Valdeflandi og ómáluð Pamela í París Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. október 2023 13:44 Pamela Anderson var áberandi á tískuvikunni í París á sýningum hjá hátískuhönnuðum á borð við Vivienne Westwood og ákvað að sleppa förðuninni alfarið. Arnold Jerocki/Getty Images Stórstjarnan Pamela Anderson hefur vakið athygli á tískuvikunni í París fyrir að sleppa því alfarið að mála sig. Pamela leyfði freknunum að njóta sín og virtist skína sitt allra skærasta ef marka má myndir af henni frá hinum ýmsu tískusýningum. Tískuvikunni lýkur í dag og var Pamela gestur hjá hátískuhönnuðum á borð við Victoria Beckham, Vivienne Westwood og Isabel Marant. Pamela, sem er 56 ára gömul, hefur fengið lof fyrir förðunarleysi sitt sem virðist hafa valdeflt aðrar konur á borð við Jamie Lee Curtis. Pamela á sýningu Victoriu Beckham í París á dögunum.Darren Gerrish/Getty Images for Victoria Beckham Curtis deildi færslu á Instagram þar sem hún skrifar: „Náttúrulega fegurðarbyltingin hefur opinberlega hafist. Pamela Anderson er í miðri tískuviku með svo mikla pressu og þessi kona mætti á svæðið og tók sitt sæti við borðið með ekkert á andlitinu.“ Þá bætir Curtist við að hún sé yfir sig hrifin af þessu hugrakka og uppreisnargjarna skrefi hjá Pamelu. Í athugasemdum við færsluna var meðal annars skrifað að Pamela hefði aldrei litið betur út. Aðrir tóku það fram að förðun geti sömuleiðis verið valdeflandi og það væri frekar við hæfi að fagna því að Pamelu líði vel í eigin skinni. View this post on Instagram A post shared by Jamie Lee Curtis (@jamieleecurtis) Sextugsaldurinn virðist fara vel í Pamelu sem er búin að eiga viðburðaríkt ár. Í janúar sendi hún frá sér heimildarmyndina Pamela, a love story á streymisveitunni Netflix þar sem hún segir sína sögu á sínum forsendum. Kom heimildarmyndin í kjölfar leiknu þáttanna Pam & Tommy um ástarsamband Pamelu og barnsföðurs hennar Tommy Lee, sem komu út í óþökk Pamelu. Tíska og hönnun Frakkland Hollywood Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Tískuvikunni lýkur í dag og var Pamela gestur hjá hátískuhönnuðum á borð við Victoria Beckham, Vivienne Westwood og Isabel Marant. Pamela, sem er 56 ára gömul, hefur fengið lof fyrir förðunarleysi sitt sem virðist hafa valdeflt aðrar konur á borð við Jamie Lee Curtis. Pamela á sýningu Victoriu Beckham í París á dögunum.Darren Gerrish/Getty Images for Victoria Beckham Curtis deildi færslu á Instagram þar sem hún skrifar: „Náttúrulega fegurðarbyltingin hefur opinberlega hafist. Pamela Anderson er í miðri tískuviku með svo mikla pressu og þessi kona mætti á svæðið og tók sitt sæti við borðið með ekkert á andlitinu.“ Þá bætir Curtist við að hún sé yfir sig hrifin af þessu hugrakka og uppreisnargjarna skrefi hjá Pamelu. Í athugasemdum við færsluna var meðal annars skrifað að Pamela hefði aldrei litið betur út. Aðrir tóku það fram að förðun geti sömuleiðis verið valdeflandi og það væri frekar við hæfi að fagna því að Pamelu líði vel í eigin skinni. View this post on Instagram A post shared by Jamie Lee Curtis (@jamieleecurtis) Sextugsaldurinn virðist fara vel í Pamelu sem er búin að eiga viðburðaríkt ár. Í janúar sendi hún frá sér heimildarmyndina Pamela, a love story á streymisveitunni Netflix þar sem hún segir sína sögu á sínum forsendum. Kom heimildarmyndin í kjölfar leiknu þáttanna Pam & Tommy um ástarsamband Pamelu og barnsföðurs hennar Tommy Lee, sem komu út í óþökk Pamelu.
Tíska og hönnun Frakkland Hollywood Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira