„Það mun reyna á hópinn á margan hátt“ Aron Guðmundsson skrifar 1. nóvember 2023 15:36 Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Vísir/Hulda Margrét Landsliðshópur íslenska kvennalandsliðsins fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta hefur nú verið opinberaður. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, hefur valið þá átján leikmenn sem halda til Noregs á mót sem hann segir gríðarlega mikilvægt fyrir þá vegferð sem liðið er á. „Það sem við viljum fá úr þessu móti er fyrst og fremst að það nýtist okkur til framtíðar,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Við erum, eins og oft hefur komið fram, á ákveðinni vegferð. Fyrir þá vegferð er þetta mót ofboðslega mikilvægt.“ Þetta er í fyrsta skipti í tólf ár sem Ísland er á meðal þátttökuþjóða á HM kvenna í handbolta. Íslenska landsliðið mun spila í D-riðli mótsins og er þar með í Frakklandi, Angóla og Slóveníu. Riðillinn verður spilaður í Stavangri í Noregi og fer fyrsti leikur Íslands, gegn Slóveníu, fram þann 30. nóvember næstkomandi. Ljóst er að allt í allt mun íslenska landsliðið fá um níu leiki hið minnsta á HM en á hvaða stigi mótsins það verður ræðst af úrslitum liðsins í riðlakeppninni. „Við erum að fá þarna níu alvöru leiki. Erum að fá góðan tíma saman. Eftir þessa leiki, mótið í heild sinni, munum við fá fullt af svörum sem ég vonast til og er alveg sannfærður um að munu hjálpa okkur alveg gríðarlega í næstu verkefnum.“ Markmiðin séu áfram þau sömu og þau hafa verið hjá liðinu. „Við förum inn í alla þessa leiki til þess að horfa aðeins á okkur, horfa á það sem við erum að gera. Horfa í frammistöðu. Við viljum að leikmenn leggi allt sitt í verkefnið og fáum svör við þeim leik sem við erum að leggja upp með.“ Reynslan sem verður til við það að spila á svona stórmóti muni nýtast vel í framhaldinu. Það mun reyna á hópinn á margan hátt. Það mun vera krefjandi að eiga við þessi lið. Það mun vera, á einhverjum tímapunkti, erfitt. Fyrir okkur er það ágætis skóli sem við höfum gott af því að fá. “ HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
„Það sem við viljum fá úr þessu móti er fyrst og fremst að það nýtist okkur til framtíðar,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Við erum, eins og oft hefur komið fram, á ákveðinni vegferð. Fyrir þá vegferð er þetta mót ofboðslega mikilvægt.“ Þetta er í fyrsta skipti í tólf ár sem Ísland er á meðal þátttökuþjóða á HM kvenna í handbolta. Íslenska landsliðið mun spila í D-riðli mótsins og er þar með í Frakklandi, Angóla og Slóveníu. Riðillinn verður spilaður í Stavangri í Noregi og fer fyrsti leikur Íslands, gegn Slóveníu, fram þann 30. nóvember næstkomandi. Ljóst er að allt í allt mun íslenska landsliðið fá um níu leiki hið minnsta á HM en á hvaða stigi mótsins það verður ræðst af úrslitum liðsins í riðlakeppninni. „Við erum að fá þarna níu alvöru leiki. Erum að fá góðan tíma saman. Eftir þessa leiki, mótið í heild sinni, munum við fá fullt af svörum sem ég vonast til og er alveg sannfærður um að munu hjálpa okkur alveg gríðarlega í næstu verkefnum.“ Markmiðin séu áfram þau sömu og þau hafa verið hjá liðinu. „Við förum inn í alla þessa leiki til þess að horfa aðeins á okkur, horfa á það sem við erum að gera. Horfa í frammistöðu. Við viljum að leikmenn leggi allt sitt í verkefnið og fáum svör við þeim leik sem við erum að leggja upp með.“ Reynslan sem verður til við það að spila á svona stórmóti muni nýtast vel í framhaldinu. Það mun reyna á hópinn á margan hátt. Það mun vera krefjandi að eiga við þessi lið. Það mun vera, á einhverjum tímapunkti, erfitt. Fyrir okkur er það ágætis skóli sem við höfum gott af því að fá. “
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira