Nýr kafli hefst formlega í kvöld: „Ég finn að mér líður vel með þetta“ Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 11:30 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson snýr í kvöld aftur í Laugardalshöll með íslenska landsliðinu í handbolta en nú í allt öðru hlutverki sem landsliðsþjálfari. Það er í kvöld sem íslenska landsliðið hefur formlega vegferð sína undir stjórn hins nýja landsliðsþjálfara er Færeyingar mæta í heimsókn. Snorri er ánægður með það sem hann hefur séð frá liðinu í vikunni fram að leik. Í kvöld leikur Ísland fyrri leik sinn af þeim tveimur leikjum sem liðið leikur við Færeyjar á næstu tveimur dögum. Það er kýrskýrt í huga Snorra Steins hvað hann vill sjá frá leikmönnum sínum í þessum leikjum. „Ég vil sjá góða frammistöðu. Sjá að við séum að nálgast þetta sem alvöru leiki,“ segir Snorri Steinn í samtali við Vísi. „Að það séu læti og barátta og að við framkvæmum þá hluti sem við viljum sjá. Að menn séu einbeittir. Það er það sem ég vil sjá, fyrst og fremst, hjá liðinu. Ef menn eru það, þá er ég sannfærður um að góð frammistaða fylgi í kjölfarið.“ Hann er ánægður með margt af því sem hann hefur séð í sinni fyrstu æfingaviku með liðið. „Ég skynja hópinn bara vel og er ánægður með það sem ég hef séð. Svo er þetta bara eins og gengur og gerist. Það er eitthvað sem sér sem maður er ánægður með, annað kannski ekki. En til þess er þessi vika gerð. Ég er að prófa fullt af hlutum og mun koma til með að gera það í þessum komandi leikjum okkar við Færeyjar. Einhverju af því komum við til með að halda, öðru ekki. Vonandi gengur bara sem flest upp en það er nú yfirleitt ekki þannig.“ Kraftur, vilji og hugur Íslenska landsliðið kom saman fyrr í vikunni og hefur undanfarna daga náð að æfa saman. Á þeim æfingum hefur Snorri Steinn í fyrsta skipti fengið að vinna með hópnum í heild sinni og þarf hann að nýta tímann vel því stutt er í næsta stórmót, EM í Þýskalandi, í byrjun næsta árs. Hvað hefurðu séð frá liðinu á þessum undanförnum dögum sem þú ert ánægður með? „Aðallega bara stemningin og hugurinn í hópnum. Ég er mest ánægður með það. Ég finn fyrir vilja í hópnum, það er kraftur og hugur í þeim. Það gerir allt auðveldara fyrir mig sem þjálfara.“ „Finn að mér líður vel með þetta“ Snorri Steinn er reynslubolti þegar kemur að íslenska landsliðinu, sem leikmaður. Á sínum tíma spilaði Snorri 257 landsleiki fyrir Íslands hönd og í þeim leikjum skoraði hann 848 mörk. Hann var hluti af silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum 2008 og bronsliði okkar á EM 2010. Snorri Steinn er einn af silfurstrákunum úr Peking. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi - spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik.EPA/SRDJAN SUKI Hann snýr nú aftur í Laugardalshöll með landsliðinu en nú í fyrsta skipti sem landsliðsþjálfari. Hvaða tilfinningar bærast um innra með þér nú þegar stutt er í endurkomuna og þessi kafli þinn sem landsliðsþjálfari hefst formlega? „Tilfinningin fyrir þessu er náttúrulega bara frábær. Auðvitað mun ég kannski finna betur fyrir þeim tilfinningum sem þessu fylgja þegar að ég kem í Laugardalshöllina fyrir leik og upplifi þetta allt aftur. Ég er bara að reyna taka þessu af ró. Ég finn að mér líður vel með þetta. Mér líður vel með liðið og sjálfan mig. Ég er alltaf stressaður fyrir leiki. Var það á mínum tíma hjá Val, var það sem leikmaður og verð það pottþétt fyrir leikinn í dag. Það er bara tilfinning sem maður á að njóta að finna fyrir.“ Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Í kvöld leikur Ísland fyrri leik sinn af þeim tveimur leikjum sem liðið leikur við Færeyjar á næstu tveimur dögum. Það er kýrskýrt í huga Snorra Steins hvað hann vill sjá frá leikmönnum sínum í þessum leikjum. „Ég vil sjá góða frammistöðu. Sjá að við séum að nálgast þetta sem alvöru leiki,“ segir Snorri Steinn í samtali við Vísi. „Að það séu læti og barátta og að við framkvæmum þá hluti sem við viljum sjá. Að menn séu einbeittir. Það er það sem ég vil sjá, fyrst og fremst, hjá liðinu. Ef menn eru það, þá er ég sannfærður um að góð frammistaða fylgi í kjölfarið.“ Hann er ánægður með margt af því sem hann hefur séð í sinni fyrstu æfingaviku með liðið. „Ég skynja hópinn bara vel og er ánægður með það sem ég hef séð. Svo er þetta bara eins og gengur og gerist. Það er eitthvað sem sér sem maður er ánægður með, annað kannski ekki. En til þess er þessi vika gerð. Ég er að prófa fullt af hlutum og mun koma til með að gera það í þessum komandi leikjum okkar við Færeyjar. Einhverju af því komum við til með að halda, öðru ekki. Vonandi gengur bara sem flest upp en það er nú yfirleitt ekki þannig.“ Kraftur, vilji og hugur Íslenska landsliðið kom saman fyrr í vikunni og hefur undanfarna daga náð að æfa saman. Á þeim æfingum hefur Snorri Steinn í fyrsta skipti fengið að vinna með hópnum í heild sinni og þarf hann að nýta tímann vel því stutt er í næsta stórmót, EM í Þýskalandi, í byrjun næsta árs. Hvað hefurðu séð frá liðinu á þessum undanförnum dögum sem þú ert ánægður með? „Aðallega bara stemningin og hugurinn í hópnum. Ég er mest ánægður með það. Ég finn fyrir vilja í hópnum, það er kraftur og hugur í þeim. Það gerir allt auðveldara fyrir mig sem þjálfara.“ „Finn að mér líður vel með þetta“ Snorri Steinn er reynslubolti þegar kemur að íslenska landsliðinu, sem leikmaður. Á sínum tíma spilaði Snorri 257 landsleiki fyrir Íslands hönd og í þeim leikjum skoraði hann 848 mörk. Hann var hluti af silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum 2008 og bronsliði okkar á EM 2010. Snorri Steinn er einn af silfurstrákunum úr Peking. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi - spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik.EPA/SRDJAN SUKI Hann snýr nú aftur í Laugardalshöll með landsliðinu en nú í fyrsta skipti sem landsliðsþjálfari. Hvaða tilfinningar bærast um innra með þér nú þegar stutt er í endurkomuna og þessi kafli þinn sem landsliðsþjálfari hefst formlega? „Tilfinningin fyrir þessu er náttúrulega bara frábær. Auðvitað mun ég kannski finna betur fyrir þeim tilfinningum sem þessu fylgja þegar að ég kem í Laugardalshöllina fyrir leik og upplifi þetta allt aftur. Ég er bara að reyna taka þessu af ró. Ég finn að mér líður vel með þetta. Mér líður vel með liðið og sjálfan mig. Ég er alltaf stressaður fyrir leiki. Var það á mínum tíma hjá Val, var það sem leikmaður og verð það pottþétt fyrir leikinn í dag. Það er bara tilfinning sem maður á að njóta að finna fyrir.“
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira