Forsetinn og ráðherra mættu í afmæli Reynis Péturs Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. október 2023 21:31 Það fór vel á með forseta Íslands og Reynir Pétri og Hanný Maríu, sambýliskonu hans á Sólheimum í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikill fögnuður á Sólheimum í Grímsnesi í dag þegar styttan af Reyni Pétri Ingvarssyni, göngugarpi úr Íslandsgöngunni kom heim eftir að hafa verið á flækingi, nú síðast í Grænlandi. Þá var 75 ára afmælisdegi Reynis Péturs líka fagnað en meðal viðstaddra var forseti Íslands, dómsmálaráðherra og Ómar Ragnarsson. Það voru allir í hátíðaskapi á Sólheimum þegar styttan af Reyni Pétri var afhjúpuð af honum og forseta Íslands við mikinn fögnuð viðstaddra en hún var búin til í tengslum við Íslandsgöngu Reynis Péturs fyrir 38 árum þegar hann gekk hringinn í kringum landið 1985, alls 1.417 kílómetra. En Reynir Pétur á líka afmæli í dag, er 75 ára og því var fagnað vel, hann fékk meðal annars staf í afmælisgjöf. Ríkey Ingimundardóttir, listakona, sem gerði styttuna af Reyni Pétri á sínum tíma. Hún er ánægð að styttan sé komin á Sólheima.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég fylgdist með honum eins og alþjóð þegar hann gekk hringveginn fyrstur manna. Safnaði fé til að byggja hér íþróttahús en gerðu svo miklu meira en það, vakti um leiða athygli á góðum málstað. Ýtti við samfélaginu og vakti okkur til vitundar um það að í svona öflugu samfélagi eins og við viljum búa í á allt fólk sitt pláss og allir eiga þann rétt að sýna hvað í þeim býr sjálfum sér og öðrum til heilla,” segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Reynir Pétur og Guðni við styttuna góðu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkur ávörp voru haldin í tilefni dagsins, meðal annars af dómsmálaráðherra og Ómari Ragnarssyni, sem gerði Íslandsgöngunni góð skil í fréttum á sínum tíma. Þá spilaði Reynir Pétur á munnhörpuna sína fyrir gesti. „Ég kem hingað að verða fjögurra ára og ég á mörg áhugamál. Það er mjög gott og ég ólst upp hér,” segir Reynir Pétur, afmælisbarn dagsins. Lionsmenn í klúbbnum Ægi færðu Reyni Pétri blómvönd í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Reynir Pétur fékk að sjálfsögðu afmælissöng frá Sólheimakórnum. Eftir dagskrá dagsins var boðið upp á glæsilegt afmæliskaffi í boði Sólheima. Heimilisfólkið var æst í að fá mynd af sér með forseta Íslands og að sjálfsögðu var það ekkert mál.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tímamót Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Það voru allir í hátíðaskapi á Sólheimum þegar styttan af Reyni Pétri var afhjúpuð af honum og forseta Íslands við mikinn fögnuð viðstaddra en hún var búin til í tengslum við Íslandsgöngu Reynis Péturs fyrir 38 árum þegar hann gekk hringinn í kringum landið 1985, alls 1.417 kílómetra. En Reynir Pétur á líka afmæli í dag, er 75 ára og því var fagnað vel, hann fékk meðal annars staf í afmælisgjöf. Ríkey Ingimundardóttir, listakona, sem gerði styttuna af Reyni Pétri á sínum tíma. Hún er ánægð að styttan sé komin á Sólheima.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég fylgdist með honum eins og alþjóð þegar hann gekk hringveginn fyrstur manna. Safnaði fé til að byggja hér íþróttahús en gerðu svo miklu meira en það, vakti um leiða athygli á góðum málstað. Ýtti við samfélaginu og vakti okkur til vitundar um það að í svona öflugu samfélagi eins og við viljum búa í á allt fólk sitt pláss og allir eiga þann rétt að sýna hvað í þeim býr sjálfum sér og öðrum til heilla,” segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Reynir Pétur og Guðni við styttuna góðu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkur ávörp voru haldin í tilefni dagsins, meðal annars af dómsmálaráðherra og Ómari Ragnarssyni, sem gerði Íslandsgöngunni góð skil í fréttum á sínum tíma. Þá spilaði Reynir Pétur á munnhörpuna sína fyrir gesti. „Ég kem hingað að verða fjögurra ára og ég á mörg áhugamál. Það er mjög gott og ég ólst upp hér,” segir Reynir Pétur, afmælisbarn dagsins. Lionsmenn í klúbbnum Ægi færðu Reyni Pétri blómvönd í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Reynir Pétur fékk að sjálfsögðu afmælissöng frá Sólheimakórnum. Eftir dagskrá dagsins var boðið upp á glæsilegt afmæliskaffi í boði Sólheima. Heimilisfólkið var æst í að fá mynd af sér með forseta Íslands og að sjálfsögðu var það ekkert mál.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tímamót Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira