Robertson fór meiddur af velli í leik Skotlands og Spánar í undankeppni EM í gær.
Robertson suffers shoulder injury https://t.co/8EsOuzu3QU #lfc
— LFC Online (@Liverpool) October 12, 2023
Þessi 29 ára gamli bakvörður fór af velli fyrir hálfleik eftir að hafa meiðst á öxl. Þetta leit ekki vel út og gætu því verið alvarleg meiðsli.
„Við verðum að skoða þetta betur en hann fer aftur til félagsins síns núna,“ sagði Steve Clarke, þjálfari skoska landsliðsins eftir leikinn.
„Þetta virðist alltaf gerast þegar við erum búnir að missa mann úr stöðu. Við missum Kieran [Tierney] og þá meiðist Andy á öxl,“ sagði Clarke.
„Við þurfum að bíða og sjá með alvarleika meiðslanna. Vonandi getur hann spilað fyrir félagið sitt sem fyrst og verður síðan klár með okkur aftur í nóvember,“ sagði Clarke.
Skotum nægði jafntefli á móti Spáni til að tryggja sér sæti á EM 2024 en mun komast á mótið ef Norðmenn vinna ekki Spánverja á heimavelli á sunnudaginn.
Robertson missir af vináttulandsleik Skota og Frakka á þriðjudaginn kemur og er ekki líklegur til að spila nágrannaslag Liverpool og Everton 21. október næstkomandi.