„Ég get ekki kvartað yfir neinu“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2023 15:00 Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með íslenska landsliðinu VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ísak Bergmann Jóhannesson kemur fullur sjálfstrausts inn í verkefni með íslenska landsliðinu eftir að hafa fótað sig vel í þýsku B-deildinni með Fortuna Dusseldorf. „Þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum þaðarna í Dusseldorf," segir Ísak Bergmann sem í sumar fór á láni til þýska liðsins. „Ég er búinn að koma mér inn í liðið og hef fengið að spila ótrúlega mikið. Lagt slatta upp af mörkum og langar að fara skora fyrsta markið. Það hefur gengið vel hjá liðinu en við misstum leik niður í jafntefli í síðasta leik. Ég get ekki kvartað yfir neinu. Það hefur gengið mjög vel.“ Ísland á fyrir höndum tvo mikilvæga heimaleiki í undankeppni EM 2024 gegn Lúxemborg og Liechtenstein. Það breytir miklu fyrir Ísak Bergmann að vera spila reglulega nú þegar hann kemur til móts við landsliðið. „Já algjörlega. Maður þekkir það sem fótboltamaður hversu mikið meira skemmtilegra það er að koma inn í landsleikina þegar að maður hefur verið að spila mikið. Þá skiptir það einnig miklu máli upp á flæðið hjá manni. Það að spila reglulega með sínu félagsliði eykur líkurnar á því að maður fái að spila með landsliðinu. Ég er mjög ánægður með að vera spila hverja helgi úti með mínu félagi. Vonandi fæ ég traustið hérna með landsliðinu.“ Hann er spenntur fyrir heimaleikjunum tveimur sem framundan eru hjá íslenska landsliðinu. „Gaman að koma aftur til Íslands og vonandi náum við í sex stig. Þessi riðill hefur verið upp og niður hjá okkur. Höfum reyndar náð fram afar sterkum frammistöðum hér heima á Laugardalsvelli en átt erfiðari kafla í útileikjunum. Við komum bara fullir sjálfstrausts inn í þetta miðað við frammistöður okkar hér heima.“ Stóru fréttirnar varðandi landsliðið þessi dægrin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðið. „Þetta hefur gríðarlega góð áhrif á hópinn," segir Ísak Bergmann um endurkomu Gylfa Þórs. „Sérstaklega okkur ungu strákana. Að læra af honum. Hann býr yfir miklum gæðum og er líklegast besti landsliðsmaðurinn sem við höfum nokkurn tímann átt.“ Viðtalið við Ísak Bergmann í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Ísak Bergmann kemur fullur sjálfstraust inn í landsliðsverkefnið Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
„Þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum þaðarna í Dusseldorf," segir Ísak Bergmann sem í sumar fór á láni til þýska liðsins. „Ég er búinn að koma mér inn í liðið og hef fengið að spila ótrúlega mikið. Lagt slatta upp af mörkum og langar að fara skora fyrsta markið. Það hefur gengið vel hjá liðinu en við misstum leik niður í jafntefli í síðasta leik. Ég get ekki kvartað yfir neinu. Það hefur gengið mjög vel.“ Ísland á fyrir höndum tvo mikilvæga heimaleiki í undankeppni EM 2024 gegn Lúxemborg og Liechtenstein. Það breytir miklu fyrir Ísak Bergmann að vera spila reglulega nú þegar hann kemur til móts við landsliðið. „Já algjörlega. Maður þekkir það sem fótboltamaður hversu mikið meira skemmtilegra það er að koma inn í landsleikina þegar að maður hefur verið að spila mikið. Þá skiptir það einnig miklu máli upp á flæðið hjá manni. Það að spila reglulega með sínu félagsliði eykur líkurnar á því að maður fái að spila með landsliðinu. Ég er mjög ánægður með að vera spila hverja helgi úti með mínu félagi. Vonandi fæ ég traustið hérna með landsliðinu.“ Hann er spenntur fyrir heimaleikjunum tveimur sem framundan eru hjá íslenska landsliðinu. „Gaman að koma aftur til Íslands og vonandi náum við í sex stig. Þessi riðill hefur verið upp og niður hjá okkur. Höfum reyndar náð fram afar sterkum frammistöðum hér heima á Laugardalsvelli en átt erfiðari kafla í útileikjunum. Við komum bara fullir sjálfstrausts inn í þetta miðað við frammistöður okkar hér heima.“ Stóru fréttirnar varðandi landsliðið þessi dægrin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðið. „Þetta hefur gríðarlega góð áhrif á hópinn," segir Ísak Bergmann um endurkomu Gylfa Þórs. „Sérstaklega okkur ungu strákana. Að læra af honum. Hann býr yfir miklum gæðum og er líklegast besti landsliðsmaðurinn sem við höfum nokkurn tímann átt.“ Viðtalið við Ísak Bergmann í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Ísak Bergmann kemur fullur sjálfstraust inn í landsliðsverkefnið
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira