Guðrún Arnardóttir skoraði er lið hennar Rosengård tryggði sæti sitt með sigri í umspilsleik í gær og dróst sænska liðið í A-riðil, líkt og Benfica frá Portúgal, sem Svava Rós Guðmundsdóttir leikur með. Þar verður því Íslendingaslagur. Evrópumeistarar Barcelona og Frankfurt eru einnig í riðlinum.
Natasha Anasi í liði Brann dróst í B-riðil með Lyon og St. Pölten sem sló Valskonur út í umspilinu um sæti í riðlakeppninni. Slavia Prag, sem sló Val út á því stigi keppninnar í fyrra, er einnig í B-riðli.
Glódís Perla Viggósdóttir og lið hennar Bayern Munchen er í C-riðlinum, líkt og Paris Saint-Germain sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir er samningsbundin. Berglind er hins vegar í barneignarleyfi sem stendur.
Eina enska liðið sem eftir er í keppninni eru Englandsmeistarar Chelsea sem drógust í D-riðil með Real Madrid, Hacken og Paris FC.
A-riðill
Barcelona
Rosengård
Benfica
Eintracht Frankfurt
B-riðill
Lyon
Slavia Prague
St. Pölten
SK Brann
C-riðill
Bayern München
PSG
Roma
Ajax
D-riðill
Chelsea
Real Madrid
BK Häcken
Paris FC