Í liði Sevilla er miðvörðurinn Sergio Ramos sem háði marga baráttuna við Xavi á leikmannaferli hans er Ramos var leikmaður Real Madrid, erkifjenda Barcelona. Við hlið hans í vörnina var Portúgalinn Pepe í þónokkur ár en báðir eru þeir þekktir fyrir að vera fastir fyrir og hafa safnað ófáum spjöldum á ferli sínum.
Porto, félag Pepe, er næsti andstæðingur Barcelona eftir Sevilla-leikinn en liðin tvö eigast við Meistaradeildinni eftir helgi.
La pregunta de un periodista de Barcelona a Xavi que ha sorprendido a todos:
— Álvaro Muñoz Gómez (@AlvarooSVQ) September 28, 2023
Periodista: El @FCBarcelona_es se enfrenta a Sergio Ramos, ¿teme por la integridad física de sus jugadores?
Xavi: No, no temo. (riéndose por la pregunta)@SevillaFC pic.twitter.com/vsFeGOBJdd
Xavi var spurður á fundinum hvort hann óttaðist um öryggi leikmanna sinna í næstu tveimur leikjum, mætandi harðjöxlunum tveimur.
Xavi hló að spurningu blaðamanns og var svar hans svo einfalt: „Nei, ég er ekki hræddur.“
Myndskeið af atvikinu má sjá að ofan.