Hafa ekki skorað á móti Þýskalandi á íslenskri grundu í 37 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2023 15:01 Sara Björk Gunnarsdottir í leik á móti þýska landsliðinu á Laugardalsvellinum í september fyrir fimm árum síðan. Getty/Brynjar Þýskum landsliðskonum hefur gengið afar vel í heimsóknum sínum til Íslands í gegnum tíðina. Ekki aðeins hafa þær unnið alla leikina heldur hefur íslenska liðinu ekki tekist heldur að skora. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir í kvöld Þýskalandi í síðasta heimaleik sínum í Þjóðadeild kvenna. Fyrri leikurinn tapaðist 4-0 út í Þýskalandi í leik sem íslensku stelpurnar komust lítið áleiðis. Það hefur einni verið raunin í fimm heimsóknum þýska kvennalandsliðsins til Íslands. Eini sigur Íslands á Þýskalandi hjá A-landsliðum kvenna kom í Þýskalandi í október 2017 þegar íslensku stelpurnar unnu eftirminnilegan 3-2 sigur. Þjóðverjar hafa unnið alla hina sextán leiki þjóðanna og markalatan í þeim er 62-3 þeim í vil. Það sem vekur þó sérstaklega athygli er gengið gegn þeim þýsku á heimavelli. Þjóðverjar hafa unnið alla leikina og skorað í þeim 21 mark gegn aðeins einu. Það eru núna liðin 37 ár og rúmir þrír mánuðir síðan íslenska kvennalandsliðið skoraði þetta eina mark sitt á móti Þýskalandi á íslenskri grundu. Markið skoraði Katrín María Eiríksdóttir í 4-1 tapi á Kópavogsvelli 27. júlí 1996. Markið kom á 87. mínútu. Síðan þá hafa íslensku stelpurnar spilað fjóra heila leiki á móti Þýskalandi og fengið á sig sextán mörk í röð án þess að svara fyrir sig. Nú eru liðnar 363 mínútur síðan Ísland skoraði á móti Þýskalandi á Íslandi. Þrír af þessum leikjum fóru fram á Laugardalsvellinum og á sjálfum þjóðarleikvanginum er markatalan 10-0 Þýskalandi í vil. Leikir Íslands og Þýskalands á Íslandi: September 2018: Þýskaland vann 2-0 Ágúst 2000: Þýskaland vann 6-0 September 1996: Þýskaland vann 3-0 Júlí 1986: Þýskaland vann 5-0 Júlí 1986: Þýskaland vann 4-1 Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir í kvöld Þýskalandi í síðasta heimaleik sínum í Þjóðadeild kvenna. Fyrri leikurinn tapaðist 4-0 út í Þýskalandi í leik sem íslensku stelpurnar komust lítið áleiðis. Það hefur einni verið raunin í fimm heimsóknum þýska kvennalandsliðsins til Íslands. Eini sigur Íslands á Þýskalandi hjá A-landsliðum kvenna kom í Þýskalandi í október 2017 þegar íslensku stelpurnar unnu eftirminnilegan 3-2 sigur. Þjóðverjar hafa unnið alla hina sextán leiki þjóðanna og markalatan í þeim er 62-3 þeim í vil. Það sem vekur þó sérstaklega athygli er gengið gegn þeim þýsku á heimavelli. Þjóðverjar hafa unnið alla leikina og skorað í þeim 21 mark gegn aðeins einu. Það eru núna liðin 37 ár og rúmir þrír mánuðir síðan íslenska kvennalandsliðið skoraði þetta eina mark sitt á móti Þýskalandi á íslenskri grundu. Markið skoraði Katrín María Eiríksdóttir í 4-1 tapi á Kópavogsvelli 27. júlí 1996. Markið kom á 87. mínútu. Síðan þá hafa íslensku stelpurnar spilað fjóra heila leiki á móti Þýskalandi og fengið á sig sextán mörk í röð án þess að svara fyrir sig. Nú eru liðnar 363 mínútur síðan Ísland skoraði á móti Þýskalandi á Íslandi. Þrír af þessum leikjum fóru fram á Laugardalsvellinum og á sjálfum þjóðarleikvanginum er markatalan 10-0 Þýskalandi í vil. Leikir Íslands og Þýskalands á Íslandi: September 2018: Þýskaland vann 2-0 Ágúst 2000: Þýskaland vann 6-0 September 1996: Þýskaland vann 3-0 Júlí 1986: Þýskaland vann 5-0 Júlí 1986: Þýskaland vann 4-1
Leikir Íslands og Þýskalands á Íslandi: September 2018: Þýskaland vann 2-0 Ágúst 2000: Þýskaland vann 6-0 September 1996: Þýskaland vann 3-0 Júlí 1986: Þýskaland vann 5-0 Júlí 1986: Þýskaland vann 4-1
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira