Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar Seðlabankans og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, munu fara yfir málin og sitja fyrir svörum.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í mporgun að ákveðið hafi verið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent.
Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan og í vaktinni að neðan. Ef vaktin birtist ekki þá er ráð að endurhlaða síðuna.