María Þóris opnar sig: Ég þurfti að þola mikið skítkast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2023 12:01 María Þórisdóttir sést hér með norska landsliðinu á Evrópumótinu afdrifaríka sumarið 2022. EPA-EFE/VINCENT MIGNOTT Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir er komin aftur inn í norska landsliðið en hún var tekin inn í hópinn fyrir þennan landsleikjaglugga. María ræddi þessa endurkomu sína við fréttamann norska ríkisútvarpsins og var mjög sátt með það að vera aftur í landsliðinu. María spilar nú með Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni en þangað kom hún frá Manchester United í haust. Eins og krakki á jólunum „Ég var eins og krakki á jólunum þegar ég frétti af þessu. Ég hlakkaði mikið til að koma til móts við liðið,“ sagði María Þórisdóttir við NRK. Fréttamaður norska ríkisútvarpsins hitti Maríu eftir fyrstu landsliðsæfinguna og hún var í góðu skapi eins og oftast. „Ég brosi bara. Þetta er svo skemmtilegt,“ sagði María. Síðustu misseri hafa reynt mikið á okkar konu. Upphafið af vandræðum hennar má rekja til leiksins á EM 2022 þegar norska landsliðið tapaði 8-0 á móti enska landsliðinu. Greinin um Maríu á síðu norska ríkisúrvarpsins.nrk María gerði stór mistök í upphafi leiks, fékk á sig víti og lét stela af sér boltanum í öftustu línu. Enska liðið skoraði í bæði skiptin. „Það er ekkert leyndarmál að EM og tíminn eftir Evrópumótið var mjög erfiður,“ sagði María og heldur áfram: Ég var andlit leiksins „Ég var andlit þessa leiks á móti Englandi. Ég fékk líka mikið skítkast og þetta var líka auðvitað minn versti leikur,“ sagði María. Fréttamaðurinn spyr hana út í þá fullyrðingu að hú hafi verið andlit leiksins. „Það er erfitt þegar þú færð svona mikið skítkast. Maður reynir að halda áfram og ég hef komist í gegnum þetta en þetta var ekki skemmtilegt,“ sagði María. Hún var ekki valin í landsliðinu í framhaldinu en hafði þar áður verið fastamaður í liðinu. María ætlaði sér að komast aftur í landsliðið fyrir HM en meiddist þá illa. „Þegar ég meiddist þá vissi ég að þetta myndi taka tíma. Þetta var önnur blaut tuska í andlitið. Mér fannst ég eiga möguleika á því að berjast um sæti í HM-hópnum,“ sagði María. Sátt á suðurstöndinni María er sátt með lífið í Brighton. „Þetta er félag sem er að byrja svolítið upp á nýtt. Það eru að koma inn nýir styrktaraðilar og fullt af nýjum leikmönnum. Þetta verkefni sem er gaman að vera hluti af. Ég hef notið þess og Brighton er líka æðisleg borg,“ sagði María. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
María ræddi þessa endurkomu sína við fréttamann norska ríkisútvarpsins og var mjög sátt með það að vera aftur í landsliðinu. María spilar nú með Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni en þangað kom hún frá Manchester United í haust. Eins og krakki á jólunum „Ég var eins og krakki á jólunum þegar ég frétti af þessu. Ég hlakkaði mikið til að koma til móts við liðið,“ sagði María Þórisdóttir við NRK. Fréttamaður norska ríkisútvarpsins hitti Maríu eftir fyrstu landsliðsæfinguna og hún var í góðu skapi eins og oftast. „Ég brosi bara. Þetta er svo skemmtilegt,“ sagði María. Síðustu misseri hafa reynt mikið á okkar konu. Upphafið af vandræðum hennar má rekja til leiksins á EM 2022 þegar norska landsliðið tapaði 8-0 á móti enska landsliðinu. Greinin um Maríu á síðu norska ríkisúrvarpsins.nrk María gerði stór mistök í upphafi leiks, fékk á sig víti og lét stela af sér boltanum í öftustu línu. Enska liðið skoraði í bæði skiptin. „Það er ekkert leyndarmál að EM og tíminn eftir Evrópumótið var mjög erfiður,“ sagði María og heldur áfram: Ég var andlit leiksins „Ég var andlit þessa leiks á móti Englandi. Ég fékk líka mikið skítkast og þetta var líka auðvitað minn versti leikur,“ sagði María. Fréttamaðurinn spyr hana út í þá fullyrðingu að hú hafi verið andlit leiksins. „Það er erfitt þegar þú færð svona mikið skítkast. Maður reynir að halda áfram og ég hef komist í gegnum þetta en þetta var ekki skemmtilegt,“ sagði María. Hún var ekki valin í landsliðinu í framhaldinu en hafði þar áður verið fastamaður í liðinu. María ætlaði sér að komast aftur í landsliðið fyrir HM en meiddist þá illa. „Þegar ég meiddist þá vissi ég að þetta myndi taka tíma. Þetta var önnur blaut tuska í andlitið. Mér fannst ég eiga möguleika á því að berjast um sæti í HM-hópnum,“ sagði María. Sátt á suðurstöndinni María er sátt með lífið í Brighton. „Þetta er félag sem er að byrja svolítið upp á nýtt. Það eru að koma inn nýir styrktaraðilar og fullt af nýjum leikmönnum. Þetta verkefni sem er gaman að vera hluti af. Ég hef notið þess og Brighton er líka æðisleg borg,“ sagði María.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn