Ryder bikarinn: Ósætti innan bandaríska hópsins Siggeir Ævarsson skrifar 30. september 2023 14:20 Patrick Cantlay og Wyndham Clark stilla sér upp fyrir viðureign þeirra við Matt Fitzpatrick og Rory McIlroy. Cantlay er sagður hafa neitað að bera húfu liðsins í mótmælaskyni Vísir/Getty Bandaríkjamenn hafa farið herfilega af stað í Ryder bikarnum en freista þess að rétta hlut sinn í seinni viðureignum dagsins. Til að bætu gráu ofan á svart berast fréttir af ósætti innan hópsins. Patrick Cantlay ku vera ósáttur við að bandarísku kylfingarnir fái ekki greitt fyrir þátttöku sína í mótinu og í mótmælaskyni neitar hann að bera derhúfu liðsins á vellinum en hún er hluti af búningi liðsins. Cantlay er ekki á neinu flæðiskeri staddur en hann þénaði um 15 milljónir dollara í fyrra og er kominn yfir 13 milljónir þetta árið. Þá hafa borist fréttir af því að Cantlay og Xander Schauffele, sem eru nánir vinir, séu ósammála um þessi mál og sitji nú eins langt frá öðrum og þeir geta í búningsklefa liðsins. Seinni umferð dagsins er nú í fullum gangi í Róm og leiða Bandaríkjamenn með fjórum stigum í þeim tveimur viðureignum sem eru lengst komnar en leiknar hafa verið 14 og tólf holur í þeim viðureignum. Morikawa puts USA 6 UP with six to play! #RyderCup pic.twitter.com/8vOCSix6qy— Ryder Cup (@rydercup) September 30, 2023 Evrópuliðin eru aftur á móti í forystu í seinni tveimur viðureignum dagsins en leiða þó aðeins með einu stigi í hvorri viðureign. Fylgjast má með stöðunni í viðureignunum á vefsíðu mótsins. Ryder bikarinn verður sýndur í beinni útsendingu alla helgina á Vodafone Sport. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Patrick Cantlay ku vera ósáttur við að bandarísku kylfingarnir fái ekki greitt fyrir þátttöku sína í mótinu og í mótmælaskyni neitar hann að bera derhúfu liðsins á vellinum en hún er hluti af búningi liðsins. Cantlay er ekki á neinu flæðiskeri staddur en hann þénaði um 15 milljónir dollara í fyrra og er kominn yfir 13 milljónir þetta árið. Þá hafa borist fréttir af því að Cantlay og Xander Schauffele, sem eru nánir vinir, séu ósammála um þessi mál og sitji nú eins langt frá öðrum og þeir geta í búningsklefa liðsins. Seinni umferð dagsins er nú í fullum gangi í Róm og leiða Bandaríkjamenn með fjórum stigum í þeim tveimur viðureignum sem eru lengst komnar en leiknar hafa verið 14 og tólf holur í þeim viðureignum. Morikawa puts USA 6 UP with six to play! #RyderCup pic.twitter.com/8vOCSix6qy— Ryder Cup (@rydercup) September 30, 2023 Evrópuliðin eru aftur á móti í forystu í seinni tveimur viðureignum dagsins en leiða þó aðeins með einu stigi í hvorri viðureign. Fylgjast má með stöðunni í viðureignunum á vefsíðu mótsins. Ryder bikarinn verður sýndur í beinni útsendingu alla helgina á Vodafone Sport.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira