Úrslitakeppni á milli bestu liða sögunnar í Körfuboltakvöldi í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 12:00 Byrjunarliðið sem KR-ingar stilltu upp tímabilið 2008 til 2009. S2 Sport Hvað er besta lið sögunnar síðan úrslitakeppni karla í körfubolta var tekin upp 1984? Því ætla sérfræðingarnir í Körfuboltakvöldi að komast að í þáttunum í vetur. Fyrsta viðureignin er farin í gang. „Við erum að fara í úrslitakeppni því á þessu tímabili í Subway Körfuboltakvöldi því við ætlum að velja besta körfuboltalið sögunnar eða frá því að úrslitakeppnin hófst,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Í kvöld mætast tvö lið í átta liða úrslitum. KR 2009 gegn Grindavík 2012. Þetta fer þannig fram strákar að þið rífist, það er dómnefnd en síðan ætlum við líka að hafa kosningu á Twitter. Það er helmingsvægi á því,“ sagði Stefán Árni. „Við ætlum ekki að rífast. Við erum sammála,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Ég ætla að vona að þið séuð ekki sammála því þið voruð í báðum liðunum,“ sagði Stefán Árni. Hef ekki horft á þessar klippur í töluverðan tíma Helgi Már Magnússon lék með KR 2009 en Ómar Sævarsson lék með Grindavík 2012. Þeir voru sérfræðingarnir í þættinum um helgina. „Við erum með betra lið. Við erum með Geitina (Jón Arnór Stefánsson). Við erum með þrususterkt lið og mjög vel samsett lið,“ sagði Helgi Már og á meðan voru sýndar svipmyndir af KR liðinu frá 2009. „Ég hef ekki horft á þessar klippur í töluverðan tíma,“ sagði Helgi Már en hélt svo áfram: „Við fengum Kobba (Jakob Örn Sigurðarson) og Jón heim. Svo ertu með ungan og kraftmikinn Fannar Ólafsson. Þarna er hann í standi. Svo vorum við með hann Jason Dourisseau sem var toppmaður og frábær leikmaður. Hann spilaði í mörg, mörg ár í Hollandi,“ sagði Helgi. KR vann titilinn í oddaleik eftir mikla spennu og mikla dramtík í lokin. Klippa: Körfuboltakvöld: KR 2009 vs Grindavík 2012 Hræðslan við að tapa var orðin svo mikil „Ég man varla eftir þessum leik. Ég var alveg fárveikur. Hef aldrei verið svona veikur á ævinni. Það var dælt í mig einhverju drasli til að ég gæti spilað. Kobbi var líka ælandi en hann átti alveg stjörnuleik,“ sagði Helgi. „Auðvitað var stress. Við vorum einu skoti frá því að klúðra þessu. Það var búið að krýna okkur meistara í ágúst. Pressan sem var á þessu liði að vinna var gígantísk. Talandi ekki um þegar við höktum pínu. Hræðslan við að tapa var orðin svo mikil. Að vera komnir 2-1 undir á móti Grindavík og ná að snúa því við segir mikið um karakterinn í þessu liði,“ sagði Helgi. „Það hefði margir koðnað að ganga inn í Þjóðhátíðina sem var í gangi í Grindavík,“ sagði Helgi. „Ég er alveg sammála því að þetta er hörku lið. Þrír af þessum strákum eru strákar sem ég er búinn að spila á móti síðan ég var tíu ára. 1982-árgangurinn,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. En hvað með Grindavíkurliðið frá 2012. Byrjunarlið Grindavíkur frá 2012.S2 Sport Mikið af vöðvum í þessu liði „Það er mikið af vöðvum í þessu liði. Þetta er þungt lið. Grindavík gerði vel fyrir þetta tímabil að fá leikmenn í liðið. Þeir fengu Sigurð Gunnar Þorsteinsson í liðið og fengu Jóhann Árna (Ólafsson). Fyrir voru Páll Axel, Þorleifur, Óli Óla og ég,“ sagði Ómar. „Bæði þessi lið eru með Íslendinga sem eru landsliðsmenn, hafa spilað marga landsleiki og fyrir Íslands hönd. Bæði þessi lið eru því með rosalega sterkan íslenskan kjarna,“ sagði Ómar. „Helsti munurinn er að þetta ár, 2012, þá eru leyfðir tveir kanar. Við erum með tvo kana og einn Evrópumann. Við erum þarna með J'Nathan Bullock sem er algjört skrímsli. Síðan er Giordan Watson sem var stigahæsti maðurinn í deildinni árið á undan en ákvað að einbeita sér að því að stýra leiknum. Svo er Ryan Pettinella einn vöðvaðasti leikmaður sem hefur komið til Íslands,“ sagði Ómar. Hér fyrir ofan má sjá Helga og Ómar rökræða það enn frekar hvort liðið var betra. Hér fyrir neðan má sjá könnun á Twitter síðu Subway Körfuboltakvölds þar sem fólk getur kosið um hvort þessara liða komist áfram í undanúrslitin. Atkvæðin þar mun vega helming á móti atkvæðum sérstakar dómnefndar. Í síðasta þætti var til umræðu hvort liðið væri betra. Hver er þín skoðun á hvort liðið heldur áfram í undanúrslit?— Subway Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) October 16, 2023 Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR Grindavík Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
„Við erum að fara í úrslitakeppni því á þessu tímabili í Subway Körfuboltakvöldi því við ætlum að velja besta körfuboltalið sögunnar eða frá því að úrslitakeppnin hófst,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Í kvöld mætast tvö lið í átta liða úrslitum. KR 2009 gegn Grindavík 2012. Þetta fer þannig fram strákar að þið rífist, það er dómnefnd en síðan ætlum við líka að hafa kosningu á Twitter. Það er helmingsvægi á því,“ sagði Stefán Árni. „Við ætlum ekki að rífast. Við erum sammála,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Ég ætla að vona að þið séuð ekki sammála því þið voruð í báðum liðunum,“ sagði Stefán Árni. Hef ekki horft á þessar klippur í töluverðan tíma Helgi Már Magnússon lék með KR 2009 en Ómar Sævarsson lék með Grindavík 2012. Þeir voru sérfræðingarnir í þættinum um helgina. „Við erum með betra lið. Við erum með Geitina (Jón Arnór Stefánsson). Við erum með þrususterkt lið og mjög vel samsett lið,“ sagði Helgi Már og á meðan voru sýndar svipmyndir af KR liðinu frá 2009. „Ég hef ekki horft á þessar klippur í töluverðan tíma,“ sagði Helgi Már en hélt svo áfram: „Við fengum Kobba (Jakob Örn Sigurðarson) og Jón heim. Svo ertu með ungan og kraftmikinn Fannar Ólafsson. Þarna er hann í standi. Svo vorum við með hann Jason Dourisseau sem var toppmaður og frábær leikmaður. Hann spilaði í mörg, mörg ár í Hollandi,“ sagði Helgi. KR vann titilinn í oddaleik eftir mikla spennu og mikla dramtík í lokin. Klippa: Körfuboltakvöld: KR 2009 vs Grindavík 2012 Hræðslan við að tapa var orðin svo mikil „Ég man varla eftir þessum leik. Ég var alveg fárveikur. Hef aldrei verið svona veikur á ævinni. Það var dælt í mig einhverju drasli til að ég gæti spilað. Kobbi var líka ælandi en hann átti alveg stjörnuleik,“ sagði Helgi. „Auðvitað var stress. Við vorum einu skoti frá því að klúðra þessu. Það var búið að krýna okkur meistara í ágúst. Pressan sem var á þessu liði að vinna var gígantísk. Talandi ekki um þegar við höktum pínu. Hræðslan við að tapa var orðin svo mikil. Að vera komnir 2-1 undir á móti Grindavík og ná að snúa því við segir mikið um karakterinn í þessu liði,“ sagði Helgi. „Það hefði margir koðnað að ganga inn í Þjóðhátíðina sem var í gangi í Grindavík,“ sagði Helgi. „Ég er alveg sammála því að þetta er hörku lið. Þrír af þessum strákum eru strákar sem ég er búinn að spila á móti síðan ég var tíu ára. 1982-árgangurinn,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. En hvað með Grindavíkurliðið frá 2012. Byrjunarlið Grindavíkur frá 2012.S2 Sport Mikið af vöðvum í þessu liði „Það er mikið af vöðvum í þessu liði. Þetta er þungt lið. Grindavík gerði vel fyrir þetta tímabil að fá leikmenn í liðið. Þeir fengu Sigurð Gunnar Þorsteinsson í liðið og fengu Jóhann Árna (Ólafsson). Fyrir voru Páll Axel, Þorleifur, Óli Óla og ég,“ sagði Ómar. „Bæði þessi lið eru með Íslendinga sem eru landsliðsmenn, hafa spilað marga landsleiki og fyrir Íslands hönd. Bæði þessi lið eru því með rosalega sterkan íslenskan kjarna,“ sagði Ómar. „Helsti munurinn er að þetta ár, 2012, þá eru leyfðir tveir kanar. Við erum með tvo kana og einn Evrópumann. Við erum þarna með J'Nathan Bullock sem er algjört skrímsli. Síðan er Giordan Watson sem var stigahæsti maðurinn í deildinni árið á undan en ákvað að einbeita sér að því að stýra leiknum. Svo er Ryan Pettinella einn vöðvaðasti leikmaður sem hefur komið til Íslands,“ sagði Ómar. Hér fyrir ofan má sjá Helga og Ómar rökræða það enn frekar hvort liðið var betra. Hér fyrir neðan má sjá könnun á Twitter síðu Subway Körfuboltakvölds þar sem fólk getur kosið um hvort þessara liða komist áfram í undanúrslitin. Atkvæðin þar mun vega helming á móti atkvæðum sérstakar dómnefndar. Í síðasta þætti var til umræðu hvort liðið væri betra. Hver er þín skoðun á hvort liðið heldur áfram í undanúrslit?— Subway Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) October 16, 2023
Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR Grindavík Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti