McIlroy segist ekki hafa hitt kylfusveininn eftir derhúfumálið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2023 15:30 Joe LaCava veifaði derhúfu sinni eftir að Patrick Cantley setti niður pútt. Það fór í taugarnar á Rory McIlroy. Rory McIlroy þvertekur fyrir að hafa hitt kylfusvein Patricks Cantley eftir að þeim lenti saman á öðrum keppnisdegi Ryder-bikarsins. McIlroy var ósáttur með þegar Joe LaCava, 68 ára kylfusveinn Cantleys, fagnaði pútti Bandaríkjamannsins vel og innilega. Hann veifaði meðal annars derhúfu sinni sem virtist fara sérstaklega í taugarnar á McIlroy. Eftir keppnisdaginn sáust McIlroy og LaCava munnhöggvast úti á bílaplani. Öryggisvörður gekk á milli áður en liðsfélagi McIlroys, Shane Lowry leiddi hann inn í bíl. Í gær bárust fréttir af því LaCava hefði sett sig í samband við McIlroy til að hreinsa loftið. Aðspurður kannaðist norður-írski kylfingurinn ekkert við það. „Ég hef ekki hitt Joe,“ sagði McIlroy. Þrátt fyrir uppákomuna á laugardaginn var McIlroy í góðum gír í gær þar sem hann sigraði Sam Burns, 3&1, í einliðaleiknum. „Ég lét þetta efla mig og ekki eyðileggja frábæra viku. Ég nýtti mér þetta mér í hag,“ sagði McIlroy um atvikið. McIlroy og félagar hans í evrópska liðinu unnu Ryder-bikarinn örugglega, 16 1/2-11 1/2. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
McIlroy var ósáttur með þegar Joe LaCava, 68 ára kylfusveinn Cantleys, fagnaði pútti Bandaríkjamannsins vel og innilega. Hann veifaði meðal annars derhúfu sinni sem virtist fara sérstaklega í taugarnar á McIlroy. Eftir keppnisdaginn sáust McIlroy og LaCava munnhöggvast úti á bílaplani. Öryggisvörður gekk á milli áður en liðsfélagi McIlroys, Shane Lowry leiddi hann inn í bíl. Í gær bárust fréttir af því LaCava hefði sett sig í samband við McIlroy til að hreinsa loftið. Aðspurður kannaðist norður-írski kylfingurinn ekkert við það. „Ég hef ekki hitt Joe,“ sagði McIlroy. Þrátt fyrir uppákomuna á laugardaginn var McIlroy í góðum gír í gær þar sem hann sigraði Sam Burns, 3&1, í einliðaleiknum. „Ég lét þetta efla mig og ekki eyðileggja frábæra viku. Ég nýtti mér þetta mér í hag,“ sagði McIlroy um atvikið. McIlroy og félagar hans í evrópska liðinu unnu Ryder-bikarinn örugglega, 16 1/2-11 1/2.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira