Neytendur

Mjólk í drykknum en ekki merkingu

Lovísa Arnardóttir skrifar
Drykkurinn inniheldur mjólk en er ekki merktur þannig.
Drykkurinn inniheldur mjólk en er ekki merktur þannig. Mynd/MAST

Drykkurinn HELL ICE Coffee Coconut hefur verið innkallaður. Mjólk var ekki merkt sem innihaldsefni, en er eitt þeirra. 

Matvælastofnun varar neytendur sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir mjólk við drykknum HELL ICE Coffee Coconut vegna þess að hann er vanmerktur. Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að drykkurinn innihaldi mjólk en að það komi ekki fram á merkingum vegna óleyfislegs tungumáls.

Fyrirtækið Max Import ehf. hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) innkallað vöruna og endurmerkt.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:

Vörumerki: Hell Energy

Vöruheiti: Hell Ice Coffee Coconut

Framleiðandi: Hell Energy

Innflytjandi: Max Import

Framleiðsluland: Ungverjaland

Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 15.12.23

Geymsluskilyrði: þarf ekki að geyma í kæli

Dreifing: Krónan, Orkan, Extra, Sbarro, 10-11






Fleiri fréttir

Sjá meira


×