Staðan í hálfleik var 19-17 heimamönnum í vil og var hinn 43 ára Alexander Petterson markahæstur þeirra með þrjú mörk á þeim tímapunkti. Á 53. mínútu var jafn á öllum tölum, 23-23 en þá tóku Valsmenn öll völd á vellinum og lönduðu að lokum fjögurra marka sigri.
Magnús Óli Magnússon fór á kostum og skoraði níu mörk, en næstu menn voru allir með fjögur. Þá var Björgvin Páll Gústavsson frábær í marki Vals og varði 19 skot.
Alls voru þrír leikir á dagskrá í Olís-deild karla í kvöld. Haukur unnu sannfærandi sigur á Víkingum í Víkinni en bæði lið voru aðeins með einn sigur fyrir leik kvöldsins. Össur Haraldsson og Guðmundur Ástþórsson fóru mikinn í liði Hauka, en þeir skoruðu 19 af 33 mörkum liðsins. Lokatölur 21-33.
Á Akureyri eigast við KA og Stjarnan en sá leikur er enn í gangi og verður nánar fjallað um hann á Vísi síðar í kvöld.