„Þú getur verið feimin og á sama tíma fær um öfgafyllstu tegundir tjáningar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. október 2023 07:00 Huppert á að baki fimmtíu ára kvikmyndaferil þar sem hún hefur leikið í yfir 120 kvikmyndum og fullt af leiksýningum. Vísir/Steingrímur Dúi Hin franska Isabelle Huppert, stórstjarna í evrópskri kvikmyndagerð, er heiðursgestur á Riff í ár. Huppert segir leik sinn byggjast á innsæi og eðlishvöt. Hún er áhugasöm um íslenska kvikmyndagerð og er spennt fyrir því að vinna með íslenskum leikstjóra. Isabelle braust fram á sviðið á áttunda áratugnum og vakti snemma athygli. Það var svo með myndinni Violette Noziere sem hún stimplaði sig almennilega inn í evrópska kvikmyndagerð þegar hún var valin besta leikkonan á Cannes 1978. Blaðamaður Vísis settist niður með Isabelle Huppert og ræddi við hana um leiklistina og ferilinn. Getur ekki verið frjáls nema þú sért sjálfsörugg Í mörgum af þínum þekktustu hlutverkum, Erica í The Piano Teacher, Michele í Elle og Jeanne í La Ceremonie, leikurðu konur sem eru að einhverju leyti óeðlilegar, jafnvel kaldar og grimmar. Hvað er það sem dregur þig að svona konum? „Ég held að þær séu ekki svo kaldar. Og fyrir mér eru þær mjög áhugaverðar og aðlaðandi. Þær eru að reyna að lifa af, að reyna að berjast við ákveðnar aðstæður og eru stundum frekar fyndnar líka, með ákveðinn húmor. Svo er ákveðin fjarlægð við þær. Þannig það eru mjög margar ástæður fyrir því að mér líkar við þær,“ segir Huppert. Paul Verhoeven sagði að það væri ákveðin ráðgáta (e. mystery) falin í leik þínum og að hann hafi aldrei séð leikara eða leikkonu bæta svo miklu við kvikmynd sem var ekki í handritinu. Hvað heldurðu að hann eigi við? „Það er mjög fallegt af honum að segja það. Þegar handritið er mjög vel skrifað og persónan er flókin og með fullt af skuggum og sjónarhornum er ekki erfitt að gera sér hugmynd um það...“ Huppert og Verhoeven unnu bæði til verðlauna á Golden Globes-verðlaunahátíðinni árið 2017.EPA/Mike Nelson Hér truflaði starfsmaður Edition óvart viðtalið þegar hann færði Isabelle vatnsglas svo hún týndi þræðinum. Hún fann hann svo aftur og hélt áfram: „Þú verður að treysta hvaða sögu þú ert að segja og ekki vera hræddur við að kanna möguleika sögunnar og persónunnar. Ég hef eiginlega ekki svar við þessu,“ segir Huppert. „Ég get bara sagt það sem mér finnst þegar ég geri kvikmynd og oftast finnst mér ég vera mjög sjálfsörugg og frjáls. Ég er frjáls af því ég er sjálfsörugg. Ef þú ert ekki sjálfsöruggur geturðu ekki verið frjáls. Þá heldurðu aftur af sjálfum þér og getur ekki gengið eins langt og ég vil gera,“ bætir hún svo við. Í raun ekki hægt að undirbúa sig fyrir hlutverk Þú talar um mikilvægi handrits. Hvað er það sem þú horfir í þegar þú velur þér hlutverk, er það persónan eða handritið eða er það kannski leikstjórinn? „Leikstjórinn fyrst af öllu, hann er mikilvægastur. Án sýnar leikstjórans er mjög erfitt að hafa sjálfstraust,“ segir Isabelle. „En auðvitað horfir maður í heildina svo það er erfitt að segja. Það er líka sagan og handritið og díalógurinn. Ég held að díalógurinn séu mjög mikilvægur og oftast er það í gegnum hann sem leikari tengist hlutverki betur og áþreifanlegar. Vegna þess að það er í gegnum díalóginn sem holdgunin verður til. Það er það sem tengir þig beint við hlutverk,“ segir hún. Eru einhver hlutverk sem þú sérð eftir að hafa ekki tekið ? „Ekki svo ég muni,“ segir hún. Ég las viðtal við þig þar sem leik þínum var lýst eins og þú værir andsetin af persónunni. „Nei, ég er aldrei andsetin af persónunni. Ég veit ekki hvar þú hefur lesið það,“ segir Isabelle óánægð með að vera lýst sem andsetinni. Isabelle Huppert og Michael Haneke hafa gert fjórar myndir saman. Sú þekktasta er The Piano Teacher en hinar eru Time of the Wolf, Amour og Happy End sem kom út 2017.EPA/Sebastian Nogier Hvernig myndirðu lýsa leik þínum? Byggirðu hann á eðlishvöt? „Eðlishvöt er lykilorðið. Það er í raun innsæi og eðlishvöt. Ég held að það sé ekkert sem þú getur séð fyrir. Þetta snýst í raun um að hugsa og þetta er mjög andlegt frekar en praktískt, „Auðvitað getur það stundum verið praktískt, fyrir The Piano Teacher fór ég í píanótíma í næstum heilt ár fyrir myndina af því Michael Haneke vildi að við værum virkilega að spila þó að við værum á endanum döbbuð,“ segir hún. „Það er ekkert sem þú getur séð fyrir eða undirbúið vegna þess að kvikmyndir snúast um augnablik líðandi stundar. Það er akkúrat augnablikið sem þú gerir það, ekki fyrir eða eftir. Það er það sem er spennandi við það. Þú getur verið í vondu skapi, syfjuð, verið að hugsa um eitthvað allt annað þegar myndavélin rúllar og þá allt í einu smellur það og allt kemur saman.“ „Auðvitað kemur fyrsta áþreifanlega skref leiksins í gegnum undirbúning búningsins. Það er það sem færir þér skáldskap þess sem þú ert, búningurinn,“ segir Isabelle. Huppert og Haneke unnu saman í fyrsta skipti þegar þau gerðu Píanókennarann árið 2001. Áhugasamir geta séð myndina á RIFF í dag, föstudag og á morgun. Myndin er ekki fyrir viðkvæma.Skjáskot Gerir ekki greinarmun á leikhúsi og bíói Þú hefur líka leikið mikið á sviði. Á sviðinu ertu ekki bara að leika fyrir myndavélina heldur sal af áhorfendum. „Já, en ég hef aldrei gert neinn mun á sviðsleik og kvikmyndaleik,“ segir hún án þess að hika. „Auðvitað geturðu verið meðvitaður um aðalmuninn á milli þessara tveggja en það felst þó ekki í áhorfendunum. Það er munurinn á einhverju mjög óhlutbundnu, sviðsrýminu og svo kvikmyndarýminu sem er vissulega líka abstrakt en minna óhlutbundið og raunsærra í tíma og rúmi.“ „Leikhús er smíði, þú ert á sviði með takmarkað pláss innan takmarkaðs tíma. En innan þessa ramma og takmarkana geturðu líka verið eins frjáls og mögulegt er. Ég leik eins á sviði og í kvikmyndum,“ segir hún. Huppert hefur á undanförnum árum líka vakið athygli fyrir vaska framgöngu og áhugavert tískuval á rauða dreglinum.EPA/Guillaume Horcajuelo Hvort finnst þér skemmtilegra? „Það er misjafnt. Það er fullt af kvikmyndaleikurum og leikkonum sem segja þér að þau muni aldrei vinna á sviði vegna þess að þau séu of hrædd. Það þýðir það sem það þýðir, segir það sem það segir, það er meira skelfilegt,“ segir hún. Talandi um kvikmyndir, ég las að þú átt tvö kvikmyndahús með syni þínum. „Með fjölskyldu minni, já, sem sonur minn rekur. Við erum með tvö kvikmyndahús, það sem við köllum répertoiries, í París þar sem við sýnum bara klassískar kvikmyndir. Þetta eru tvö klassísk kvikmyndahús sem eru mjög vel þekkt í París,“ segir Isabelle sem fer sjálf mjög mikið í bíó. Áhugasöm um að gera íslenska mynd Þú hefur unnið með mörgum virtum leikstjórum, gerðir fjórar myndir með Haneke og sjö með Chabrol og unnið með mörgum öðrum . Hvaða leikstjóri hefur haft mest áhrif