Dagbók Bents: Axl Rose á ekkert í Eyþór Inga Ágúst Bent skrifar 4. nóvember 2023 15:38 Dagbók Bents er orðinn fastur liður hjá mörgum lesendum Vísis á Iceland Airwaves ár hvert. Í þessum pistli fer hann yfir föstudagskvöldið. Grafík/Hjalti Ég veit ekki hverju ég bjóst við. Trúnó með Sigur Rós hljómar bara svo juicy, eins og Jónsi ætli að deila með okkur svæsnum sögum um kynsvall í sundlauginni í Mosó. En svo er þetta bara viðtal við Georg Hólm og umboðsmanninn. Bergur Ebbi stýrir umræðunum, sem er haldnar í Kolaportinu, og gerir það vel, en það er ólíklegt að umræðan fari út í kynsvall. Árið 1926 var á Hafnarstræti 15 Barinn, illræmdasta knæpa Reykjavíkur. Menn blönduðu spritti í hvítöl og kölluðu það Dúndur. Fastagestirnir voru kallaðir barónar og telja margir að þaðan sé orðið róni komið. Dagbókin er fróðleg í dag. En hún var ekki sérlega rónaleg stemningin þegar ég ramba inn á Djúpið. Það þarf meira að segja að labba upp á Hornið til að versla drykk. Stemningin er kósí og barnvæn og Einakróna er að spila. Þetta er þjóðlegt stöff, mikið hummað. Trommuleikarinn þurrkar stírur úr augunum og lemur laust í tom tommið eins og hann vilji ekki að við vöknum of mikið. Söngkonan syngur um drauma. Bakraddasöngkonan lítur svo þjóðlega út að ég hélt fyrst að þetta væri draugur í leit að Dúndri. Bent Það er hlegið að mér á Forréttabarnum fyrir að ruglast á þeim og Slippbarnum. Ég hlýt að ganga í svefni eftir giggið þarna áðan. Cell 7 er á Slipp og er fagmannleg eins og alltaf. Húsið er stappað af fullorðnum rapp unnendum sem fíla að hlusta á lög um peningavesen og að vera of gamall fyrir klúbbinn. Hún er orðinn gráhærð (sem fer henni vel) og lítur meira út eins og hún sé kominn til að lesa í lófa frekar en að rappa. En þessi Andrea Jóns rappsins er betri en flest allt hiphop á Íslandi og salurinn er að elska hana. Cell 7 tekur lagið á Airwaves.Bent Það er komið að hinu árlega Fischer sund partíi þar sem Sin Fang og Kjartan Holm fagna útgáfu Sounds of Sleep. Þetta svefn/drauma stöff eltir mig á röndum eins og Freddie Kruger. Það er mikil ilmvatnslykt hérna en hún er góð. Ef þið ætlið að prumpa í einu partíi í ár þá er þetta partíið. Airwaves túristar virðast hafa endalausa þolinmæði fyrir tónlist sem hljómar eins og vindhviður (rok og ról). Þetta er hugleiðslutónlist og það er eitthvað svo fyndið við að vera með svoleiðis í stappfullu partíi með fríu búsi. Alltaf hársbreidd frá því að ná fullkomni hugarró þegar einhver stígur á mokkasínurnar þínar eða hellir yfir þig rauðvíni úr pappamáli. Ég sting af í miðri máltíð á Fiskfélaginu þegar ég fæ skilaboð um leynitónleika. Þetta er heima hjá Ásu í Mammút og Árna í Vaccines. Allir fara úr skónum frammi í sameign, það er krúttlegt og annars hefði ég ekki séð að appelsínuguli gæinn er auðvitað í appelsínugulum sokkum. Honum er greinilega boðið í allt. Hver skyldi eiga þessa?Bent Bylgja af sussum líður yfir partíið. Það er komið að Superserious og þetta „venue“ er fullkomið fyrir þá. Söngvarinn heitir Danni Baróns (getinn í Hafnarstræti?) og syngur eins og engill um ástina. Gæi í vesti sem stendur á Hail Satan situr með krosslagðar lappir á gólfinu eins og hann sé í sunnudagaskólanum og dillar sér í takt. Rokkarar eru svo stilltir í dag. Var Danni Baróns getinn í Hafnarstræti?Bent Ég er ekki alki eftir Bjartmari Guðlaugs glymur um Bankastrætið. Þegar ég kem fyrir hornið sé ég svona þúsund manns með bláar jólasveinahúfur og einhver reynir að rétta mér jólabjór. Allir lúserar landsins mættir til að fella kónginn. Djók. En þetta er alvöru skrall. Fyrir þessu fólki er bara ein hátíð í gangi og það er ekki Airwaves. Hátíðin er J-dagurinn, dagurinn þar sem Jóla-Tuborg kemur til byggða. J-dagurinn hljómar náttúrulega eins og upphaf stríðs, sem þetta kannski er. Kannski munu Tuborg jólasveinar ryðjast inn á Listasafnið, rífa synthasizerana úr sambandi og setja á Stjórnina. Á Gauknum er hin litháíska Monikaze að spila dúndrandi donk. Ég sé lítið á sviðið en mér sýnist hún líta út eins og krakkinn í Freestyler myndbandinu með Bomfunk MCs. Gaukurinn er besta venueið, en bara ef þú ert til í að troða þér fremst og svitna og ég nenni því ekki akkúrat núna. Ég svík lit og lauma mér í einkaveislu á einkaklúbbnum Kjarvalstofunni. Rekst á JónFrí og á við hann vandræðalegt spjall um pistilinn í gær. Ég rappa svo nokkur lög. Djöfull er gott að gigga aðeins sjálfur eftir að hafa horft á þessar milljón hljómsveitir undanfarna tvo daga. Munið eftir atriðinu í Lord of the Rings þegar gæinn lítur yfir Gondor, sér milljón orka og panikkar? Þannig líður mér þegar ég stíg út á svalir og sé milljón bláar jólasveinahúfur á Austurvelli. Menningarstríðið er núna J-dagurinn gegn Airwaves, lágmenning vs. hámenning og það er mikið í húfi. Nóg af fólki á Austurvelli.Bent Ég treð mér hetjulega í gegnum örtröð af fólki að syngja með Waka Waka (This Time for Africa) og inn í hlýja hámenninguna á Iðnó. Elínborg er að syngja epíska tóna og það tekur mig smástund að fatta að hún er ekki þvoglumælt heldur færeysk. Hún er klædd í svarta strimla, örugglega ekki ruslapoka og hún minnir mig á Meatloaf. Þetta er risastórt, dramatískt og stappaður salurinn er að elska þetta. Þetta er samt ögn alvarlegt fyrir mig. Ég hugsa til Shakiru og hvað það var létt stemning á Austurvelli. Nei. Ég hristi það af mér og reyni að njóta færeyska kjöthleifsins. Hljóðmaðurinn er að svitna á tökkunum og laumar því að mér að hann hafi pródúsað síðasta lag. Vel gert. „I need you to act like fools. Then you get something amazing in return“ - Eyþór Ingi Fyrsta röðin sem ég sé á hátíðinni er fyrir utan Gaukinn. Rock Paper Sisters eru að byrja og þeir eru geggjaðir. Eyþór Ingi, þvílíkur performer. Axl Rose á ekkert í þetta. Risastór rock anthems, stanslaus gítarsóló og Eyþór að sveifla hárinu. Þetta show á heima í Las Vegas. Ég veit að maður á ekki að dæma fólk of mikið eftir klæðaburðinum en ég er semi móðgaður yfir múnderingunni á Blondshell. Þú ert að spila kl 23 á Listasafni Reykjavíkur, afhverju ertu bara í jogging buxum, stuttermabol og með hárið í tagli eins og þú sért á leiðinni í nammibarinn? Þetta lítur út eins og soundcheck. Líf og fjör á Airwaves. Jólabjórinn mætti í miðbæinn í gær.Bent Ég kíkti á GKR í Kolaportinu á leiðinni hingað og það var hundrað sinnum metnaðarfyllra. Það var skemmtilega unglingalegt, en þetta er unglingaveiki. Tónlist fyrir gelgjur til að hækka í eftir að þær öskra að þær hati foreldra sína og skella hurðinni. Ég fer lengri leiðina á Iðnó svo ég freistist ekki inn í J-dags þvöguna. Faux Real (gott nafn) eru að spila og þetta er eitthvað stórkostlegt. Bræðurnir Virgile og Elliot eru klæddir eins og sexí skylmingaþrælar, kófsveittir að syngja og dansa. Þetta er eins og tveir Skjöldur Eyfjörð að taka þátt í Freestyle keppni í Tónabæ (er það ennþá til?). Músíkin er 80s með einföldum textum eins og í laginu United Snakes of America, sem þeir segja að hafi byrjað sem diss song en endað sem hiss song. Þarna kemur þverflauta! Þeir hlaupa berir að ofan um salinn og þetta eru skemmtilegustu tónleikar sem ég hef farið á í ár. Efast samt um að ég skelli plötunni þeirra á fóninn heima, ekki nema Skjöldur Eyfjörð og Jónsi í Sigur Rós séu í heimsókn. Hljómsveitin FauxReal steig á stokk.Bent Bombay Bicycle Club eru að spila á listasafninu og þau eru greinilega flink. Halli Toll vinur minn söngfrussar með öllum lögunum inn í eyrað á mér og ég lýg því að ég sé að fíla þetta. Ekkert að þessu svosem, wholesome skemmtun fyrir alla fjölskylduna. En eftir Faux Real vil ég bara meira kjaftæði. Kannski vil ég bara alvöru freak show, nagla neglda í gegnum tungur eins og var í Tívolíinu í Vatnsmýri sem lokaði 1965. Ég sagði ykkur að dagbókin væri fróðleg í dag. Airwaves er æði en hefur misst smá tengsl við venjulega fólkið í landinu. Það má alveg bæta við fleiri útiviðburðum, giggum í fatabúðum og meginstraumsstöffi. Annars munu j-dags snakkpokarnir bara halda áfram að sökkva neðar og neðar í lágmenningarpittnum þangað til þau breytast í orka-tjokkóa með bláar jólasveinahúfur að svolgra í sig Dúndri (spritti og hvítöli). Kannski er til heimur þar sem við lifum í samlyndi. Þar sem úthverfabolir læra að meta synthasizaðan hvalasöng og lopatreflarnir syngja með Bubba. Það er allavega það sem mig dreymir um. Dagbók Bents Tónlist Airwaves Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
En svo er þetta bara viðtal við Georg Hólm og umboðsmanninn. Bergur Ebbi stýrir umræðunum, sem er haldnar í Kolaportinu, og gerir það vel, en það er ólíklegt að umræðan fari út í kynsvall. Árið 1926 var á Hafnarstræti 15 Barinn, illræmdasta knæpa Reykjavíkur. Menn blönduðu spritti í hvítöl og kölluðu það Dúndur. Fastagestirnir voru kallaðir barónar og telja margir að þaðan sé orðið róni komið. Dagbókin er fróðleg í dag. En hún var ekki sérlega rónaleg stemningin þegar ég ramba inn á Djúpið. Það þarf meira að segja að labba upp á Hornið til að versla drykk. Stemningin er kósí og barnvæn og Einakróna er að spila. Þetta er þjóðlegt stöff, mikið hummað. Trommuleikarinn þurrkar stírur úr augunum og lemur laust í tom tommið eins og hann vilji ekki að við vöknum of mikið. Söngkonan syngur um drauma. Bakraddasöngkonan lítur svo þjóðlega út að ég hélt fyrst að þetta væri draugur í leit að Dúndri. Bent Það er hlegið að mér á Forréttabarnum fyrir að ruglast á þeim og Slippbarnum. Ég hlýt að ganga í svefni eftir giggið þarna áðan. Cell 7 er á Slipp og er fagmannleg eins og alltaf. Húsið er stappað af fullorðnum rapp unnendum sem fíla að hlusta á lög um peningavesen og að vera of gamall fyrir klúbbinn. Hún er orðinn gráhærð (sem fer henni vel) og lítur meira út eins og hún sé kominn til að lesa í lófa frekar en að rappa. En þessi Andrea Jóns rappsins er betri en flest allt hiphop á Íslandi og salurinn er að