Blikar höfðu betur í botnbaráttunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2023 23:29 Eyjamenn eru enn í leit að sínum fyrsta sigri. Breiðablik vann mikilvægan sigur er liðið mætti ÍBV í botnbaráttu Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike í kvöld. Leikurinn fór fram á Anubis og hóf ÍBV leikinn í vörn. Blikar tóku fyrstu lotu leiksins en Eyjamenn jöfnuðu strax í 1-1. Blikar höfðu leikinn að mestu í föstum tökum en ÍBV náðu þó að sigra nokkrar lotur. Varuchi og Wnkr voru efstir á fellutöflunni hjá Blikum í einsleitum fyrri hálfleik þar sem Breiðablik réð öllum ráðum. Staðan í hálfleik: 4-11 Blikar virtust ætla hlaupa burt með sigurinn en ÍBV náðu þó að snúa nokkrum lotum til sín, og staðan var 8-14 eftir 22 lotur. Blikar komust þó á úrslitalotu fljótt og ÍBV sigruðu sína níundu lotu eftir að keyra vel inn á A-svæði Anubis og verja sprengjuna. ÍBV komust í stöðuna 10-15 en Blikar fundu þó sigurlotuna sína með frábæru spili Viruz á Vappanum og tóku Blikar því sigurinn. Lokatölur: 10-16 ÍBV er enn á botni deildarinnar með 0 stig en Breiðablik heldur sér við í botnbaráttunni og jafna Sögu og ÍA á stigum með 4 stig. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti
Leikurinn fór fram á Anubis og hóf ÍBV leikinn í vörn. Blikar tóku fyrstu lotu leiksins en Eyjamenn jöfnuðu strax í 1-1. Blikar höfðu leikinn að mestu í föstum tökum en ÍBV náðu þó að sigra nokkrar lotur. Varuchi og Wnkr voru efstir á fellutöflunni hjá Blikum í einsleitum fyrri hálfleik þar sem Breiðablik réð öllum ráðum. Staðan í hálfleik: 4-11 Blikar virtust ætla hlaupa burt með sigurinn en ÍBV náðu þó að snúa nokkrum lotum til sín, og staðan var 8-14 eftir 22 lotur. Blikar komust þó á úrslitalotu fljótt og ÍBV sigruðu sína níundu lotu eftir að keyra vel inn á A-svæði Anubis og verja sprengjuna. ÍBV komust í stöðuna 10-15 en Blikar fundu þó sigurlotuna sína með frábæru spili Viruz á Vappanum og tóku Blikar því sigurinn. Lokatölur: 10-16 ÍBV er enn á botni deildarinnar með 0 stig en Breiðablik heldur sér við í botnbaráttunni og jafna Sögu og ÍA á stigum með 4 stig.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti