Ljósleiðaradeildin: Dusty tók sigur gegn Atlantic Snorri Már Vagnsson skrifar 2. nóvember 2023 22:16 Thor og LeFluff áttu báðir stórleik í æsispennandi leik. Ljósleiðaradeildin Atlantic og NOCCO Dusty mættust í kvöld á Nuke í Ljósleiðaradeildinni en þar er keppt í skotleiknum Counter-Strike: Global Offensive. Atlantic-menn hófu leikinn í vörn og sigruðu skammbyssulotuna í upphafi leiks, sem og aðra lotu. Dusty-menn voru þó fljótir að jafna í 2-2 og tóku svo forystuna. 7 lotur í röð féllu til Dusty-manna og fátt var um svör hjá Atlantic. Atlantic náðu þó að klóra í bakkann fyrir hálfleik en Dusty-menn höfðu þó 9 lotusigra eftir góðan viðsnúning í upphafi leiks. Staðan í hálfleik: 6-9 Dusty hófu seinni hálfleik af miklum krafti og sigruðu fyrstu 6 lotur seinni hálfleiks og komust á úrslitastig. Thor, leikmaður Dusty skoraði ás í nítjándu lotu og felldi alla andstæðinga sína. Atlantic voru þó ekki hættir, en þeim tókst að minnka muninn í 13-15 með afar góðri frammistöðu. LeFluff átti þar stórleik, en hann var með 29 fellur að leik loknum. Þó virtist endurkoma þeirra vera of seint í rassinn gripið, en Dusty fann loks sigurlotu sína og unnu leikinn. Lokatölur: 13-16 Dusty koma sér á topp deildarinnar að nýju eftir stutt stopp Þórsara á toppnum en bæði eru liðin með 14 stig. Atlantic eru í sjötta sæti deildarinnar með 8 stig og eru þar jafnir Ten5ion. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn
Atlantic-menn hófu leikinn í vörn og sigruðu skammbyssulotuna í upphafi leiks, sem og aðra lotu. Dusty-menn voru þó fljótir að jafna í 2-2 og tóku svo forystuna. 7 lotur í röð féllu til Dusty-manna og fátt var um svör hjá Atlantic. Atlantic náðu þó að klóra í bakkann fyrir hálfleik en Dusty-menn höfðu þó 9 lotusigra eftir góðan viðsnúning í upphafi leiks. Staðan í hálfleik: 6-9 Dusty hófu seinni hálfleik af miklum krafti og sigruðu fyrstu 6 lotur seinni hálfleiks og komust á úrslitastig. Thor, leikmaður Dusty skoraði ás í nítjándu lotu og felldi alla andstæðinga sína. Atlantic voru þó ekki hættir, en þeim tókst að minnka muninn í 13-15 með afar góðri frammistöðu. LeFluff átti þar stórleik, en hann var með 29 fellur að leik loknum. Þó virtist endurkoma þeirra vera of seint í rassinn gripið, en Dusty fann loks sigurlotu sína og unnu leikinn. Lokatölur: 13-16 Dusty koma sér á topp deildarinnar að nýju eftir stutt stopp Þórsara á toppnum en bæði eru liðin með 14 stig. Atlantic eru í sjötta sæti deildarinnar með 8 stig og eru þar jafnir Ten5ion.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn