Ætla að svara fyrir tapið gegn Lúxemborg: „Viljum sýna að þetta var slys“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. október 2023 22:45 Arnór Ingvi Traustason segir að allir í íslenska liðinu vilji svara fyrir tapið gegn Lúxemborg fyrir rúmum mánuði síðan. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Lúxemborg í forkeppni EM 2024 á Laugardalsvelli á föstudaginn. Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason segir að liðið vilji svara fyrir tapið gegn Lúxemborg fyrir rúmum mánuði síðan. Arnór er leikmaður Íslendingaliðs Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og segir hann að síðustu vikur hafi mátt hafa verið betri með félagsliði sínu. „Þær hafa verið ekki jafn góðar miðað við hverju við bjuggumst við. Við vorum á góðu skriði í ágúst og markmiðið var sett á að ná þessu fjórða sæti sem hefði gefið okkur Evrópusæti, en það er að fjarlægjast með hverjum leiknum. Við þurfum bara einhvernveginn að sætta okkur við það og klára þessa fjóra leiki sem eftir eru með höfuðið hátt,“ sagði Arnór í dag. Þrátt fyrir að gengið hjá félagsliðinu hafi ekki verið nógu gott undanfarið segist Arnór þó vera að mæta í toppstandi til leiks í komandi landsliðsverkefni. „Ég er góður. Ég er bara „fit“ og í góðu formi og allt það. Ég var í banni í síðasta leik en eins og ég segi er ég í góðu standi.“ Hann segir það einnig gott að koma heim til móts við landsliðið, skipta aðeins um gír og einbeita sér að landsliðinu í staðin fyrir að félagsliðinu. „Það er mjög gott að hitta strákana og koma í aðeins annað umhverfi og einhvernveginn annan fókus. Maður líður alltaf vel þegar maður hittir á landsliðið og það hlakkar í manni. Sérstaklega eftir svona törn eins og við erum búnir að vera að ganga í gegnum með félagsliðinu.“ „Þurfum að hysja upp um okkur buxurnar og vinna Lúxemborg hérna heima“ Eins og áður segir mætir íslenska liðið Lúxemborg á föstudaginn, en íslensku strákarnir máttu þola 3-1 tap er liðið heimsótti Lúxemborg fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Íslenska liðið svaraði tapinu þó með sigri gegn Bosníu nokkrum dögum síðar, en staða Íslands í riðlinum er ekki góð þar sem liðið er með sex stig í næst neðsta sæti eftir sex leiki. „Staðan er náttúrulega, eins og allir sjá, mjög erfið. Ég held að við þurfum að vinna alla leikina og þá er einhver stærfræðilegur möguleiki eftir. En við þurfum líka bara að hugsa til þess að það eru einhverjir leikir í mars líka þannig að við þurfum bara að taka einn leik í einu. Við eigum Lúxemborg næst og við þurfum bara að vinna þann leik og svo sjáum við til.“ Hann segir að íslenska liðið vilji svara fyrir tapið gegn Lúxemborg í síðasta mánuði. „Já alveg klárlega. Og það er það sem við ætlum að gera. Það er hefndarhugur í okkur og við viljum sýna að við erum betri en þetta og þetta var slys.“ Hann bætir einnig við að stemningin í hópnum sé góð og að allir innan hans vilji leiðrétta tapið gegn Lúxemborg. „Við þurfum bara að hysja upp um okkur buxurnar og vinna Lúxemborg hérna heima.“ Innkoma Gylfa og Arons jákvæð Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur í landsliðið eftir rúmlega tveggja ára fjarveru eftir að hann var handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Mál hans hefur síðan verið látið niður falla, en Aron Einar Gunnarsson er einnig að snúa aftur eftir meiðsli og Arnór segir það jákvætt að fá þessa reynslubolta aftur í liðið. „Það er mjög gott og gefur hópnum rosalega mikið. Við erum með ung lið og það gefur hópnum rosalega mikið að sjá menn eins og Gylfa og Aron vera að koma inn aftur. Ég held að það gefi okkur „boost“ og að menn leggji enn harðar að sér,“ sagði Arnór að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Fleiri fréttir HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Sjá meira
Arnór er leikmaður Íslendingaliðs Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og segir hann að síðustu vikur hafi mátt hafa verið betri með félagsliði sínu. „Þær hafa verið ekki jafn góðar miðað við hverju við bjuggumst við. Við vorum á góðu skriði í ágúst og markmiðið var sett á að ná þessu fjórða sæti sem hefði gefið okkur Evrópusæti, en það er að fjarlægjast með hverjum leiknum. Við þurfum bara einhvernveginn að sætta okkur við það og klára þessa fjóra leiki sem eftir eru með höfuðið hátt,“ sagði Arnór í dag. Þrátt fyrir að gengið hjá félagsliðinu hafi ekki verið nógu gott undanfarið segist Arnór þó vera að mæta í toppstandi til leiks í komandi landsliðsverkefni. „Ég er góður. Ég er bara „fit“ og í góðu formi og allt það. Ég var í banni í síðasta leik en eins og ég segi er ég í góðu standi.“ Hann segir það einnig gott að koma heim til móts við landsliðið, skipta aðeins um gír og einbeita sér að landsliðinu í staðin fyrir að félagsliðinu. „Það er mjög gott að hitta strákana og koma í aðeins annað umhverfi og einhvernveginn annan fókus. Maður líður alltaf vel þegar maður hittir á landsliðið og það hlakkar í manni. Sérstaklega eftir svona törn eins og við erum búnir að vera að ganga í gegnum með félagsliðinu.“ „Þurfum að hysja upp um okkur buxurnar og vinna Lúxemborg hérna heima“ Eins og áður segir mætir íslenska liðið Lúxemborg á föstudaginn, en íslensku strákarnir máttu þola 3-1 tap er liðið heimsótti Lúxemborg fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Íslenska liðið svaraði tapinu þó með sigri gegn Bosníu nokkrum dögum síðar, en staða Íslands í riðlinum er ekki góð þar sem liðið er með sex stig í næst neðsta sæti eftir sex leiki. „Staðan er náttúrulega, eins og allir sjá, mjög erfið. Ég held að við þurfum að vinna alla leikina og þá er einhver stærfræðilegur möguleiki eftir. En við þurfum líka bara að hugsa til þess að það eru einhverjir leikir í mars líka þannig að við þurfum bara að taka einn leik í einu. Við eigum Lúxemborg næst og við þurfum bara að vinna þann leik og svo sjáum við til.“ Hann segir að íslenska liðið vilji svara fyrir tapið gegn Lúxemborg í síðasta mánuði. „Já alveg klárlega. Og það er það sem við ætlum að gera. Það er hefndarhugur í okkur og við viljum sýna að við erum betri en þetta og þetta var slys.“ Hann bætir einnig við að stemningin í hópnum sé góð og að allir innan hans vilji leiðrétta tapið gegn Lúxemborg. „Við þurfum bara að hysja upp um okkur buxurnar og vinna Lúxemborg hérna heima.“ Innkoma Gylfa og Arons jákvæð Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur í landsliðið eftir rúmlega tveggja ára fjarveru eftir að hann var handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Mál hans hefur síðan verið látið niður falla, en Aron Einar Gunnarsson er einnig að snúa aftur eftir meiðsli og Arnór segir það jákvætt að fá þessa reynslubolta aftur í liðið. „Það er mjög gott og gefur hópnum rosalega mikið. Við erum með ung lið og það gefur hópnum rosalega mikið að sjá menn eins og Gylfa og Aron vera að koma inn aftur. Ég held að það gefi okkur „boost“ og að menn leggji enn harðar að sér,“ sagði Arnór að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Fleiri fréttir HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Sjá meira