á þig á ferlinum? „Ég myndi ekki tala um áhrif. Ég elskaði að vinna með Chabrol, þetta var yndislegt samstarf en hann hafði ekki beinlínis áhrif á mig. Reyndar hef ég elskað að vinna með flestu fólki sem ég hef unnið með. Ég hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum. En auðvitað er mjög gefandi að vinna með einhverjum eins og Haneke eða Verhoeven,“ segir hún. Claude Chabrol og Isabelle Huppert gerðu sjö myndir saman og voru það í flestum tilvikum mjög safarík hlutverk sem Huppert lék þar.Getty Eru einhverjir leikstjórar sem þú vilt vinna með en hefur ekki unnið með? „Ég hefði ekkert á móti því að vinna með íslenskum leikstjóra. Mér líkar við Baltasar og nokkra aðra. Ég sá mjög flotta mynd um daginn sem heitir Undir trénu. Ég veit ekki hvað leikstjórinn heitir. En þið eigið góða leikstjóra,“ segir Isabelle. Þú hefur leikið í mörgum kvikmyndum sem eru ekki á þínu móðurmáli. Er ekkert erfiðara að leika á öðrum tungumálum. „Nei, ég myndi ekki segja að það væri erfiðara. Það er öðruvísi, það er vissulega öðruvísi. Þú ert aðeins öðruvísi manneskja þegar þú ert ekki að vinna á þínu móðurmáli,“ segir hún. Ævintýri að leika í einu stærsta floppi kvikmyndasögunnar Huppert fór til Hollywood 1981 og lék í vestranum Heaven's Gate eftir Michael Cimino. Hún átti eftir að reynast áhrifamikil af því hún kostaði svo mikið og fékk svo ömurlegar móttökur að hún batt enda á bandarísku nýbylgjuna sem hafði gefið leikstjórum öll völd í Hollywood. Hvernig var upplifunin af því að leika í Heaven's Gate og fá svona vondar móttökur ? „Þetta var ævintýri vegna þess að fáum myndum í bandarískri kvikmyndagerð, jafnvel heimskvikmyndum, hefur verið hafnað jafn harkalega og henni. Svo maður getur ekki talað um þessa mynd án þessarar höfnunar, hún ber þessa fordæmingu með sér. En hún hefur farið í gegnum ákveðið endurmat, sérstaklega í Bandaríkjunum,“ segir Isabelle. Isabelle Huppert lék á móti Kris Kristofferson í Heaven's Gate.MGM „Myndinni var ekki hafnað eins harkalega í Evrópu þó henni hafi ekki gengið vel þar. Nema í Englandi, held ég. Þar var henni vel tekið en annars staðar var þetta allt mjög erfitt. En allavega, myndin er það sem hún er, hún er frábær og hún er meistaraverk. En nú tilheyrir hún goðsögnum kvikmyndagerðar. Kannski mun hún fá ákveðinn költ-status. „Pottþétt, og hefur gert það nú þegar. Meira að segja í Bandaríkjunum. En ég held að Michael Cimino hafi aldrei jafnað sig á þessu,“ segir hún. Bankaði upp á hjá framleiðendum sextán ára Þú brýst snemma inn á sjónarsviðið. Í viðtali við Roger Ebert sagðir þú að þú hafir bankað upp á hjá kvikmyndaframleiðendum þegar þú varst aðeins sextán ára til að fá vinnu. „Ah já, en það er langt síðan. Það var eitthvað eðlilegt þá við að banka bara upp á hjá fólki í leit að vinnu,“ segir hún. Af hverju byrjaðir ðu að leika? „Hvers vegna? Ég hef ekki hugmynd um það. Ég var efnileg. Þú ferð á leiklistarnámskeið og byrjar á námskeiðinu og segir „ó allt í lagi“,“ segir Huppert um það hvernig leiklistin varð fyrir valinu. Isabelle Huppert og Jill Clayburgh fengu báðar verðlaun á Cannes 1978. Huppert fyrir Violette Noziere og Clayburgh fyrir An Unmarried Woman.Getty Hvenær var það sem þú slóst í gegn? „Klárlega þegar ég gerði The Lacemaker. Hún fór til Cannes, var frábær og heppnaðist mjög vel,“ segir Huppert. Sástu á þreifanlegan mun á atvinnutilboðum og hvernig litið var á þig sem leikkonu eftir það ? „Beint eftir þetta gerði ég Violette með Chabrol og fékk verðlaun á Cannes. Ég held að þetta hafi verið svona eðlilegt ferli þegar ein af myndunum manns heppnast svona vel,“ segir hún. „Það er mjög skaðlaust að leika“ Það er mjög áhugaverð tilvitnun í þessu sama viðtali við Ebert þar sem þú sagðir „Hver einasta leikkona er bæði feimin og með sýniþörf (e. exhibitionist).“ „Sagði ég það? Með sýniþörf, nei það held ég ekki. En það er hægt að vera feimin og vera leikkona. Ég held ég hafi ekki sagt exhibitionist. Allt sem maður segir er alltaf örlítið brenglað,“ segir Huppert. Huppert og Bonnaire í La Ceremonie.Youtube „En já þú getur verið mjög mjög feimin og á sama tíma fær um öfgafyllstu tegundir tjáningar. Það er það sem er virkilega spennandi við að vera leikkona. Þú getur verið algjörlega inni í sjálfum þér en samt gert það sem þú vilt. Þá meina ég hvað sem þú vilt innan ramma skáldskaparins. Það er spennandi en maður er líka varinn.“ Varinn? „Það er mjög skaðlaust að leika. Það er ekki eins og þú sért að afhjúpa sjálfan þig, þú ert alltaf á bak við kvikmyndaskjáinn og tjald skáldskaparins,“ segir hún. Huppert lék í Une affaire de femmes árið 1988 og lék þar karakter byggðan á síðustu frönsku konunni sem var tekin af lífi með fallexi.Skjáskot Eru einhverjar kvikmyndir sem þér þykir sérstaklega vænt um? „Nei, ég var svo heppin að vera í svo mörgum myndum þar sem ég gat fundið hlutverk þar sem ég gat sagt eins marga persónulega hluti og ég vildi. Það nær yfir flestar þær myndir sem ég hef verið að gera,“ segir Isabelle Huppert. Það er enn hægt að sjá myndir Huppert á RIFF. The Piano Teacher er sýnd 6. og 8. október og á fyrri sýningunni er sérstakur masterclass með leikkonunni. Síðan er Sidonie in Japan sýnd 6. og 7. október og á fyrri sýningunni verður Huppert með kynningu á myndinni. Bíó og sjónvarp Hollywood RIFF Íslandsvinir Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Isabelle braust fram á sviðið á áttunda áratugnum og vakti snemma athygli. Það var svo með myndinni Violette Noziere sem hún stimplaði sig almennilega inn í evrópska kvikmyndagerð þegar hún var valin besta leikkonan á Cannes 1978. Blaðamaður Vísis settist niður með Isabelle Huppert og ræddi við hana um leiklistina og ferilinn. Getur ekki verið frjáls nema þú sért sjálfsörugg Í mörgum af þínum þekktustu hlutverkum, Erica í The Piano Teacher, Michele í Elle og Jeanne í La Ceremonie, leikurðu konur sem eru að einhverju leyti óeðlilegar, jafnvel kaldar og grimmar. Hvað er það sem dregur þig að svona konum? „Ég held að þær séu ekki svo kaldar. Og fyrir mér eru þær mjög áhugaverðar og aðlaðandi. Þær eru að reyna að lifa af, að reyna að berjast við ákveðnar aðstæður og eru stundum frekar fyndnar líka, með ákveðinn húmor. Svo er ákveðin fjarlægð við þær. Þannig það eru mjög margar ástæður fyrir því að mér líkar við þær,“ segir Huppert. Paul Verhoeven sagði að það væri ákveðin ráðgáta (e. mystery) falin í leik þínum og að hann hafi aldrei séð leikara eða leikkonu bæta svo miklu við kvikmynd sem var ekki í handritinu. Hvað heldurðu að hann eigi við? „Það er mjög fallegt af honum að segja það. Þegar handritið er mjög vel skrifað og persónan er flókin og með fullt af skuggum og sjónarhornum er ekki erfitt að gera sér hugmynd um það...