Snorri Steinn: „Þetta er bara einn leikur, slökum aðeins á“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. nóvember 2023 21:36 Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega sáttur í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson gat leyft sér að brosa eftir öruggan 15 marka sigur gegn Færeyingum í sínum fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands. Hann segir það oftast vera hægt eftir sigurleiki. „Maður gerir það nú oftast eftir sigurleiki. Ég er bara ánægður og glaður eftir þessa frammistöðu, en við þurfum samt að fara varlega í þetta og varlega í það að horfa á einhvern stóran sigur,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Við erum að þessu til að verða betri og fá einhver svör. Þegar við horfum á þetta og greinum þetta þá finnum við ábyggilega eitthvað sem við getum lagað og prófað betur á morgun, en ég er ánægður með hugarfarið og að menn héldu áfram að stíga á bensínið. Þeir bara vildu þetta virkilega mikið og það er gott að sjá það,“ bætti Snorri við. Eins og Snorri segir steig íslenska liðið aldrei af bensíngjöfinni og kláraði leikinn af mikilli fagmennsku þrátt fyrir að sigurinn hafi nánast verið í höfn snemma í síðari hálfleik. „Það gerir það líka að verkum að við erum að rúlla á liðinu og við erum með ferska menn á vellinum lungann af leiknum og það gekk upp hjá okkur. Við náðum að rúlla vel á liðinu og þar af leiðandi er óþarfi að vera eitthvað að hægja á þessu.“ Þrátt fyrir þennan örugga sigur Íslands gekk íslenska liðinu nokkuð brösulega að slíta sig frá færeyska liðinu framan af leik og það var ekki fyrr en á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks að liðið fór að auka muninn af einhverju viti. „Þá fara þeir kannski að gera einhverja tæknifeila sem þeir voru ekki búnir að gera og Viktor Gísli er að verja mjög vel. Við fáum mörk yfir allan völlinn og það kannski aðeins tekur broddinn úr þeim og við göngum á lagið. Þá sýnum við bara ákveðin gæði og þegar tækifærið gafst þá tókum við það.“ Þá segir hann tilfinninguna að stýra landsliðinu í fyrsta skipti hafa verið góða. „Hún var bara góð. Mér leið vel og eins og alltaf er fiðringur í manni og maður er stressaður og allt það. Mér er bara búið að líða vel alla vikuna með hópinn og ég naut þess að vera hérna. En þetta er bara einn leikur, slökum aðeins á,“ sagði Snorri léttur. Ísland og Færeyjar mætast aftur á morgun og Snorri býst við því að gera nokkrar breytingar á hópnum, enda séu þessir leikir til þess gerðir að prófa ýmislegt. „Við gerum nokkrar breytingar á morgun og horfum aðeins á þetta og greinum þetta. Svo þurfum við í teyminu bara að vega og meta hvað það er sem við þurfum að bæta og hvað það er sem við viljum sjá öðruvísi á morgun. Það er fínt að prófa sig áfram,“ sagði Snorri að lokum. Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Sjá meira
„Maður gerir það nú oftast eftir sigurleiki. Ég er bara ánægður og glaður eftir þessa frammistöðu, en við þurfum samt að fara varlega í þetta og varlega í það að horfa á einhvern stóran sigur,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Við erum að þessu til að verða betri og fá einhver svör. Þegar við horfum á þetta og greinum þetta þá finnum við ábyggilega eitthvað sem við getum lagað og prófað betur á morgun, en ég er ánægður með hugarfarið og að menn héldu áfram að stíga á bensínið. Þeir bara vildu þetta virkilega mikið og það er gott að sjá það,“ bætti Snorri við. Eins og Snorri segir steig íslenska liðið aldrei af bensíngjöfinni og kláraði leikinn af mikilli fagmennsku þrátt fyrir að sigurinn hafi nánast verið í höfn snemma í síðari hálfleik. „Það gerir það líka að verkum að við erum að rúlla á liðinu og við erum með ferska menn á vellinum lungann af leiknum og það gekk upp hjá okkur. Við náðum að rúlla vel á liðinu og þar af leiðandi er óþarfi að vera eitthvað að hægja á þessu.“ Þrátt fyrir þennan örugga sigur Íslands gekk íslenska liðinu nokkuð brösulega að slíta sig frá færeyska liðinu framan af leik og það var ekki fyrr en á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks að liðið fór að auka muninn af einhverju viti. „Þá fara þeir kannski að gera einhverja tæknifeila sem þeir voru ekki búnir að gera og Viktor Gísli er að verja mjög vel. Við fáum mörk yfir allan völlinn og það kannski aðeins tekur broddinn úr þeim og við göngum á lagið. Þá sýnum við bara ákveðin gæði og þegar tækifærið gafst þá tókum við það.“ Þá segir hann tilfinninguna að stýra landsliðinu í fyrsta skipti hafa verið góða. „Hún var bara góð. Mér leið vel og eins og alltaf er fiðringur í manni og maður er stressaður og allt það. Mér er bara búið að líða vel alla vikuna með hópinn og ég naut þess að vera hérna. En þetta er bara einn leikur, slökum aðeins á,“ sagði Snorri léttur. Ísland og Færeyjar mætast aftur á morgun og Snorri býst við því að gera nokkrar breytingar á hópnum, enda séu þessir leikir til þess gerðir að prófa ýmislegt. „Við gerum nokkrar breytingar á morgun og horfum aðeins á þetta og greinum þetta. Svo þurfum við í teyminu bara að vega og meta hvað það er sem við þurfum að bæta og hvað það er sem við viljum sjá öðruvísi á morgun. Það er fínt að prófa sig áfram,“ sagði Snorri að lokum.
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:00