elska hana. Cell 7 tekur lagið á Airwaves.Bent Það er komið að hinu árlega Fischer sund partíi þar sem Sin Fang og Kjartan Holm fagna útgáfu Sounds of Sleep. Þetta svefn/drauma stöff eltir mig á röndum eins og Freddie Kruger. Það er mikil ilmvatnslykt hérna en hún er góð. Ef þið ætlið að prumpa í einu partíi í ár þá er þetta partíið. Airwaves túristar virðast hafa endalausa þolinmæði fyrir tónlist sem hljómar eins og vindhviður (rok og ról). Þetta er hugleiðslutónlist og það er eitthvað svo fyndið við að vera með svoleiðis í stappfullu partíi með fríu búsi. Alltaf hársbreidd frá því að ná fullkomni hugarró þegar einhver stígur á mokkasínurnar þínar eða hellir yfir þig rauðvíni úr pappamáli. Ég sting af í miðri máltíð á Fiskfélaginu þegar ég fæ skilaboð um leynitónleika. Þetta er heima hjá Ásu í Mammút og Árna í Vaccines. Allir fara úr skónum frammi í sameign, það er krúttlegt og annars hefði ég ekki séð að appelsínuguli gæinn er auðvitað í appelsínugulum sokkum. Honum er greinilega boðið í allt. Hver skyldi eiga þessa?Bent Bylgja af sussum líður yfir partíið. Það er komið að Superserious og þetta „venue“ er fullkomið fyrir þá. Söngvarinn heitir Danni Baróns (getinn í Hafnarstræti?) og syngur eins og engill um ástina. Gæi í vesti sem stendur á Hail Satan situr með krosslagðar lappir á gólfinu eins og hann sé í sunnudagaskólanum og dillar sér í takt. Rokkarar eru svo stilltir í dag. Var Danni Baróns getinn í Hafnarstræti?Bent Ég er ekki alki eftir Bjartmari Guðlaugs glymur um Bankastrætið. Þegar ég kem fyrir hornið sé ég svona þúsund manns með bláar jólasveinahúfur og einhver reynir að rétta mér jólabjór. Allir lúserar landsins mættir til að fella kónginn. Djók. En þetta er alvöru skrall. Fyrir þessu fólki er bara ein hátíð í gangi og það er ekki Airwaves. Hátíðin er J-dagurinn, dagurinn þar sem Jóla-Tuborg kemur til byggða. J-dagurinn hljómar náttúrulega eins og upphaf stríðs, sem þetta kannski er. Kannski munu Tuborg jólasveinar ryðjast inn á Listasafnið, rífa synthasizerana úr sambandi og setja á Stjórnina. Á Gauknum er hin litháíska Monikaze að spila dúndrandi donk. Ég sé lítið á sviðið en mér sýnist hún líta út eins og krakkinn í Freestyler myndbandinu með Bomfunk MCs. Gaukurinn er besta venueið, en bara ef þú ert til í að troða þér fremst og svitna og ég nenni því ekki akkúrat núna. Ég svík lit og lauma mér í einkaveislu á einkaklúbbnum Kjarvalstofunni. Rekst á JónFrí og á við hann vandræðalegt spjall um pistilinn í gær. Ég rappa svo nokkur lög. Djöfull er gott að gigga aðeins sjálfur eftir að hafa horft á þessar milljón hljómsveitir undanfarna tvo daga. Munið eftir atriðinu í Lord of the Rings þegar gæinn lítur yfir Gondor, sér milljón orka og panikkar? Þannig líður mér þegar ég stíg út á svalir og sé milljón bláar jólasveinahúfur á Austurvelli. Menningarstríðið er núna J-dagurinn gegn Airwaves, lágmenning vs. hámenning og það er mikið í húfi. Nóg af fólki á Austurvelli.Bent Ég treð mér hetjulega í gegnum örtröð af fólki að syngja með Waka Waka (This Time for Africa) og inn í hlýja hámenninguna á Iðnó. Elínborg er að syngja epíska tóna og það tekur mig smástund að fatta að hún er ekki þvoglumælt heldur færeysk. Hún er klædd í svarta strimla, örugglega ekki ruslapoka og hún minnir mig á Meatloaf. Þetta er risastórt, dramatískt og stappaður salurinn er að elska þetta. Þetta er samt ögn alvarlegt fyrir mig. Ég hugsa til Shakiru og hvað það var létt stemning á Austurvelli. Nei. Ég hristi það af mér og reyni að njóta færeyska kjöthleifsins. Hljóðmaðurinn er að svitna á tökkunum og laumar því að mér að hann hafi pródúsað síðasta lag. Vel gert. „I need you to act like fools. Then you get something amazing in return“ - Eyþór Ingi Fyrsta röðin sem ég sé á hátíðinni er fyrir utan Gaukinn. Rock Paper Sisters eru að byrja og þeir eru geggjaðir. Eyþór Ingi, þvílíkur performer. Axl Rose á ekkert í þetta. Risastór rock anthems, stanslaus gítarsóló og Eyþór að sveifla hárinu. Þetta show á heima í Las Vegas. Ég veit að maður á ekki að dæma fólk of mikið eftir klæðaburðinum en ég er semi móðgaður yfir múnderingunni á Blondshell. Þú ert að spila kl 23 á Listasafni Reykjavíkur, afhverju ertu bara í jogging buxum, stuttermabol og með hárið í tagli eins og þú sért á leiðinni í nammibarinn? Þetta lítur út eins og soundcheck. Líf og fjör á Airwaves. Jólabjórinn mætti í miðbæinn í gær.Bent Ég kíkti á GKR í Kolaportinu á leiðinni hingað og það var hundrað sinnum metnaðarfyllra. Það var skemmtilega unglingalegt, en þetta er unglingaveiki. Tónlist fyrir gelgjur til að hækka í eftir að þær öskra að þær hati foreldra sína og skella hurðinni. Ég fer lengri leiðina á Iðnó svo ég freistist ekki inn í J-dags þvöguna. Faux Real (gott nafn) eru að spila og þetta er eitthvað stórkostlegt. Bræðurnir Virgile og Elliot eru klæddir eins og sexí skylmingaþrælar, kófsveittir að syngja og dansa. Þetta er eins og tveir Skjöldur Eyfjörð að taka þátt í Freestyle keppni í Tónabæ (er það ennþá til?). Músíkin er 80s með einföldum textum eins og í laginu United Snakes of America, sem þeir segja að hafi byrjað sem diss song en endað sem hiss song. Þarna kemur þverflauta! Þeir hlaupa berir að ofan um salinn og þetta eru skemmtilegustu tónleikar sem ég hef farið á í ár. Efast samt um að ég skelli plötunni þeirra á fóninn heima, ekki nema Skjöldur Eyfjörð og Jónsi í Sigur Rós séu í heimsókn. Hljómsveitin FauxReal steig á stokk.Bent Bombay Bicycle Club eru að spila á listasafninu og þau eru greinilega flink. Halli Toll vinur minn söngfrussar með öllum lögunum inn í eyrað á mér og ég lýg því að ég sé að fíla þetta. Ekkert að þessu svosem, wholesome skemmtun fyrir alla fjölskylduna. En eftir Faux Real vil ég bara meira kjaftæði. Kannski vil ég bara alvöru freak show, nagla neglda í gegnum tungur eins og var í Tívolíinu í Vatnsmýri sem lokaði 1965. Ég sagði ykkur að dagbókin væri fróðleg í dag. Airwaves er æði en hefur misst smá tengsl við venjulega fólkið í landinu. Það má alveg bæta við fleiri útiviðburðum, giggum í fatabúðum og meginstraumsstöffi. Annars munu j-dags snakkpokarnir bara halda áfram að sökkva neðar og neðar í lágmenningarpittnum þangað til þau breytast í orka-tjokkóa með bláar jólasveinahúfur að svolgra í sig Dúndri (spritti og hvítöli). Kannski er til heimur þar sem við lifum í samlyndi. Þar sem úthverfabolir læra að meta synthasizaðan hvalasöng og lopatreflarnir syngja með Bubba. Það er allavega það sem mig dreymir um.
Dagbók Bents Tónlist Airwaves Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira