90 ára afmæli Hvolsvallar fagnað með rjómatertu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. nóvember 2023 13:30 Í dag búa vel yfir eitt þúsund íbúar á Hvolsvelli og líður þar mjög vel við leik og störf. Aðsend Blásið verður til mikillar afmælisveislu á morgun sunnudag á Hvolsvelli því þá verður 90 ára afmæli þorpsins fagnað. Mikil uppbygging á sér stað á Hvolsvelli og hefur sjaldan eða aldrei verið byggt eins mikið á staðnum eins og núna. Sveitarstjórn Rangárþings eystra, en Hvolsvöllur tilheyrir því sveitarfélagi hefur boðað til afmælishátíðar á morgun í Sögusetrinu á Hvolsvelli á milli tvö og fjögur þar sem fjölbreytt dagskrá verður í boði. En hver er saga þorpsins í stuttu máli. Anton Kári Halldórsson er sveitarstjóri á staðnum. „Þetta byrjar í kringum verslun en það var Kaupfélag Hallgeirseyjar, sem færði sig hingað upp á Stórólfsvöll og hefur kaupfélagsstarfsemi. Og í kringum það þróaðist byggðin í upphafi og svo náttúrulega áframhald í kringum annað, kaupfélagið sjálft, Kaupfélag Rangæinga og svo sláturfélagið og svo hvað eina fleira. Þannig að þetta já þróaðist vel í áranna rás,“ segir Anton Kári. Svo urðuð þið að sameinuðu sveitarfélagi, var það gott eða slæmt? „Já, 2002 vorum við sameinuð sex sveitarfélögum í Rangárþing eystra, sem það er í dag. Ég myndi telja já að það væri bara gott dæmi um sameiningu sveitarfélaga, sem hefur tekist einkar vel.“ En hvað er best við Hvolsvöll? „Það er allt gott við Hvolsvöll af því að það er svo gott að vera hérna. Ég myndi segja bara fólkið og samfélagið í heild,“ segir sveitarstjórinn. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra um leið og hann býður alla velkomna í 90 ára afmælið á morgun þar sem hann lofar rjómatertu með öllu tilheyrandi og skemmtilegri dagskrá í Sögusetrinu frá tvö til fjögur.Aðsend Íbúar Hvolsvallar eru vel yfir eitt þúsund í dag en mikil uppbygging á sér stað á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, sem tilheyra Rangárþingi eystra. „Já, til að mynda þá eru um 100 íbúðir í byggingu á Hvolsvelli og nágrenni í dag, þar að segja Rangárþingi eystra. Það er með ólíkindum og það er líka þannig að það er skortur, húsnæðisskortur, það vantar hús og það vantar líka á leigumarkaðinn. Hér er næg atvinna í öllum greinum og bara gott að vera,“ segir Anton Kári. Hér má sjá dagskrá afmælisins sunnudaginn 5. nóvember Rangárþing eystra Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Sveitarstjórn Rangárþings eystra, en Hvolsvöllur tilheyrir því sveitarfélagi hefur boðað til afmælishátíðar á morgun í Sögusetrinu á Hvolsvelli á milli tvö og fjögur þar sem fjölbreytt dagskrá verður í boði. En hver er saga þorpsins í stuttu máli. Anton Kári Halldórsson er sveitarstjóri á staðnum. „Þetta byrjar í kringum verslun en það var Kaupfélag Hallgeirseyjar, sem færði sig hingað upp á Stórólfsvöll og hefur kaupfélagsstarfsemi. Og í kringum það þróaðist byggðin í upphafi og svo náttúrulega áframhald í kringum annað, kaupfélagið sjálft, Kaupfélag Rangæinga og svo sláturfélagið og svo hvað eina fleira. Þannig að þetta já þróaðist vel í áranna rás,“ segir Anton Kári. Svo urðuð þið að sameinuðu sveitarfélagi, var það gott eða slæmt? „Já, 2002 vorum við sameinuð sex sveitarfélögum í Rangárþing eystra, sem það er í dag. Ég myndi telja já að það væri bara gott dæmi um sameiningu sveitarfélaga, sem hefur tekist einkar vel.“ En hvað er best við Hvolsvöll? „Það er allt gott við Hvolsvöll af því að það er svo gott að vera hérna. Ég myndi segja bara fólkið og samfélagið í heild,“ segir sveitarstjórinn. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra um leið og hann býður alla velkomna í 90 ára afmælið á morgun þar sem hann lofar rjómatertu með öllu tilheyrandi og skemmtilegri dagskrá í Sögusetrinu frá tvö til fjögur.Aðsend Íbúar Hvolsvallar eru vel yfir eitt þúsund í dag en mikil uppbygging á sér stað á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, sem tilheyra Rangárþingi eystra. „Já, til að mynda þá eru um 100 íbúðir í byggingu á Hvolsvelli og nágrenni í dag, þar að segja Rangárþingi eystra. Það er með ólíkindum og það er líka þannig að það er skortur, húsnæðisskortur, það vantar hús og það vantar líka á leigumarkaðinn. Hér er næg atvinna í öllum greinum og bara gott að vera,“ segir Anton Kári. Hér má sjá dagskrá afmælisins sunnudaginn 5. nóvember
Rangárþing eystra Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira