Viðar Örn: Sáttur við frammistöðu Hattar en ekki dómaranna Gunnar Gunnarsson skrifar 26. október 2023 22:52 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var allt annað en sáttur við dómgæsluna í leik Hattar og Þórs. VÍSIR/BÁRA Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, lýsti ánægju með margt í leik síns liðs þrátt fyrir 83-84 tap fyrir Þór Þorlákshöfn á Egilsstöðum í kvöld. Hann var hins vegar ósáttari við dómara leiksins. „Varnarleikurinn var ekki nógu góður í þriðja leikhluta. Þeir fengu of margar auðveldar körfur. Fjórði leikhluti var góður og við komum til baka. Heilt yfir var ég ánægður með frammistöðu minna manna. Það var margt annað sem ég var ósáttur við.“ Hvað þá? „Það er of mikið af hlutum núna í deildinni. Ekki bara í þessum leik þótt það hafi verið óvenju mikið. Í þessari deild eru þrusulið og þrusuleikir. Síðan er það sami gæinn í dómaratríóinu sem á alla vafadómana. Hann labbar að manni og hótar frekar tæknivillum en tala við menn. Ég veit alveg að ég get verið aggressífur út í dómarana og talað hátt. En ég set miklar kröfur á mig og mitt lið. Önnur lið gera það líka. Þetta verður að laga til að standardinn haldi áfram að rísa í deildinni. Þessi frammistaða var óviðunandi.“ Finnst þér Höttur hafa verið flautaður út úr leiknum? „Ég segi það ekki. Það var of mikið af dómum báðum megin sem er misst af eða voru rangir. Síðan er villum breytt eftir að leikurinn fer í gang, eins og það sé í lagi. Sem betur fer var það leiðrétt en það eru of mörg svona atvik sem eru í raun ekki eftir bókinni. Þetta þarf að laga til að standarinn í deildinni og íslenskum körfubolta hækki áfram. Það er margt sem fer úrskeiðis hjá sambandinu núna. Liðin leggja helvíti mikið í þetta og hlutirnir verða að lagast núna.“ Hefurðu trú á að það gerist? „Ég hef trú á því. Rétt eins og leikmenn og þjálfarar fá gagnrýni. Það er hluti af leiknum að gera mistök, bæði hjá leikmönnum og þjálfurum en við verðum samt að reyna að fækka þeim. Mér fannst þessi leikur vera fullmikið í skugganum af svona stoppum, þegar þetta hefði getað verið hörkuleikur. Það var mikil barátta og örugglega erfitt að dæma leikinn en ég hefði viljað fá betri frammistöðu.“ Aftur að leiknum, Deontaye Buskey skoraði 40 stig, þar af 30 í seinni hálfleik? „Hann er frábær sóknarmaður. Hann hitti illa í fyrri hálfleik. Þeir fóru undir mikið af skrínum og gáfu honum opnanir. Hann fór síðan að grípa það. Varnarleikurinn í þriðja var ekki nógu góður og svo voru nokkur klikk eftir það þannig við náðum ekki alla leið til baka.“ Þriggja stiga nýtingin var ekki góð framan af? „Hún var mjög vond í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik skutum við betur, vorum sneggri og fengum auðveldar körfur. Síðan var Nemanja eins og vélmenni í fráköstunum (tók 19 alls, þar af 11 sóknarfráköst). Leikurinn ræðst svo á einu vítaskoti. Ég er fullviss um að þau fara bæði niður næst. Við vinnum sem lið og töpum sem lið. Ég er ánægður með frammistöðu minna manna og ef við byggjum á henni. Við forum á videófund og reynum að lagfæra okkar hluti. Ég ætla að vona að aðrir geri það líka.“ Subway-deild karla Höttur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Höttur - Þór Þorl. 83-84 | Þriðji sigur Þórs í röð Þór Þorlákshöfn hefur unnið þrjá leiki í röð úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Í kvöld var röðin komin að Hetti á Egilsstöðum sem Þór vann 83-84. Höttur gat jafnað með vítaskoti í lokin. 26. október 2023 22:15 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
„Varnarleikurinn var ekki nógu góður í þriðja leikhluta. Þeir fengu of margar auðveldar körfur. Fjórði leikhluti var góður og við komum til baka. Heilt yfir var ég ánægður með frammistöðu minna manna. Það var margt annað sem ég var ósáttur við.“ Hvað þá? „Það er of mikið af hlutum núna í deildinni. Ekki bara í þessum leik þótt það hafi verið óvenju mikið. Í þessari deild eru þrusulið og þrusuleikir. Síðan er það sami gæinn í dómaratríóinu sem á alla vafadómana. Hann labbar að manni og hótar frekar tæknivillum en tala við menn. Ég veit alveg að ég get verið aggressífur út í dómarana og talað hátt. En ég set miklar kröfur á mig og mitt lið. Önnur lið gera það líka. Þetta verður að laga til að standardinn haldi áfram að rísa í deildinni. Þessi frammistaða var óviðunandi.“ Finnst þér Höttur hafa verið flautaður út úr leiknum? „Ég segi það ekki. Það var of mikið af dómum báðum megin sem er misst af eða voru rangir. Síðan er villum breytt eftir að leikurinn fer í gang, eins og það sé í lagi. Sem betur fer var það leiðrétt en það eru of mörg svona atvik sem eru í raun ekki eftir bókinni. Þetta þarf að laga til að standarinn í deildinni og íslenskum körfubolta hækki áfram. Það er margt sem fer úrskeiðis hjá sambandinu núna. Liðin leggja helvíti mikið í þetta og hlutirnir verða að lagast núna.“ Hefurðu trú á að það gerist? „Ég hef trú á því. Rétt eins og leikmenn og þjálfarar fá gagnrýni. Það er hluti af leiknum að gera mistök, bæði hjá leikmönnum og þjálfurum en við verðum samt að reyna að fækka þeim. Mér fannst þessi leikur vera fullmikið í skugganum af svona stoppum, þegar þetta hefði getað verið hörkuleikur. Það var mikil barátta og örugglega erfitt að dæma leikinn en ég hefði viljað fá betri frammistöðu.“ Aftur að leiknum, Deontaye Buskey skoraði 40 stig, þar af 30 í seinni hálfleik? „Hann er frábær sóknarmaður. Hann hitti illa í fyrri hálfleik. Þeir fóru undir mikið af skrínum og gáfu honum opnanir. Hann fór síðan að grípa það. Varnarleikurinn í þriðja var ekki nógu góður og svo voru nokkur klikk eftir það þannig við náðum ekki alla leið til baka.“ Þriggja stiga nýtingin var ekki góð framan af? „Hún var mjög vond í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik skutum við betur, vorum sneggri og fengum auðveldar körfur. Síðan var Nemanja eins og vélmenni í fráköstunum (tók 19 alls, þar af 11 sóknarfráköst). Leikurinn ræðst svo á einu vítaskoti. Ég er fullviss um að þau fara bæði niður næst. Við vinnum sem lið og töpum sem lið. Ég er ánægður með frammistöðu minna manna og ef við byggjum á henni. Við forum á videófund og reynum að lagfæra okkar hluti. Ég ætla að vona að aðrir geri það líka.“
Subway-deild karla Höttur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Höttur - Þór Þorl. 83-84 | Þriðji sigur Þórs í röð Þór Þorlákshöfn hefur unnið þrjá leiki í röð úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Í kvöld var röðin komin að Hetti á Egilsstöðum sem Þór vann 83-84. Höttur gat jafnað með vítaskoti í lokin. 26. október 2023 22:15 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Höttur - Þór Þorl. 83-84 | Þriðji sigur Þórs í röð Þór Þorlákshöfn hefur unnið þrjá leiki í röð úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Í kvöld var röðin komin að Hetti á Egilsstöðum sem Þór vann 83-84. Höttur gat jafnað með vítaskoti í lokin. 26. október 2023 22:15
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti