Ármann varð í gærkvöldi fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Ljósleiðaradeildarmeisturum NOCCO Dusty.
Með sigrinum lyfti Ármann sér upp á topp deildarinnar og á leið sinni þangað henti liðið í frábær tilþrif er liðið hreinsaði til gegn NOCCO Dusty.
Ármann kom sér þar með í 14-10 og vann að lokum góðan sigur 16-13, en tilþrifin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.