90 ára afmæli Hvolsvallar fagnað með rjómatertu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. nóvember 2023 13:30 Í dag búa vel yfir eitt þúsund íbúar á Hvolsvelli og líður þar mjög vel við leik og störf. Aðsend Blásið verður til mikillar afmælisveislu á morgun sunnudag á Hvolsvelli því þá verður 90 ára afmæli þorpsins fagnað. Mikil uppbygging á sér stað á Hvolsvelli og hefur sjaldan eða aldrei verið byggt eins mikið á staðnum eins og núna. Sveitarstjórn Rangárþings eystra, en Hvolsvöllur tilheyrir því sveitarfélagi hefur boðað til afmælishátíðar á morgun í Sögusetrinu á Hvolsvelli á milli tvö og fjögur þar sem fjölbreytt dagskrá verður í boði. En hver er saga þorpsins í stuttu máli. Anton Kári Halldórsson er sveitarstjóri á staðnum. „Þetta byrjar í kringum verslun en það var Kaupfélag Hallgeirseyjar, sem færði sig hingað upp á Stórólfsvöll og hefur kaupfélagsstarfsemi. Og í kringum það þróaðist byggðin í upphafi og svo náttúrulega áframhald í kringum annað, kaupfélagið sjálft, Kaupfélag Rangæinga og svo sláturfélagið og svo hvað eina fleira. Þannig að þetta já þróaðist vel í áranna rás,“ segir Anton Kári. Svo urðuð þið að sameinuðu sveitarfélagi, var það gott eða slæmt? „Já, 2002 vorum við sameinuð sex sveitarfélögum í Rangárþing eystra, sem það er í dag. Ég myndi telja já að það væri bara gott dæmi um sameiningu sveitarfélaga, sem hefur tekist einkar vel.“ En hvað er best við Hvolsvöll? „Það er allt gott við Hvolsvöll af því að það er svo gott að vera hérna. Ég myndi segja bara fólkið og samfélagið í heild,“ segir sveitarstjórinn. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra um leið og hann býður alla velkomna í 90 ára afmælið á morgun þar sem hann lofar rjómatertu með öllu tilheyrandi og skemmtilegri dagskrá í Sögusetrinu frá tvö til fjögur.Aðsend Íbúar Hvolsvallar eru vel yfir eitt þúsund í dag en mikil uppbygging á sér stað á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, sem tilheyra Rangárþingi eystra. „Já, til að mynda þá eru um 100 íbúðir í byggingu á Hvolsvelli og nágrenni í dag, þar að segja Rangárþingi eystra. Það er með ólíkindum og það er líka þannig að það er skortur, húsnæðisskortur, það vantar hús og það vantar líka á leigumarkaðinn. Hér er næg atvinna í öllum greinum og bara gott að vera,“ segir Anton Kári. Hér má sjá dagskrá afmælisins sunnudaginn 5. nóvember Rangárþing eystra Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira
Sveitarstjórn Rangárþings eystra, en Hvolsvöllur tilheyrir því sveitarfélagi hefur boðað til afmælishátíðar á morgun í Sögusetrinu á Hvolsvelli á milli tvö og fjögur þar sem fjölbreytt dagskrá verður í boði. En hver er saga þorpsins í stuttu máli. Anton Kári Halldórsson er sveitarstjóri á staðnum. „Þetta byrjar í kringum verslun en það var Kaupfélag Hallgeirseyjar, sem færði sig hingað upp á Stórólfsvöll og hefur kaupfélagsstarfsemi. Og í kringum það þróaðist byggðin í upphafi og svo náttúrulega áframhald í kringum annað, kaupfélagið sjálft, Kaupfélag Rangæinga og svo sláturfélagið og svo hvað eina fleira. Þannig að þetta já þróaðist vel í áranna rás,“ segir Anton Kári. Svo urðuð þið að sameinuðu sveitarfélagi, var það gott eða slæmt? „Já, 2002 vorum við sameinuð sex sveitarfélögum í Rangárþing eystra, sem það er í dag. Ég myndi telja já að það væri bara gott dæmi um sameiningu sveitarfélaga, sem hefur tekist einkar vel.“ En hvað er best við Hvolsvöll? „Það er allt gott við Hvolsvöll af því að það er svo gott að vera hérna. Ég myndi segja bara fólkið og samfélagið í heild,“ segir sveitarstjórinn. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra um leið og hann býður alla velkomna í 90 ára afmælið á morgun þar sem hann lofar rjómatertu með öllu tilheyrandi og skemmtilegri dagskrá í Sögusetrinu frá tvö til fjögur.Aðsend Íbúar Hvolsvallar eru vel yfir eitt þúsund í dag en mikil uppbygging á sér stað á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, sem tilheyra Rangárþingi eystra. „Já, til að mynda þá eru um 100 íbúðir í byggingu á Hvolsvelli og nágrenni í dag, þar að segja Rangárþingi eystra. Það er með ólíkindum og það er líka þannig að það er skortur, húsnæðisskortur, það vantar hús og það vantar líka á leigumarkaðinn. Hér er næg atvinna í öllum greinum og bara gott að vera,“ segir Anton Kári. Hér má sjá dagskrá afmælisins sunnudaginn 5. nóvember
Rangárþing eystra Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira