Stefna á verðhækkun hjá Netflix Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2023 09:11 Bíða á meða að tilkynna hækkunina þar til verkfalli leikara í Hollywood lýkur einnig. AP/Chris Pizzello Forsvarsmenn streymisveitunnar Netflix stefna á að hækka áskriftaverð á næstunni. Verkfalli handritshöfunda lauk nýverið og stendur til að bíða þar til verkfalli leikara lýkur einnig, áður en verðhækkanirnar verða tilkynntar en verið er að skoða að hækka verðið víða um heim. Fyrst stendur þó til að hækka verðið í Norður-Ameríku. Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal en ekki liggur fyrir hve mikið áskriftarverðið á að hækka. Undanfarið ár hefur áskriftarverð streymisveita hækkað um fjórðung þar sem forsvarsmenn streymisveita hafa skipt um gír. Markmiðið er ekki lengur að sanka að sér áskrifendum, heldur að skila hagnaði. Hjá nokkrum streymisveitum hefur sú ákvörðun verið tekin að hækka verð á áskriftum án auglýsinga og bjóða einnig ódýrari áskriftarleiðir með auglýsingum. Forsvarsmenn Warner Bros. Discovery tilkynntu til að mynda í gær að áskriftarverð Discovery+, sem er ekki aðgengilegt á Íslandi, myndi hækka úr 6,99 dölum í 8,99. Ódýrari áskriftarleiðin, með auglýsingum, á áfram að kosta 4,99 dali. Sambærileg skref hafa áður verið tekin hjá Disney, Amazon og Netflix. Sjá einnig: Streymisstríðið tekur stakkaskiptum Hingað til hafa forsvarsmenn Netflix, sem hefur verið eina arðbæra streymisveitan hingað til, ekkert hækkað verð á undanförnu ári. Þess í stað var gripið til þess að reyna að draga úr því að fólk deildi lykilorðum sín á milli og fjölga áskrifendum þannig. Sjá einnig: Elta uppi Netflixsníkla á nýju ári Í frétt WSJ segir að forsvarsmenn Disney, Netflix og Warner Bros. Discovery hafi nýverið sagt að ódýrari áskriftarleið með auglýsingum, hafi reynst arðbærari á hvern notenda en dýrari áskriftarleið án auglýsinga. Víða er verið að skoða að bæta við íþróttum, til að hækka verðið á völdum áskriftarleiðum. Hjá Disney er verið að skoða að bæta við beinu íþróttaútsendingum. Það sama er upp á teningnum hjá Discovery varðandi streymisveituna Max og Apple er að selja útsendingar á viðureignir í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Netflix Amazon Disney Hollywood Apple Neytendur Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal en ekki liggur fyrir hve mikið áskriftarverðið á að hækka. Undanfarið ár hefur áskriftarverð streymisveita hækkað um fjórðung þar sem forsvarsmenn streymisveita hafa skipt um gír. Markmiðið er ekki lengur að sanka að sér áskrifendum, heldur að skila hagnaði. Hjá nokkrum streymisveitum hefur sú ákvörðun verið tekin að hækka verð á áskriftum án auglýsinga og bjóða einnig ódýrari áskriftarleiðir með auglýsingum. Forsvarsmenn Warner Bros. Discovery tilkynntu til að mynda í gær að áskriftarverð Discovery+, sem er ekki aðgengilegt á Íslandi, myndi hækka úr 6,99 dölum í 8,99. Ódýrari áskriftarleiðin, með auglýsingum, á áfram að kosta 4,99 dali. Sambærileg skref hafa áður verið tekin hjá Disney, Amazon og Netflix. Sjá einnig: Streymisstríðið tekur stakkaskiptum Hingað til hafa forsvarsmenn Netflix, sem hefur verið eina arðbæra streymisveitan hingað til, ekkert hækkað verð á undanförnu ári. Þess í stað var gripið til þess að reyna að draga úr því að fólk deildi lykilorðum sín á milli og fjölga áskrifendum þannig. Sjá einnig: Elta uppi Netflixsníkla á nýju ári Í frétt WSJ segir að forsvarsmenn Disney, Netflix og Warner Bros. Discovery hafi nýverið sagt að ódýrari áskriftarleið með auglýsingum, hafi reynst arðbærari á hvern notenda en dýrari áskriftarleið án auglýsinga. Víða er verið að skoða að bæta við íþróttum, til að hækka verðið á völdum áskriftarleiðum. Hjá Disney er verið að skoða að bæta við beinu íþróttaútsendingum. Það sama er upp á teningnum hjá Discovery varðandi streymisveituna Max og Apple er að selja útsendingar á viðureignir í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.
Netflix Amazon Disney Hollywood Apple Neytendur Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira