Davíð Smári: Liðið var bara orðið að einhverju skrímsli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2023 12:30 Davíð Smári Lamude þjálfaði Kórdrengi í E-, D-, C- og B-deild. Nú fær hann tækifæri til að stýra liði í A-deildinni næsta sumar. Vísir/Diego Davíð Smári Lamude er ný stjarna meðal íslenskra fótboltaþjálfara. Hann kom, eins og flestir vita, Vestra upp í Bestu deildina á dögunum, en þetta er ekki fyrsta liðið sem hann kemur upp um deild. Davíð Smári vakti fyrst athygli sem þjálfari Kórdrengja þegar hann fór upp um þrjár deildir á þremur árum en hann liðið endaði á því að fara alla leið upp í Lengjudeildina. Á árunum 2018 til 2021 þá fór Davíð með liðið því úr fjórðu deild upp í fyrstu deild. Davíð Smári hætti með Kórdrengi eftir síðasta tímabil þar sem liðið endaði í fimmta sæti í Lengjudeildinni eða fimm sætum ofar en Vestri. Kórdrengir lifðu ekki af brotthvarf Davíðs Smára og í mars kom í ljós að Kórdrengir myndu ekki taka þátt á Íslandsmótinu í sumar. Svava Kristín Gretarsdóttir spurði Davíð Smára út í Kórdrengi og hvernig það varð að alvöru liði sem komst alla leið upp í það að keppa um sæti í Bestu deildinni. „Kórdrengir eru í byrjun og í grunninn vinabumduboltalið. Af einhverjum ástæðum þá skráum við okkur í bikarinn og spilum á móti Víkingi úr Reykjavík. Við töpum þeim leik 3-2 og þetta voru strákar sem æfðu aldrei, heldur mættu bara í leikina,“ sagði Davíð Smári. Kórdrengir í bikarleik á móti FH síðasta sumar.Vísir/Diego Myndaðist sigurhefð og trú Hann segir að Kórdrengir hafi unnið utan deildina margoft og þar hafi myndast sigurhefð sem skilaði sér þótt að þeir hafi þar verið enn á mjög lágu plani. „Það myndaðist einhver sigurhefð og trú. Þessi bikarleikur á móti Víkingi gaf okkur eitthvað bragð sem okkur langað í meira af. Eftir þann leik þá var tekin sú ákvörðun að liðið yrði skráð til keppni í deild innan KSÍ. Þar bara byrjaði þetta,“ sagði Davíð. „Á fyrsta ári erum við einu marki frá því að fara strax upp um deild. Á öðru ári förum við upp um deild. Árið eftir það þá vinnum við þá deild og árið eftir það þá vinnum við aðra deildina. Þetta gerðist ofboðslega hratt og ef ég á að vera hreinskilinn, of hratt,“ sagði Davíð. Ekkert grín fyrir tvo eða þrjá að reka félag „Liðið var bara orðið að einhverju skrímsli. Þá er ég að tala um það að það voru ofboðslega fáir að sjá um félagið. Þetta var orðið rosalega þungt og það er ekkert grín fyrir tvo eða þrjá að reka félag í næstefstu deild. Hvað þá félag sem er í toppbaráttu,“ sagði Davíð. Vísir/Diego „Ég er fullur af stolti af því sem gekk á í Kórdrengjum. Hrikalega stoltur af því öllu saman,“ sagði Davíð. Hann segir að menn hafi rætt það hvort að þeir væru að fara of hratt og ættu að reyna að ná meira jafnvægi sem félag eða hafa metnaðinn til þess að keyra alltaf á þetta. „Okkur leið þannig að það væri orðinn gríðarlegur vilji hjá leikmönnum að koma til okkar. Það var út af þessu hugarfari okkar að reyna alltaf að keyra á þetta og vinna deildirnar og þess háttar. Ég held að það hafi verið ástæðan fyrir því að leikmennirnir vildu koma. Ef við færum að vera með einhverjar yfirlýsingar um að við ætlum að reyna að halda velli í deildinni þá hefði félagið ekki fengið þessa leikmenn,“ sagði Davíð. Önnur félög með hærri tilboð en þeir völdu Kórdrengi Davíð Smári ræddi það líka hversu vel gekk að fá þekkt nöfn til Kórdrengja. „Auðvitað eru laun og annað sem spila inn í. Ég get sagt það hér og er ekki að ljúga neinu að það voru stundum stór félög með hærri tilboð í leikmennina en þeir ákváðu samt að koma til okkar. Það er ofboðslega mikið stolt sem það gefur manni að það sé þannig. Það gekk ofboðslega vel að sækja leikmenn,“ sagði Davíð. Vísir/Diego Það var orðrómur um að leikmenn væru að fá svo vel borgað hjá Kórdrengjum og þess vegna hafi þeir valið að fara þangað en Davíð er ekki á því. „Það er ofboðslega erfitt fyrir fólk að trúa því að leikmenn vilji frekar fara í félag sem er með engan völl, ekkert félagsheimili og fáa stuðningsmenn heldur en að fara í stórt félag á höfuðborgarsvæðinu sem er með hefð. Ég held að það sé erfitt fyrir það fólk að trúa því að leikmenn séu að velja það fram yfir sitt félag. Það verður að grípa í eitthvað og það grípur í það að það séu hærri laun,“ sagði Davíð. Erfitt að horfa upp á örlög Kórdrengja „Það má vel vera að það hafi verið í einhverjum tilfellum og að leikmenn hafi fengið betri laun hjá Kórdrengjum. Ég held að það hafi ekki munað svo miklu,“ sagði Davíð Smári. Kórdrengir komust alla leið upp í Lengjudeildina og náðu hæst fjórða sætinu í henni. Svo var liðið lagt niður í vor. Hvernig var það fyrir Davíð að horfa upp á það? „Það var mjög erfitt og ég hefði ekki tekið við Vestraliðinu ef að það væri líklegt að þetta myndi enda svona. Ég viðurkenni það að það var mjög erfitt að það væri lagt niður,“ sagði Davíð. KSÍ var ekki að vinna gegn okkur Davíð er ekki á því að Knattspyrnusamnband Íslands hafi verið að reyna að standa eitthvað í vegi fyrir uppkomu Kórdrengja. „Mín samskipti við KSÍ, varðandi félagið Kórdrengi, hafa alltaf verið góð. Ég upplifði það aldrei en ég upplifði það heldur aldrei að við fengjum neitt án þess að vera að berjast fyrir því,“ sagði Davíð. „Félagið var ekki með heimavöll og við vorum að leita alls staðar. Það má ekki gleyma því að KSÍ á að vera að aðstoða liðin í landinu og ég upplifði það ekki að það væri verið að reyna að hjálpa okkur. Ég get aldrei sagt það að það væri verið að reyna að vinna gegn okkur. Það væri rangt af mér,“ sagði Davíð. Það má horfa á allt viðtalið um Kórdrengjaævintýrið hér fyrir neðan. Klippa: Davíð um tíma sinn hjá Kórdrengjum Vestri Besta deild karla Lengjudeild karla Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Davíð Smári vakti fyrst athygli sem þjálfari Kórdrengja þegar hann fór upp um þrjár deildir á þremur árum en hann liðið endaði á því að fara alla leið upp í Lengjudeildina. Á árunum 2018 til 2021 þá fór Davíð með liðið því úr fjórðu deild upp í fyrstu deild. Davíð Smári hætti með Kórdrengi eftir síðasta tímabil þar sem liðið endaði í fimmta sæti í Lengjudeildinni eða fimm sætum ofar en Vestri. Kórdrengir lifðu ekki af brotthvarf Davíðs Smára og í mars kom í ljós að Kórdrengir myndu ekki taka þátt á Íslandsmótinu í sumar. Svava Kristín Gretarsdóttir spurði Davíð Smára út í Kórdrengi og hvernig það varð að alvöru liði sem komst alla leið upp í það að keppa um sæti í Bestu deildinni. „Kórdrengir eru í byrjun og í grunninn vinabumduboltalið. Af einhverjum ástæðum þá skráum við okkur í bikarinn og spilum á móti Víkingi úr Reykjavík. Við töpum þeim leik 3-2 og þetta voru strákar sem æfðu aldrei, heldur mættu bara í leikina,“ sagði Davíð Smári. Kórdrengir í bikarleik á móti FH síðasta sumar.Vísir/Diego Myndaðist sigurhefð og trú Hann segir að Kórdrengir hafi unnið utan deildina margoft og þar hafi myndast sigurhefð sem skilaði sér þótt að þeir hafi þar verið enn á mjög lágu plani. „Það myndaðist einhver sigurhefð og trú. Þessi bikarleikur á móti Víkingi gaf okkur eitthvað bragð sem okkur langað í meira af. Eftir þann leik þá var tekin sú ákvörðun að liðið yrði skráð til keppni í deild innan KSÍ. Þar bara byrjaði þetta,“ sagði Davíð. „Á fyrsta ári erum við einu marki frá því að fara strax upp um deild. Á öðru ári förum við upp um deild. Árið eftir það þá vinnum við þá