. Bodö bætti við einu marki enn í lokin, vann 4-2 sigur og er komið í bikarúrslit. Liðsfélagar Moumbagna vissu varla hvað á sig stóð veðrið og fórnuðu flestir höndum eftir þetta magnaða mark. Andstæðingarnir gátu þá vart annað en lofað markið einnig. „Ég hef aldrei séð fallegra mark, að ég held,“ segir Christian Borchgrevink, leikmaður Vålerenga. „Það er ekki annað hægt en að taka hatt sinn ofan, en hann er samt hátt með fótinn og þetta er háskaleikur,“ grínaðist þjálfari Vålerenga Geir Bakke eftir leik. HVA I ALLE DAGER? @Glimt pic.twitter.com/MOGnJas5Z7— TV 2 Sport (@tv2sport) September 28, 2023 „Ég vissi ekki að hann gæti þetta. Það var algjörlega sturlað að verða vitni að þessu,“ sagði Kjetil Knutsen, þjálfari Bodö. Jesper Mathisen, sérfræðingur TV2 sem sýndi leikinn, sparaði þá ekki stóru orðin. „Þetta er fallegasta mark sem skorað hefur verið á norskri grundu, nokkurn tímann. Þetta er eitt sjúkasta mark sem ég hef séð á ævinni.“ Moumbagna kom til Bodö frá Kristiansund, félagi Brynjólfs Andersen Willumssonar, fyrir yfirstandandi leiktíð. Hann hefur farið afar vel af stað og skorað 13 mörk í 20 deildarleikjum. Markið má sjá í tístinu að ofan en má einnig sjá á heimasíðu TV2 hér.
Norski boltinn Noregur Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira