„Ég var svo í miklu kvíðakasti að ég vissi ekki hvað ég hét“ Íris Hauksdóttir skrifar 28. október 2023 10:01 Björk Jakobsdóttir upplifði martröð leikarans á dögunum. Vísir/Vilhelm „Það er aldrei meira í pokahorninu en akkúrat núna þegar ég er leikhúslaus,“ segir Björk Jakobsdóttir, leikkona, leikstjóri og leikhússtjóri. „Ég er með þrjár leikmyndir heima í stofu. Á sama tíma erum við að setja upp bæði Drottningin sem kunni allt í Bæjarbíói sem hefur fengið frábæra dóma. Bíddu bara í Bæjarbíói og við stútfylltum tvær sýningar á Selfossi. Svo er ég með Jól á náttfötum og Draumaþjófurinn að klárast. Svo er ég að gefa út bók.“ Björk er með þrjár leikmyndir staðsettar í stofunni heima hjá sér.Vísir/Vilhelm Björk var gestur þeirra Lilju Katrínar Gunnarsdóttur og Heimis Karlssonar í Bítinu. Þar ræddi hún um framtíð Gaflaraleikhússins og vilja Hafnfirðinga að viðhalda menningu. Á einum stað í viðtalinu segir Björk bæjarpólitíkina ekki eins drífandi og hún sé sjálf enda væri hún fyrir löngu búin að finna út úr leikhúsleysinu. Steinunn F-ing Ólína sem maður er að taka við af Ljóst er að Björk er með ótal bolta á lofti en hún er handritshöfundur fjölskyldusýningarinnar Draumaþjófurinn sem sýndur er um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu. Um síðustu helgi upplifði hún þó martröð leikarans þegar hún þurfti að hoppa inn í stórt hlutverk í sýningunni með stuttum fyrirvara. „Ég hljóp inn á seinustu stundu og þetta er svolítið stórt hlutverk, eða eins og Gunni sagði, Steinunn F-ing Ólína sem maður er að taka við af. Hún er komin á fullt í aðalhlutverkinu á Mútta Courage og var búin að vera veik svo það þurfti að losa eggin úr hennar körfu. Ég hafði þrjá klukkutíma á fimmtudagskvöld til að æfa hlutverkið svo fékk ég fjóra á föstudeginum fékk ekki rennsli. Síðan brunaði ég á Selfoss þar sem ég sýndi tvær sýningar á Bíddu bara sem við þurftum líka að rifja upp. Ég mætti svo á sunnudaginn og stóð í hliðarvængnum og spurði: Er ég að fara inn núna? Svo fékk ég adrenalínkast.“ Allt í frumunum hrópaði nei Spurð hvort hún hafi munað textann sinn segist Björk hafa massað þetta enda sé hún mikill reynslubolti. „Ég var rosalega stolt af mér. Allt í frumunum á mér hrópaði nei þegar ég var beðin um þetta svo hringdi ég brjáluð í Gunna eins og ég geri stundum þegar ég er stressuð. Hringi brjáluð og hann veit ekkert af hverju. Ég er ekkert að fara að taka þetta. Það er ekki hægt að leggja svona á mann. Ég hef engan tíma fyrir þetta. Ég var svo í miklu kvíðakasti að ég vissi ekki hvað ég hét. Eftir á gat ég alveg sigrað heiminn mér leið rosalega vel. Það er svo gaman að takast á við áskoranir sem hræða mann og að massa það. Ég fæ að taka síðustu sýningarnar og mér finnst það frábært því ég er höfundur verksins og fæ að stíga inn. Ég er ofsalega montin af þessari sýningu og hún er rosalega vel gerð.“ Viðtalið í heild má hlusta á hér fyrir neðan. Leikhús Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fleiri fréttir Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sjá meira
„Ég er með þrjár leikmyndir heima í stofu. Á sama tíma erum við að setja upp bæði Drottningin sem kunni allt í Bæjarbíói sem hefur fengið frábæra dóma. Bíddu bara í Bæjarbíói og við stútfylltum tvær sýningar á Selfossi. Svo er ég með Jól á náttfötum og Draumaþjófurinn að klárast. Svo er ég að gefa út bók.“ Björk er með þrjár leikmyndir staðsettar í stofunni heima hjá sér.Vísir/Vilhelm Björk var gestur þeirra Lilju Katrínar Gunnarsdóttur og Heimis Karlssonar í Bítinu. Þar ræddi hún um framtíð Gaflaraleikhússins og vilja Hafnfirðinga að viðhalda menningu. Á einum stað í viðtalinu segir Björk bæjarpólitíkina ekki eins drífandi og hún sé sjálf enda væri hún fyrir löngu búin að finna út úr leikhúsleysinu. Steinunn F-ing Ólína sem maður er að taka við af Ljóst er að Björk er með ótal bolta á lofti en hún er handritshöfundur fjölskyldusýningarinnar Draumaþjófurinn sem sýndur er um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu. Um síðustu helgi upplifði hún þó martröð leikarans þegar hún þurfti að hoppa inn í stórt hlutverk í sýningunni með stuttum fyrirvara. „Ég hljóp inn á seinustu stundu og þetta er svolítið stórt hlutverk, eða eins og Gunni sagði, Steinunn F-ing Ólína sem maður er að taka við af. Hún er komin á fullt í aðalhlutverkinu á Mútta Courage og var búin að vera veik svo það þurfti að losa eggin úr hennar körfu. Ég hafði þrjá klukkutíma á fimmtudagskvöld til að æfa hlutverkið svo fékk ég fjóra á föstudeginum fékk ekki rennsli. Síðan brunaði ég á Selfoss þar sem ég sýndi tvær sýningar á Bíddu bara sem við þurftum líka að rifja upp. Ég mætti svo á sunnudaginn og stóð í hliðarvængnum og spurði: Er ég að fara inn núna? Svo fékk ég adrenalínkast.“ Allt í frumunum hrópaði nei Spurð hvort hún hafi munað textann sinn segist Björk hafa massað þetta enda sé hún mikill reynslubolti. „Ég var rosalega stolt af mér. Allt í frumunum á mér hrópaði nei þegar ég var beðin um þetta svo hringdi ég brjáluð í Gunna eins og ég geri stundum þegar ég er stressuð. Hringi brjáluð og hann veit ekkert af hverju. Ég er ekkert að fara að taka þetta. Það er ekki hægt að leggja svona á mann. Ég hef engan tíma fyrir þetta. Ég var svo í miklu kvíðakasti að ég vissi ekki hvað ég hét. Eftir á gat ég alveg sigrað heiminn mér leið rosalega vel. Það er svo gaman að takast á við áskoranir sem hræða mann og að massa það. Ég fæ að taka síðustu sýningarnar og mér finnst það frábært því ég er höfundur verksins og fæ að stíga inn. Ég er ofsalega montin af þessari sýningu og hún er rosalega vel gerð.“ Viðtalið í heild má hlusta á hér fyrir neðan.
Leikhús Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fleiri fréttir Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sjá meira