deild og árið eftir það þá vinnum við aðra deildina. Þetta gerðist ofboðslega hratt og ef ég á að vera hreinskilinn, of hratt,“ sagði Davíð. Ekkert grín fyrir tvo eða þrjá að reka félag „Liðið var bara orðið að einhverju skrímsli. Þá er ég að tala um það að það voru ofboðslega fáir að sjá um félagið. Þetta var orðið rosalega þungt og það er ekkert grín fyrir tvo eða þrjá að reka félag í næstefstu deild. Hvað þá félag sem er í toppbaráttu,“ sagði Davíð. Vísir/Diego „Ég er fullur af stolti af því sem gekk á í Kórdrengjum. Hrikalega stoltur af því öllu saman,“ sagði Davíð. Hann segir að menn hafi rætt það hvort að þeir væru að fara of hratt og ættu að reyna að ná meira jafnvægi sem félag eða hafa metnaðinn til þess að keyra alltaf á þetta. „Okkur leið þannig að það væri orðinn gríðarlegur vilji hjá leikmönnum að koma til okkar. Það var út af þessu hugarfari okkar að reyna alltaf að keyra á þetta og vinna deildirnar og þess háttar. Ég held að það hafi verið ástæðan fyrir því að leikmennirnir vildu koma. Ef við færum að vera með einhverjar yfirlýsingar um að við ætlum að reyna að halda velli í deildinni þá hefði félagið ekki fengið þessa leikmenn,“ sagði Davíð. Önnur félög með hærri tilboð en þeir völdu Kórdrengi Davíð Smári ræddi það líka hversu vel gekk að fá þekkt nöfn til Kórdrengja. „Auðvitað eru laun og annað sem spila inn í. Ég get sagt það hér og er ekki að ljúga neinu að það voru stundum stór félög með hærri tilboð í leikmennina en þeir ákváðu samt að koma til okkar. Það er ofboðslega mikið stolt sem það gefur manni að það sé þannig. Það gekk ofboðslega vel að sækja leikmenn,“ sagði Davíð. Vísir/Diego Það var orðrómur um að leikmenn væru að fá svo vel borgað hjá Kórdrengjum og þess vegna hafi þeir valið að fara þangað en Davíð er ekki á því. „Það er ofboðslega erfitt fyrir fólk að trúa því að leikmenn vilji frekar fara í félag sem er með engan völl, ekkert félagsheimili og fáa stuðningsmenn heldur en að fara í stórt félag á höfuðborgarsvæðinu sem er með hefð. Ég held að það sé erfitt fyrir það fólk að trúa því að leikmenn séu að velja það fram yfir sitt félag. Það verður að grípa í eitthvað og það grípur í það að það séu hærri laun,“ sagði Davíð. Erfitt að horfa upp á örlög Kórdrengja „Það má vel vera að það hafi verið í einhverjum tilfellum og að leikmenn hafi fengið betri laun hjá Kórdrengjum. Ég held að það hafi ekki munað svo miklu,“ sagði Davíð Smári. Kórdrengir komust alla leið upp í Lengjudeildina og náðu hæst fjórða sætinu í henni. Svo var liðið lagt niður í vor. Hvernig var það fyrir Davíð að horfa upp á það? „Það var mjög erfitt og ég hefði ekki tekið við Vestraliðinu ef að það væri líklegt að þetta myndi enda svona. Ég viðurkenni það að það var mjög erfitt að það væri lagt niður,“ sagði Davíð. KSÍ var ekki að vinna gegn okkur Davíð er ekki á því að Knattspyrnusamnband Íslands hafi verið að reyna að standa eitthvað í vegi fyrir uppkomu Kórdrengja. „Mín samskipti við KSÍ, varðandi félagið Kórdrengi, hafa alltaf verið góð. Ég upplifði það aldrei en ég upplifði það heldur aldrei að við fengjum neitt án þess að vera að berjast fyrir því,“ sagði Davíð. „Félagið var ekki með heimavöll og við vorum að leita alls staðar. Það má ekki gleyma því að KSÍ á að vera að aðstoða liðin í landinu og ég upplifði það ekki að það væri verið að reyna að hjálpa okkur. Ég get aldrei sagt það að það væri verið að reyna að vinna gegn okkur. Það væri rangt af mér,“ sagði Davíð. Það má horfa á allt viðtalið um Kórdrengjaævintýrið hér fyrir neðan. Klippa: Davíð um tíma sinn hjá Kórdrengjum
Vestri Besta deild karla Lengjudeild karla Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti