Ívar Ásgrímsson: Mun bjartsýnni en fyrir viku Gunnar Gunnarsson skrifar 12. október 2023 22:47 Ívar Ásgrímsson er þjálfari Breiðabliks. Vísir/Bára Dröfn Ívar Ásgrímsson, þjálfari liðs Breiðabliks í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, lýsti ánægju með framfarir síns liðs í annarri umferð tímabilsins þótt liðið tapaði 80-73 fyrir Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Í fyrstu umferðinni steinlá liðið gegn Haukum, 83-127 á heimavelli. „Ég var ánægður með framfarirnar í liðinu og baráttuna. Ég hefði viljað taka þennan leik í lokin. Mér fannst við vera með yfirhöndina í þriðja leikhluta og meginhluta fjórða en okkur vantaði herslumuninn í lokin. Kannski vorum við orðnir þreyttir í lokin. Það vantaði í liðið og stóri maðurinn okkar (Micheal Steadman) var orðinn þreyttur. Hann er ekki kominn í nógu gott form en ég var ánægður með hann og verð það ef hann sígur áfram svona upp. Við erum enn á undirbúningstímabilinu því við fengum leikmennina seint inn og lendum svo í meiðslum. Við breyttum töluverðu frá leiknum gegn Haukum sem var gríðarlega lélegur leikur. Kannski var ágætt að fá kjaftshögg strax í byrjun. Þetta var fyrsta skrefið og svo þurfum við að taka þau næstu. Ég er mun bjartsýnni en fyrir viku og held við getum farið að vinna leiki,“ sagði Ívar eftir leikinn. Yngri leikmennirnir kveiktu í varnarleiknum Höttur fór mun betur af stað og virtist vera með ágæt tök á leiknum um miðjan annan leikhluta. Eftir það datt botninn úr leik heimaliðsins. Hvorugt liðið hitti vel og þess vegna komust Blikar ekki yfir fyrr en liðið var á þriðja leikhluta. Gestirnir voru einu stigi yfir þegar fjórði leikhluti hófst og voru með frumkvæðið fyrstu mínúturnar en síðan snéru Hattarmenn taflinu við. „Sóknarleikurinn var ekki frábær í leiknum. Menn brenndu af opnum færum á báða bóga. Það lá fyrir að liðið sem myndi hitta í lokin ynni. Höttur setti nokkra stóra þrista í lokin og það kláraði leikinn.“ Ljósasti punkturinn í frekar döprum leik var innkoma yngri leikmanna Breiðabliks. „Höttur byrjaði mjög vel og hittu vel. Vörnin okkar var slök. Við vorum ekki nógu grimmir þannig að þeir fengu opin þriggja stiga skot hvað eftir annað. Vörnin lagaðist þegar ég skipti inn á. Ungu strákarnir settu kraft í varnarleikinn og eftir það var hann að mestu leyti mjög góður. Þetta eru strákar sem eru aldir upp við að geta unnið leiki og titla í yngri flokkum. Þeir eru mjög góðir en ungir og þurfa sinn tíma.“ Tvær vikur í Snorra Í lið Breiðabliks vantaði í kvöld þá Snorra Vignisson og Guillhermo Sánchez. „Við söknuðum Snorra mikið. Hann hefur verið góður á undirbúningstímabilinu. Hann reif vöðva í kálfa og kemur varla fyrr en eftir 2-3 vikur. Kiki var veikur. Okkur hefði vantaði hann til að geta skipt inn. Ég var ánægður með Hjalta (Stein Jóhannesson) sem kom inn í staðinn. Hann átti glimrandi leik.“ Everage Lee Richardson var stigahæstur á vellinum í kvöld, skoraði 22 stig fyrir Breiðablik. Hann fór úr lið á fingri um miðjan annan leikhluta, um það leyti sem staðan var verst fyrir Blika, en var kippt í liðinn af sjúkraþjálfara Hattar. „Við þökkum honum fyrir að bjarga okkur. Everage er jaxl, hann vildi halda strax áfram. Hann var mjög góður í seinni hálfleik. Það sýndi að við vorum farnir að opna sóknarleikinn fyrir hann. Sóknin var honum lokuð í síðasta leik. Við eigum Keith (Jordan) enn inni en hann er að gera fullt af góðum hlutum, spilar vörn og tekur fráköst en við þurfum að fá hann inn í sóknina.“ Subway-deild karla Breiðablik Höttur Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Hattarmenn búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
„Ég var ánægður með framfarirnar í liðinu og baráttuna. Ég hefði viljað taka þennan leik í lokin. Mér fannst við vera með yfirhöndina í þriðja leikhluta og meginhluta fjórða en okkur vantaði herslumuninn í lokin. Kannski vorum við orðnir þreyttir í lokin. Það vantaði í liðið og stóri maðurinn okkar (Micheal Steadman) var orðinn þreyttur. Hann er ekki kominn í nógu gott form en ég var ánægður með hann og verð það ef hann sígur áfram svona upp. Við erum enn á undirbúningstímabilinu því við fengum leikmennina seint inn og lendum svo í meiðslum. Við breyttum töluverðu frá leiknum gegn Haukum sem var gríðarlega lélegur leikur. Kannski var ágætt að fá kjaftshögg strax í byrjun. Þetta var fyrsta skrefið og svo þurfum við að taka þau næstu. Ég er mun bjartsýnni en fyrir viku og held við getum farið að vinna leiki,“ sagði Ívar eftir leikinn. Yngri leikmennirnir kveiktu í varnarleiknum Höttur fór mun betur af stað og virtist vera með ágæt tök á leiknum um miðjan annan leikhluta. Eftir það datt botninn úr leik heimaliðsins. Hvorugt liðið hitti vel og þess vegna komust Blikar ekki yfir fyrr en liðið var á þriðja leikhluta. Gestirnir voru einu stigi yfir þegar fjórði leikhluti hófst og voru með frumkvæðið fyrstu mínúturnar en síðan snéru Hattarmenn taflinu við. „Sóknarleikurinn var ekki frábær í leiknum. Menn brenndu af opnum færum á báða bóga. Það lá fyrir að liðið sem myndi hitta í lokin ynni. Höttur setti nokkra stóra þrista í lokin og það kláraði leikinn.“ Ljósasti punkturinn í frekar döprum leik var innkoma yngri leikmanna Breiðabliks. „Höttur byrjaði mjög vel og hittu vel. Vörnin okkar var slök. Við vorum ekki nógu grimmir þannig að þeir fengu opin þriggja stiga skot hvað eftir annað. Vörnin lagaðist þegar ég skipti inn á. Ungu strákarnir settu kraft í varnarleikinn og eftir það var hann að mestu leyti mjög góður. Þetta eru strákar sem eru aldir upp við að geta unnið leiki og titla í yngri flokkum. Þeir eru mjög góðir en ungir og þurfa sinn tíma.“ Tvær vikur í Snorra Í lið Breiðabliks vantaði í kvöld þá Snorra Vignisson og Guillhermo Sánchez. „Við söknuðum Snorra mikið. Hann hefur verið góður á undirbúningstímabilinu. Hann reif vöðva í kálfa og kemur varla fyrr en eftir 2-3 vikur. Kiki var veikur. Okkur hefði vantaði hann til að geta skipt inn. Ég var ánægður með Hjalta (Stein Jóhannesson) sem kom inn í staðinn. Hann átti glimrandi leik.“ Everage Lee Richardson var stigahæstur á vellinum í kvöld, skoraði 22 stig fyrir Breiðablik. Hann fór úr lið á fingri um miðjan annan leikhluta, um það leyti sem staðan var verst fyrir Blika, en var kippt í liðinn af sjúkraþjálfara Hattar. „Við þökkum honum fyrir að bjarga okkur. Everage er jaxl, hann vildi halda strax áfram. Hann var mjög góður í seinni hálfleik. Það sýndi að við vorum farnir að opna sóknarleikinn fyrir hann. Sóknin var honum lokuð í síðasta leik. Við eigum Keith (Jordan) enn inni en hann er að gera fullt af góðum hlutum, spilar vörn og tekur fráköst en við þurfum að fá hann inn í sóknina.“
Subway-deild karla Breiðablik Höttur Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Hattarmenn búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Hattarmenn búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02