Fótbolti

Ronaldo: Ég á enn mikið eftir

Dagur Lárusson skrifar
Ronaldo í leiknum í gær.
Ronaldo í leiknum í gær. Vísir/Getty

Cristiano Ronaldo, leikmaður Portúgal og Al-Nassr, segir að hann sé ekki nálægt því að hætta að spila fyrir landsliðið.

Ronaldo skoraði tvisvar fyrir Portúal í sigri liðsins gegn Slóvakíu í gær en leikurinn endaði 3-2 en liðin eru með Íslandi í riðli í undankeppni EM 2024. Ronaldo mætti í viðtöl eftir leik þar sem hann talaði um framtíð sína.

„Ég vona að ég muni spila á EM 2024 og ég held að ég muni gera það þar sem ég á enn mikið eftir. Ég vona að ég muni ekki vera að glíma við meiðsli og ég vonast til þess að spila,“ byrjaði Ronaldo að segja.

„Ég yfirgaf Portúgal þegar ég var ungur en Portúgal mun samt alltaf verið staðurinn þar sem ég á heima. Þeir styðja mig og okkur á hverjum einasta velli í Portúgal og því verða stuðningsmennirnir að vera verðlaunaðir fyrir stuðning sinn,“ endaði Ronaldo að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×