FH batt enda á sigurgöngu Ármanns Dagur Lárusson skrifar 24. október 2023 22:31 FH-ingar hrósuðu sigri. FH gerði sér lítið fyrir og batt enda á sigurgöngu Ármanns í Ljósleiðaradeildinni í kvöld. Leikurinn fór fram á Anubis. Ármann hóf leikinn betur í sókninni og sigruðu skammbyssulotuna en FH voru þó fljótir að svara fyrir sig og jöfnuðu leikinn í 1-1. Ármann náðu yfirhöndinni í byrjun leiks og komust í stöðuna 1-4. Sókn Ármanns náði að viðhalda forskotinu í fyrri hálfleik en FH fylgdu þeim þó fast á eftir og eftir tólf lotur var staðan 5-7. FH-ingurinn Mozar7 átti stórleik á Vappanum sínum, en hann var með 15 fellur í hálfleik. Þrátt fyrir velgengni Mozar7 tókst FH ekki að sigra fleiri lotur í fyrri hálfleik og Ármann fóru því með forystuna inn í hálfleik. Staðan í hálfleik 5-10 FH-ingar höfðu brekku að brölta í seinni hálfleik með 5 lotu mismun í Ármann en þó byrjuðu FH seinni hálfleikinn hárrétt og sigruðu skammbyussulotuna. FH-ingurinn Wzrd leiddi liðið sitt á sigurbraut í seinni hálfleik og FH-ingar jöfnuðu leikinn í 10-10. Við tóku æsispennandi lokalotur þar sem liðin deildu sigrum með sér sitt á hvað. FH-ingar náðu loksins forystunni í stöðunni 14-13. Ármann fundu ekki sigurleiðir sínar að nýju og FH-ingar sigldu burt með sigurinn. Lokatölur: 16-13 Eftir ótrúlegan viðsnúning á Anubis bæta FH-ingar við sig stigum og sitja enn í 5. sæti, nú með 8 stig. Ármann þurfa að sætta sig við sitt annað tap á tímabilinu og eru nú komnir í fjórða sæti deildarinnar. Rafíþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn
Leikurinn fór fram á Anubis. Ármann hóf leikinn betur í sókninni og sigruðu skammbyssulotuna en FH voru þó fljótir að svara fyrir sig og jöfnuðu leikinn í 1-1. Ármann náðu yfirhöndinni í byrjun leiks og komust í stöðuna 1-4. Sókn Ármanns náði að viðhalda forskotinu í fyrri hálfleik en FH fylgdu þeim þó fast á eftir og eftir tólf lotur var staðan 5-7. FH-ingurinn Mozar7 átti stórleik á Vappanum sínum, en hann var með 15 fellur í hálfleik. Þrátt fyrir velgengni Mozar7 tókst FH ekki að sigra fleiri lotur í fyrri hálfleik og Ármann fóru því með forystuna inn í hálfleik. Staðan í hálfleik 5-10 FH-ingar höfðu brekku að brölta í seinni hálfleik með 5 lotu mismun í Ármann en þó byrjuðu FH seinni hálfleikinn hárrétt og sigruðu skammbyussulotuna. FH-ingurinn Wzrd leiddi liðið sitt á sigurbraut í seinni hálfleik og FH-ingar jöfnuðu leikinn í 10-10. Við tóku æsispennandi lokalotur þar sem liðin deildu sigrum með sér sitt á hvað. FH-ingar náðu loksins forystunni í stöðunni 14-13. Ármann fundu ekki sigurleiðir sínar að nýju og FH-ingar sigldu burt með sigurinn. Lokatölur: 16-13 Eftir ótrúlegan viðsnúning á Anubis bæta FH-ingar við sig stigum og sitja enn í 5. sæti, nú með 8 stig. Ármann þurfa að sætta sig við sitt annað tap á tímabilinu og eru nú komnir í fjórða sæti deildarinnar.
Rafíþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn