Hvað gerðist síðast þegar Gylfi Þór spilaði fyrir landsliðið? Aron Guðmundsson skrifar 5. október 2023 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum gegn Dönum á Parken þann 15.nóvember árið 2020. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti fótboltamaður Íslands frá upphafi, hefur á nýjan leik verið valinn í íslenska landsliðið og gæti spilað sinn fyrsta landsleik síðan í nóvember árið 2020 í næstu viku er Ísland mætir Lúxemborg og Liechtenstein hér heima. Gylfi Þór á að baki 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur í þeim leikjum skorað 25 mörk. Hann hefur farið með íslenska landsliðinu á bæði stórmótin sem liðið hefur tryggt sér sæti á, EM 2016 og HM 2018. Það var þann 15. nóvember á því herrans ári 2020 sem Gylfi Þór spilaði síðast landsleik fyrir Ísland. Sá leikur fór fram á Parken og var gegn Dönum í Þjóðadeild UEFA. Gylfi Þór var í byrjunarliði Íslands í leiknum og bar fyrirliðabandið en Ísland lenti undir snemma leiks, nánar tiltekið á 12.mínútu þegar að Christian Eriksen kom Dönum yfir með marki úr vítaspyrnu. Annað mark leiksins lét bíða eftir sér en það kom þó á endanum og þá blessunarlega Íslands megin. Viðar Örn Kjartansson jafnaði leikinn fyrir Ísland með marki á 85.mínútu. Það var hins vegar nægur tími fyrir Dani til þess að komast aftur yfir og aftur var það Christian Eriksen sem var þar á ferðinni og aftur skoraði hann úr vítaspyrnu. Grátlegt 2-1 tap var því niðurstaðan síðast þegar Gylfi Þór Sigurðsson lék með íslenska landsliðinu. „Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur“ Það var í gær sem endurkoma Gylfa Þórs í íslenska landsliðið var staðfest. KSÍ opinberaði landsliðshópinn sem Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands hafði valið fyrir komandi verkefni liðsins í undankeppni EM 2024 í Þýskalandi, leiki gegn Lúxemborg og Liechtenstein hér heima. Åge sagði á blaðamannafundi í gær að hann vilji hafa Gylfa Þór með liðinu þó hann hafi spilað lítið upp á síðkastið með danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Ég vil hafa hann í kringum okkur, hann er okkur mikilvægur. Ég vil koma honum inn í okkar áætlanir með landsliðið. Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur.“ Af hverju þessi langi tími milli leikja? Ástæðan fyrir því að Gylfi Þór hefur ekki leikið landsleik fyrir Íslands hönd síðan í nóvember árið 2020 er helst sú að hann var handtekinn vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi í júlí árið 2021 og sætti löngu farbanni. Rannsóknin stóð alls yfir í 637 daga og hélt Gylfa fjarri knattspyrnuvellinum. Málið hefur nú verið látið niður falla og er Gylfi Þór kominn á fullt í að koma atvinnumannaferli sínum aftur af stað. Hann hefur samið við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby og spilar þar með liðinu undir stjórn íslenska þjálfarans Freys Alexanderssonar sem var einmitt aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu síðast þegar Gylfi Þór spilaði landsleik. Freyr Alexandersson og Erik Hamren mynduðu þjálfarateymi Íslands síðast þegar Gylfi Þór lék með landsliðinuGetty/Salih Zeki Fazlioglu Nú er Gylfi Þór að fara aftur af stað með sinn landsliðsferil og hefur hann greint frá þvi að hann stefni á að slá markamet íslenska landsliðsins sem er í eigu Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Metið stendur í 26 mörkum og þyrfti Gylfi Þór að skora tvö mörk til viðbótar með landsliðinu til þess að slá það. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Gylfi Þór á að baki 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur í þeim leikjum skorað 25 mörk. Hann hefur farið með íslenska landsliðinu á bæði stórmótin sem liðið hefur tryggt sér sæti á, EM 2016 og HM 2018. Það var þann 15. nóvember á því herrans ári 2020 sem Gylfi Þór spilaði síðast landsleik fyrir Ísland. Sá leikur fór fram á Parken og var gegn Dönum í Þjóðadeild UEFA. Gylfi Þór var í byrjunarliði Íslands í leiknum og bar fyrirliðabandið en Ísland lenti undir snemma leiks, nánar tiltekið á 12.mínútu þegar að Christian Eriksen kom Dönum yfir með marki úr vítaspyrnu. Annað mark leiksins lét bíða eftir sér en það kom þó á endanum og þá blessunarlega Íslands megin. Viðar Örn Kjartansson jafnaði leikinn fyrir Ísland með marki á 85.mínútu. Það var hins vegar nægur tími fyrir Dani til þess að komast aftur yfir og aftur var það Christian Eriksen sem var þar á ferðinni og aftur skoraði hann úr vítaspyrnu. Grátlegt 2-1 tap var því niðurstaðan síðast þegar Gylfi Þór Sigurðsson lék með íslenska landsliðinu. „Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur“ Það var í gær sem endurkoma Gylfa Þórs í íslenska landsliðið var staðfest. KSÍ opinberaði landsliðshópinn sem Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands hafði valið fyrir komandi verkefni liðsins í undankeppni EM 2024 í Þýskalandi, leiki gegn Lúxemborg og Liechtenstein hér heima. Åge sagði á blaðamannafundi í gær að hann vilji hafa Gylfa Þór með liðinu þó hann hafi spilað lítið upp á síðkastið með danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Ég vil hafa hann í kringum okkur, hann er okkur mikilvægur. Ég vil koma honum inn í okkar áætlanir með landsliðið. Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur.“ Af hverju þessi langi tími milli leikja? Ástæðan fyrir því að Gylfi Þór hefur ekki leikið landsleik fyrir Íslands hönd síðan í nóvember árið 2020 er helst sú að hann var handtekinn vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi í júlí árið 2021 og sætti löngu farbanni. Rannsóknin stóð alls yfir í 637 daga og hélt Gylfa fjarri knattspyrnuvellinum. Málið hefur nú verið látið niður falla og er Gylfi Þór kominn á fullt í að koma atvinnumannaferli sínum aftur af stað. Hann hefur samið við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby og spilar þar með liðinu undir stjórn íslenska þjálfarans Freys Alexanderssonar sem var einmitt aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu síðast þegar Gylfi Þór spilaði landsleik. Freyr Alexandersson og Erik Hamren mynduðu þjálfarateymi Íslands síðast þegar Gylfi Þór lék með landsliðinuGetty/Salih Zeki Fazlioglu Nú er Gylfi Þór að fara aftur af stað með sinn landsliðsferil og hefur hann greint frá þvi að hann stefni á að slá markamet íslenska landsliðsins sem er í eigu Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Metið stendur í 26 mörkum og þyrfti Gylfi Þór að skora tvö mörk til viðbótar með landsliðinu til þess að slá það.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn