Setja stefnuna á sigur í Bandaríkjunum eftir ansi skrautlegan Ryder Bikar Aron Guðmundsson skrifar 2. október 2023 07:32 Rory í fögnuðinum eftir Ryder-bikar sigurinn Vísir/Getty Úrvalslið Evrópu bar sigur úr býtum gegn Bandaríkjunum í Ryder-bikarnum í golfi um nýliðna helgi á einu skemmtilegasta golfmóti ársins. Bandaríkjamenn áttu titil að verja á mótinu sem reyndist ansi skrautlegt. Ryder-bikarinn fór þetta árið fram í Evrópu, nánar tiltekið í Róm á Ítalíu. Úrvalslið Evrópu leiddi mótið allan tímann og sigldi svo í gær heim 16,5-11,5 sigri. Norður-Írinn Rory McIlroy átti sína bestu frammistöðu í Ryder-bikarnum á ferlinum um helgina og eftir alls konar havarí á mótinu. Þar á meðal rifrildi við einn af kylfusveinum bandaríska liðsins, gat hann leyft sér að fagna vel og innilega er úrslitin voru ljós. A furious Rory McIlroy confronted a Team USA caddie in the car park, after he was spotted waving his cap in McIlroy's face when lining up his final putt on 18 pic.twitter.com/Ha4r5hDsGi— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 30, 2023 „Ég er svo stoltur af því að vera hluti af þessu liði,“ sagði Rory eftir að úrslitin voru ráðin á Ryder-bikarnum. „Að baki er ótrúleg vika með þessum mönnum.“ Fyrir Ryder-bikar ársins hafði úrvalslið Evrópu tapað ansi illa fyrir Bandaríkjunum á þeirra heimavelli árið 2021. Rory segir það hafa verið ofarlega í huga kylfinga fyrir nýafstaðið mót. „Við vorum særðir eftir það mót og við vildum slá frá okkur í ár, sanna fyrir heiminum að sú frammistaða sem við skiluðum af okkur árið 2021 hafi ekki verið okkur eðlislæg. Þetta var stórkostleg frammistaða hjá okkur. Evrópska liðið setur stefnuna á að vinna Bandaríkin í Bandaríkjunum þegar Ryder-bikarinn fer þar fram að tveimur árum liðnum. „Það að vinna Ryder-bikarinn á útivelli er eitt stærsta afrek sem maður getur náð í golfheiminum. Það er það sem við munum gera.“ Ryder-bikarinn Ítalía Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ryder-bikarinn fór þetta árið fram í Evrópu, nánar tiltekið í Róm á Ítalíu. Úrvalslið Evrópu leiddi mótið allan tímann og sigldi svo í gær heim 16,5-11,5 sigri. Norður-Írinn Rory McIlroy átti sína bestu frammistöðu í Ryder-bikarnum á ferlinum um helgina og eftir alls konar havarí á mótinu. Þar á meðal rifrildi við einn af kylfusveinum bandaríska liðsins, gat hann leyft sér að fagna vel og innilega er úrslitin voru ljós. A furious Rory McIlroy confronted a Team USA caddie in the car park, after he was spotted waving his cap in McIlroy's face when lining up his final putt on 18 pic.twitter.com/Ha4r5hDsGi— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 30, 2023 „Ég er svo stoltur af því að vera hluti af þessu liði,“ sagði Rory eftir að úrslitin voru ráðin á Ryder-bikarnum. „Að baki er ótrúleg vika með þessum mönnum.“ Fyrir Ryder-bikar ársins hafði úrvalslið Evrópu tapað ansi illa fyrir Bandaríkjunum á þeirra heimavelli árið 2021. Rory segir það hafa verið ofarlega í huga kylfinga fyrir nýafstaðið mót. „Við vorum særðir eftir það mót og við vildum slá frá okkur í ár, sanna fyrir heiminum að sú frammistaða sem við skiluðum af okkur árið 2021 hafi ekki verið okkur eðlislæg. Þetta var stórkostleg frammistaða hjá okkur. Evrópska liðið setur stefnuna á að vinna Bandaríkin í Bandaríkjunum þegar Ryder-bikarinn fer þar fram að tveimur árum liðnum. „Það að vinna Ryder-bikarinn á útivelli er eitt stærsta afrek sem maður getur náð í golfheiminum. Það er það sem við munum gera.“
Ryder-bikarinn Ítalía Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira