WZRD og félagar í FH unnu virkilega sterkan sigur gegn Ármanni í gærkvöldi og bundu þar með enda á sigurgöngu liðsins. FH-ingar sitja nú í 5. sæti með 8 stig,en Ármann þurfti að sætta sig við sitt annað tap á tímabilinu og liðið situr nú í 4. sæti deildarinnar.
FH-ingar, með WZRD í fararbroddi, snéru leiknum við á ótrúlegan hátt gegn Ármanni í gær og voru 10-5 undir í hálfleik. WZRD sýndi hins vegar frábæra takta er hann galdraði fram sigur í 20. lotu og jafnaði metin í 10-10, en lokatölur urðu 16-13, FH í vil.
Tilþrif WZRD má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.