“ Huppert og Verhoeven unnu bæði til verðlauna á Golden Globes-verðlaunahátíðinni árið 2017.EPA/Mike Nelson Hér truflaði starfsmaður Edition óvart viðtalið þegar hann færði Isabelle vatnsglas svo hún týndi þræðinum. Hún fann hann svo aftur og hélt áfram: „Þú verður að treysta hvaða sögu þú ert að segja og ekki vera hræddur við að kanna möguleika sögunnar og persónunnar. Ég hef eiginlega ekki svar við þessu,“ segir Huppert. „Ég get bara sagt það sem mér finnst þegar ég geri kvikmynd og oftast finnst mér ég vera mjög sjálfsörugg og frjáls. Ég er frjáls af því ég er sjálfsörugg. Ef þú ert ekki sjálfsöruggur geturðu ekki verið frjáls. Þá heldurðu aftur af sjálfum þér og getur ekki gengið eins langt og ég vil gera,“ bætir hún svo við. Í raun ekki hægt að undirbúa sig fyrir hlutverk Þú talar um mikilvægi handrits. Hvað er það sem þú horfir í þegar þú velur þér hlutverk, er það persónan eða handritið eða er það kannski leikstjórinn? „Leikstjórinn fyrst af öllu, hann er mikilvægastur. Án sýnar leikstjórans er mjög erfitt að hafa sjálfstraust,“ segir Isabelle. „En auðvitað horfir maður í heildina svo það er erfitt að segja. Það er líka sagan og handritið og díalógurinn. Ég held að díalógurinn séu mjög mikilvægur og oftast er það í gegnum hann sem leikari tengist hlutverki betur og áþreifanlegar. Vegna þess að það er í gegnum díalóginn sem holdgunin verður til. Það er það sem tengir þig beint við hlutverk,“ segir hún. Eru einhver hlutverk sem þú sérð eftir að hafa ekki tekið ? „Ekki svo ég muni,“ segir hún. Ég las viðtal við þig þar sem leik þínum var lýst eins og þú værir andsetin af persónunni. „Nei, ég er aldrei andsetin af persónunni. Ég veit ekki hvar þú hefur lesið það,“ segir Isabelle óánægð með að vera lýst sem andsetinni. Isabelle Huppert og Michael Haneke hafa gert fjórar myndir saman. Sú þekktasta er The Piano Teacher en hinar eru Time of the Wolf, Amour og Happy End sem kom út 2017.EPA/Sebastian Nogier Hvernig myndirðu lýsa leik þínum? Byggirðu hann á eðlishvöt? „Eðlishvöt er lykilorðið. Það er í raun innsæi og eðlishvöt. Ég held að það sé ekkert sem þú getur séð fyrir. Þetta snýst í raun um að hugsa og þetta er mjög andlegt frekar en praktískt, „Auðvitað getur það stundum verið praktískt, fyrir The Piano Teacher fór ég í píanótíma í næstum heilt ár fyrir myndina af því Michael Haneke vildi að við værum virkilega að spila þó að við værum á endanum döbbuð,“ segir hún. „Það er ekkert sem þú getur séð fyrir eða undirbúið vegna þess að kvikmyndir snúast um augnablik líðandi stundar. Það er akkúrat augnablikið sem þú gerir það, ekki fyrir eða eftir. Það er það sem er spennandi við það. Þú getur verið í vondu skapi, syfjuð, verið að hugsa um eitthvað allt annað þegar myndavélin rúllar og þá allt í einu smellur það og allt kemur saman.“ „Auðvitað kemur fyrsta áþreifanlega skref leiksins í gegnum undirbúning búningsins. Það er það sem færir þér skáldskap þess sem þú ert, búningurinn,“ segir Isabelle. Huppert og Haneke unnu saman í fyrsta skipti þegar þau gerðu Píanókennarann árið 2001. Áhugasamir geta séð myndina á RIFF í dag, föstudag og á morgun. Myndin er ekki fyrir viðkvæma.Skjáskot Gerir ekki greinarmun á leikhúsi og bíói Þú hefur líka leikið mikið á sviði. Á sviðinu ertu ekki bara að leika fyrir myndavélina heldur sal af áhorfendum. „Já, en ég hef aldrei gert neinn mun á sviðsleik og kvikmyndaleik,“ segir hún án þess að hika. „Auðvitað geturðu verið meðvitaður um aðalmuninn á milli þessara tveggja en það felst þó ekki í áhorfendunum. Það er munurinn á einhverju mjög óhlutbundnu, sviðsrýminu og svo kvikmyndarýminu sem er vissulega líka abstrakt en minna óhlutbundið og raunsærra í tíma og rúmi.“ „Leikhús er smíði, þú ert á sviði með takmarkað pláss innan takmarkaðs tíma. En innan þessa ramma og takmarkana geturðu líka verið eins frjáls og mögulegt er. Ég leik eins á sviði og í kvikmyndum,“ segir hún. Huppert hefur á undanförnum árum líka vakið athygli fyrir vaska framgöngu og áhugavert tískuval á rauða dreglinum.EPA/Guillaume Horcajuelo Hvort finnst þér skemmtilegra? „Það er misjafnt. Það er fullt af kvikmyndaleikurum og leikkonum sem segja þér að þau muni aldrei vinna á sviði vegna þess að þau séu of hrædd. Það þýðir það sem það þýðir, segir það sem það segir, það er meira skelfilegt,“ segir hún. Talandi um kvikmyndir, ég las að þú átt tvö kvikmyndahús með syni þínum. „Með fjölskyldu minni, já, sem sonur minn rekur. Við erum með tvö kvikmyndahús, það sem við köllum répertoiries, í París þar sem við sýnum bara klassískar kvikmyndir. Þetta eru tvö klassísk kvikmyndahús sem eru mjög vel þekkt í París,“ segir Isabelle sem fer sjálf mjög mikið í bíó. Áhugasöm um að gera íslenska mynd Þú hefur unnið með mörgum virtum leikstjórum, gerðir fjórar myndir með Haneke og sjö með Chabrol og unnið með mörgum öðrum . Hvaða leikstjóri hefur haft mest áhrif á þig á ferlinum? „Ég myndi ekki tala um áhrif. Ég elskaði að vinna með Chabrol, þetta var yndislegt samstarf en hann hafði ekki beinlínis áhrif á mig. Reyndar hef ég elskað að vinna með flestu fólki sem ég hef unnið með. Ég hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum. En auðvitað er mjög gefandi að vinna með einhverjum eins og Haneke eða Verhoeven,“ segir hún. Claude Chabrol og Isabelle Huppert gerðu sjö myndir saman og voru það í flestum tilvikum mjög safarík hlutverk sem Huppert lék þar.Getty Eru einhverjir leikstjórar sem þú vilt vinna með en hefur ekki unnið með? „Ég hefði ekkert á móti því að vinna með íslenskum leikstjóra. Mér líkar við Baltasar og nokkra aðra. Ég sá mjög flotta mynd um daginn sem heitir Undir trénu. Ég veit ekki hvað leikstjórinn heitir. En þið eigið góða leikstjóra,“ segir Isabelle. Þú hefur leikið í mörgum kvikmyndum sem eru ekki á þínu móðurmáli. Er ekkert erfiðara að leika á öðrum tungumálum. „Nei, ég myndi ekki segja að það væri erfiðara. Það er öðruvísi, það er vissulega öðruvísi. Þú ert aðeins öðruvísi manneskja þegar þú ert ekki að vinna á þínu móðurmáli,“ segir hún. Ævintýri að leika í einu stærsta floppi kvikmyndasögunnar Huppert fór til Hollywood 1981 og lék í vestranum Heaven's Gate eftir Michael Cimino. Hún átti eftir að reynast áhrifamikil af því hún kostaði svo mikið og fékk svo ömurlegar móttökur að hún batt enda á bandarísku nýbylgjuna sem hafði gefið leikstjórum öll völd í Hollywood. Hvernig var upplifunin af því að leika í Heaven's Gate og fá svona vondar móttökur ? „Þetta var ævintýri vegna þess að fáum myndum í bandarískri kvikmyndagerð, jafnvel heimskvikmyndum, hefur verið hafnað jafn harkalega og henni. Svo maður getur ekki talað um þessa mynd án þessarar höfnunar, hún ber þessa fordæmingu með sér. En hún hefur farið í gegnum ákveðið endurmat, sérstaklega í Bandaríkjunum,“ segir Isabelle. Isabelle Huppert lék á móti Kris Kristofferson í Heaven's Gate.MGM „Myndinni var ekki hafnað eins harkalega í Evrópu þó henni hafi ekki gengið vel þar. Nema í Englandi, held ég. Þar var henni vel tekið en annars staðar var þetta allt mjög erfitt. En allavega, myndin er það sem hún er, hún er frábær og hún er meistaraverk. En nú tilheyrir hún goðsögnum kvikmyndagerðar. Kannski mun hún fá ákveðinn költ-status. „Pottþétt, og hefur gert það nú þegar. Meira að segja í Bandaríkjunum. En ég held að Michael Cimino hafi aldrei jafnað sig á þessu,“ segir hún. Bankaði upp á hjá framleiðendum sextán ára Þú brýst snemma inn á sjónarsviðið. Í viðtali við Roger Ebert sagðir þú að þú hafir bankað upp á hjá kvikmyndaframleiðendum þegar þú varst aðeins sextán ára til að fá vinnu. „Ah já, en það er langt síðan. Það var eitthvað eðlilegt þá við að banka bara upp á hjá fólki í leit að vinnu,“ segir hún. Af hverju byrjaðir ðu að leika? „Hvers vegna? Ég hef ekki hugmynd um það. Ég var efnileg. Þú ferð á leiklistarnámskeið og byrjar á námskeiðinu og segir „ó allt í lagi“,“ segir Huppert um það hvernig leiklistin varð fyrir valinu. Isabelle Huppert og Jill Clayburgh fengu báðar verðlaun á Cannes 1978. Huppert fyrir Violette Noziere og Clayburgh fyrir An Unmarried Woman.Getty Hvenær var það sem þú slóst í gegn? „Klárlega þegar ég gerði The Lacemaker. Hún fór til Cannes, var frábær og heppnaðist mjög vel,“ segir Huppert. Sástu á þreifanlegan mun á atvinnutilboðum og hvernig litið var á þig sem leikkonu eftir það ? „Beint eftir þetta gerði ég Violette með Chabrol og fékk verðlaun á Cannes. Ég held að þetta hafi verið svona eðlilegt ferli þegar ein af myndunum manns heppnast svona vel,“ segir hún. „Það er mjög skaðlaust að leika“ Það er mjög áhugaverð tilvitnun í þessu sama viðtali við Ebert þar sem þú sagðir „Hver einasta leikkona er bæði feimin og með sýniþörf (e. exhibitionist).“ „Sagði ég það? Með sýniþörf, nei það held ég ekki. En það er hægt að vera feimin og vera leikkona. Ég held ég hafi ekki sagt exhibitionist. Allt sem maður segir er alltaf örlítið brenglað,“ segir Huppert. Huppert og Bonnaire í La Ceremonie.Youtube „En já þú getur verið mjög mjög feimin og á sama tíma fær um öfgafyllstu tegundir tjáningar. Það er það sem er virkilega spennandi við að vera leikkona. Þú getur verið algjörlega inni í sjálfum þér en samt gert það sem þú vilt. Þá meina ég hvað sem þú vilt innan ramma skáldskaparins. Það er spennandi en maður er líka varinn.“ Varinn? „Það er mjög skaðlaust að leika. Það er ekki eins og þú sért að afhjúpa sjálfan þig, þú ert alltaf á bak við kvikmyndaskjáinn og tjald skáldskaparins,“ segir hún. Huppert lék í Une affaire de femmes árið 1988 og lék þar karakter byggðan á síðustu frönsku konunni sem var tekin af lífi með fallexi.Skjáskot Eru einhverjar kvikmyndir sem þér þykir sérstaklega vænt um? „Nei, ég var svo heppin að vera í svo mörgum myndum þar sem ég gat fundið hlutverk þar sem ég gat sagt eins marga persónulega hluti og ég vildi. Það nær yfir flestar þær myndir sem ég hef verið að gera,“ segir Isabelle Huppert. Það er enn hægt að sjá myndir Huppert á RIFF. The Piano Teacher er sýnd 6. og 8. október og á fyrri sýningunni er sérstakur masterclass með leikkonunni. Síðan er Sidonie in Japan sýnd 6. og 7. október og á fyrri sýningunni verður Huppert með kynningu á myndinni.
Bíó og sjónvarp Hollywood RIFF Íslandsvinir Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira